Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2016, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2016, Blaðsíða 18
Jólablað 22. desember 201618 Skrýtið Í myndaðu þér hvað það væri svalt að fara út að borða á stað þar sem Leonardo DiCaprio þjónaði til borðs, Ryan Gosling tæki lagið uppi á sviði á meðan Angelina Jolie blandaði kokteila á barnum. Nokkuð svalt, ekki satt? Þó að þetta sé aðeins fjarlægur draumur einlægra aðdáenda þessara leikara var þetta raun- veruleikinn á stað einum í Los Angel es á fjórða áratug síðustu ald- ar, þó að stórstjörnurnar sem hér að framan eru nefndar hafi hvergi komið nálægt því af skiljanlegum ástæðum. Frír matur og drykkur Hollywood Canteen, skammt frá Sunset Boulevard, var nokkuð sér- stakur staður sem var starfræktur árin 1942 til 1945. Hann var aðeins ætlaður bandarískum hermönnum, sem annaðhvort voru nýkomnir heim af vígvellinum eða á leið þang- að. Þarna gátu hermenn fengið frítt að borða og drekka auk þess sem alls konar skemmtun var í boði, lif- andi tónlist sem dæmi. Það sérstaka við staðinn var að þarna unnu stórstjörnur Hollywood þessa tíma í sjálfboðavinnu. Á þess- um tíma stóð síðari heimsstyrjöldin sem hæst og hafði hún mikil áhrif á líf Bandaríkjamanna – og vitaskuld milljóna annarra jarðarbúa – og var Hollywood þar engin undantekning. Bette Davis var lykilkonan Dæmi voru um leikara sem þurftu að sinna herskyldu og má þar nefna Clark Gable, stórleikara MGM-kvik- myndaversins, sem komst í hann krappan á vígvellinum. Og þeir sem gátu ekki sinnt herskyldu, til dæmis vegna kyns eða heilsufars, gerðu hvað þeir gátu til að létta her- mönnum lífið enda ekki vanþörf á. Ein þessara stjarna var leikar- inn John Garfield sem ekki fékk inn- göngu í bandaríska herinn vegna hjartavandamála. Garfield leitaði því annarra leiða til að gera gagn og hafði hann til dæmis milligöngu um að senda þekkt tónlistarfólk til útlanda til að skemmta bandarískum her- mönnum. Leikkonan Bette Davis lét hermenn sig einnig varða og voru það hún og Garfield sem áttu veg og vanda að opnun Hollywood Canteen. Þrjú þúsund buðu fram aðstoð Óhætt er að segja að bransinn í Hollywood hafi tekið vel í þessa hug- mynd og áður en staðurinn var opn- aður í október 2003 höfðu yfir þrjú þúsund leikarar og tónlistarmenn úr skemmtanabransanum boðið fram krafta sína – endurgjaldslaust að sjálfsögðu. Davis skipulagði dag- skrána þannig að 1–2 stórstjörnur voru í klúbbnum á hverju kvöldi til að skemmta hermönnum. Hlutverk stjarnanna voru jafn mis- munandi og þær voru margar. Sum- ar voru ráðnar til að elda mat, aðrar til að þjóna til borðs og enn aðrar til að skemmta með söng eða dansi. Stjörnurnar sem buðu fram aðstoð sína og komu fram voru leikarar og tónlistarmenn á borð við Humphrey Bogart, Frank Sinatra, Judy Garland, Cary Grant, Rita Hayworth, Katherine Hepburn, Shirley Temple og Charlie Chaplin svo fáein nöfn séu nefnd. Lokað 1945 Eftir að staðurinn hafði verið starf- ræktur í eitt ár var tekið á móti millj- ónasta gestinum og var það stálhepp- inn hermaður. Að launum fékk hann fylgd leikkonunnar Marlene Dietrich allt kvöldið og koss frá Betty Grable. „Þegar ég lít til baka eru nokkur atriði sem ég er virkilega stolt af. Hollywood Canteen er eitt af þeim,“ sagði Bette Davis síðar um staðinn. Hún var árið 1980 sæmd heiðursorðu bandaríska hersins, meðal annars fyrir Hollywood Canteen-staðinn. Þó að staðurinn hafi verið gríðarlega vinsæll var hann tiltölulega skammlíf- ur. Honum var lokað skömmu eftir að síðari heimsstyrjöldinni lauk, síðla árs 1945. n einar@dv.is Starfið sem stjörnurnar kepptust um að sinna n Frank Sinatra, Humphrey Bogart og Chaplin n Hollywood Canteen var athyglisverður staður Hedy Lamarr Skrifar eiginhandaáritanir fyrir hermenn sem horfa aðdáunaraugum á hana. Koss Marlene Dietrich kyssir ónefndan hermann á Hollywood Canteen. Mikil gleði Hermenn voru glað ir að sjá Shirley Temple innan við bar borðið. Þjónað til borðs Marlene Dietrich og Rita Hayworth í vinnunni. Baka Rita Hayworth sker bökur fyrir hermenn. Hringsjá Náms- og starfsendurhæfing ER EKKI KOMINN TÍMI TIL AÐ GERA EITTHVAÐ Fjölbreytt námskeið framundan Frekari upplýsingar og skráning í síma 510 9380 eða á hringsja.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.