Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2016, Blaðsíða 40
Jólablað 22. desember 201636 Menning
PLUSMINUS OPTIC
Smáralind
www.plusminus. is
Sumar
kaupauki
Sólgler
með öllum gleraugum
Index 1,5*
Sjóngler
2/1
Tveir fyrir einn
MARGSKIPT SJÓNