Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2016, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2016, Blaðsíða 36
Jólablað 22. desember 201632 Menning V argöld er fyrsta hrein­ ræktaða myndasagan fyrir ungmenni og fullorðna til að hljóta tilnefningu til Ís­ lensku bókmenntaverð­ launanna. Þetta er fyrst hlutinn í sex bóka bálki sem Jón Páll Halldórsson og Þórhall­ ur Arnórsson ætla að gefa út á næstu árum. Sögunni er ætlað að kynna nor­ ræna goðafræði og hugarheim víking­ anna á aðgengilegan hátt og nútíma­ legan hátt fyrir lesendum. „Þessi tilnefning kom okkur mik­ ið á óvart! En hún gefur okkur sjálfs­ traust og er til merkis um að við séum ekki alveg í tómu rugli. Við vilj­ um auðvitað leggja okkar af mörk­ um í teiknimyndasögubransanum, þetta hlýtur að geta verið lyftistöng fyrir hann,“ segir Þórhallur þegar blaðamaður DV hittir höfundana á Íslensku húðflúrstofunni. Goðsögur fyrir nútímafólk „Ein ástæðan fyrir því að okkur lang­ aði að vinna með þessar gömlu sög­ ur er sú að gera þær aðgengilegar fyrir nútímafólk. Þetta hefur verið álitinn nánast heilagur texti svo það hefur lítið mátt vinna með hann, nema þá helst í gríni. Það eru því ótal sögur sem hafa ekki verið gerð nein sérstök skil á Íslandi alveg frá því að þær voru skrifaðar,“ segir Þórhallur, sem hefur lengst af starfað sem sköpunarstjóri á auglýsingastofum, en hefur í meira en áratug geng­ ið með þá hugmynd í maganum að gera myndasögu um víkinga og nor­ ræna goðafræði. Eftir að hafa rætt þennan draum við og við í nokkur ár ákváðu þeir Jón Páll, æskuvinir úr Hlíðunum og sam­ starfsmenn á ýmsum vettvangi loks að láta verða að verkefninu fyrir þremur árum. „Þá ákváðum við að henda í kynningu – svokall­ að „pitch“. Í mynda­ sögubransanum eru það yfir leitt fyrstu þrjár opnurnar í bók­ inni og svo handritið að restinni. Þegar við vorum hálfnaðir með þetta hittum við Andra [Sveinsson], honum leist vel á verk efnið og sparkaði því í gang,“ segir teiknarinn Jón Páll. Í gegnum tíð­ ina hefur hann með­ al annars hannað út­ lit fyrir Eve Online og Latabæ, en er þó kannski þekktastur sem tattúlistamað­ ur, og við það starfar hann nú á Spáni. Frá sköpun heims- ins til ragnaraka Það tók tvö ár að vinna bókina sem inniheldur fyrstu tvo kafla sögunnar. Í þeim er rakin sköp­ unarsaga heimsins samkvæmt forn­ norrænni trú, deila Óðins og Freyju um brísingamenið og áhrif hennar í mannheimum, þar sem afleiðingarn­ ar eru stríð, vindöld, vargöld. „Í sögunni ætlum við að reyna að vera með heildstæða framsetn­ ingu á goðafræðinni, frá því að heimarnir verða til og til endalok­ anna – ragnaraka. Hugmyndin er að reyna að finna þá þætti sem leiða til ragnaraka,“ segir Þórhallur. „Í þeim ritum sem við þekkj­ um er goðafræðin meira og minna sett fram í stökum sögum. Það er ekki mikið um heildstæða fram­ setningu. Það eru helst Völuspá og Gylfaginning en við eigum engar skýrar framvindusögur. Fræðistörf stoppa bara við það sem er skrifað, jafnvel þótt eitthvað virðist aug­ ljóslega tengjast getur þú ekki gef­ ið þér neitt ef textabrotin vantar. Við leyfum okkur hins vegar að tengja saman, draga ályktanir og skálda inn í eyðurnar, en reynum að byggja eins mikið á heimildunum og mögulegt er. Í þessari bók er maður, Vikar, sem leiðir okkur inn í þennan heim. Við sjáum atburðina frá hans sjónarhóli. Bókin er að miklu leyti byggð á ein­ um Íslendingaþætti, Héðinssögu og Högna, eða Sörlaþætti.“ En hvað með myndræna þáttinn, á hverju byggið þið hann? „Ég sæki líka eigin­ lega allt í fræðibækur, fornleifauppgröft og aðr­ ar heimildir sem til eru, en reyni að skálda sem minnst – bara pínulítið,“ segir Jón Páll. Lærdómur nýrra myndasöguhöfunda Þó að Þórhallur og Jón Páll hafi verið aldir upp á frönskum myndasögum frá Iðunni – Lukku Láka, Fjórum fræknum, Sval og Val – og seinna sökkt sér í myndrænar skáldsögur frá meisturum á borð við Art Spiegelman og Alan Moore þá segja þeir að þessi fyrsta myndasögusmíð þeirra fé­ laga hafi verið mikið og stöðugt lærdómsferli. „Þetta virðist kannski vera einfalt form, en þegar maður byrjar að vinna í því uppgötvar maður hvað þetta er í raun ótrúlega flók­ ið. Það þarf að leggja svo mikla vinnu í hvern einasta ramma. Þetta er bara eins og listsýning. Ég mun aldrei aft­ ur grípa myndasögu og fletta hratt í gegnum hana,“ segir Þórhallur og hlær. „En það er samt þannig að ef þú rennir hreinlega í gegnum myndasöguna þá veistu að hún er vel skrifuð og teiknuð. Þá er verið að segja söguna vel,“ skýtur Jón Páll inn í. „Um leið og maður þarf mik­ ið að stoppa – ekki til að skoða flotta mynd eða pæla í hlutunum – heldur af því að þú skilur ekki – þá er eitt­ hver hiksti í gangi. Það er heilmikið trikk að leiða augu lesandans yfir síðuna milli talblaðranna þannig að hann sjái myndirnar í leiðinni og skilji framvinduna,“ segir hann. „Í byrjun vorum við svolítið að hiksta á tengingum og hvernig senur eru kynntar, „established“, en þetta lærðum við í ferlinu. Þetta er nefnilega eins og blanda á milli bókar og kvik­ myndar. Það þarf að setja upp senurn­ ar eins og í bíómynd,“ segir Jón Páll. Gamla skemmtiefnið í nýjum búningi „Svo eru svona atriði eins og hvaða letur þú notar til að láta textann ganga ofan í fólk,“ bætir Þórhallur við. „Við enduðum á því að velja frekar ein­ falt letur í almenna textann – í eins­ taka atriðum þar sem einhver talar í bundnu máli notum við pínu vík­ ingalegra letur. Það hefði samt verið of erfitt að lesa það allan tímann. Oft þegar fólk er að notast við víkinga­ arfinn þá gerir það allt svo ofsalega víkingalegt, en hugsunin hjá okkur var ekki að hafa hlutina nákvæmlega eins á víkingatímanum heldur skoða hvernig víkingaskrift og skraut hefðu þróast áfram ef það hefði fengið að gera það þangað til í dag. Og þetta á náttúrlega að vera skemmtiefni. Gamla skemmtiefnið í nýjum búningi, fyrir fólk árið 2016,“ segir Þórhallur. „Við fórum heldur ekki alla leið með tungumálið. Hluti af sögunni er í bundnu máli og er þá byggður á ljóðahætti og fornyrðislagi sem eru þeir bragarhættir sem Eddurnar eru skrifaðar í. Við reyndum aðeins að minna á þessa bragarhætti en þó þannig að textinn væri aðgengilegur fyrir nútímalesendur.“ Sagan kemur samtímis út á ís­ lensku og ensku, og viðurkenna höf­ undarnir að planið sé að smeygja sér inn í túristamarkaðinn, en hug­ myndin er þó kannski fyrst og fremst að koma sögunni út fyrir landstein­ ana, til Norðurlandanna og víðar. „Svo er auðvitað fjarlægur draumur að fá að bera þetta und­ ir stærri markaði – athuga hvort við eigum eitthvert erindi þar,“ segir Þór­ hallur. n Bræður munu berjast Vargöld er fyrsta myndasagan sem er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Láta gamlan draum rætast Æskuvinirnir Jón Páll og Þórhallur láta gamlan draum rætast og gefa út myndasögu byggða á norrænni goðafræði. Mynd SiGtryGGur Ari„Það þarf að leggja svo mikla vinnu í hvern einasta ramma. Þetta er bara eins og listasýning. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.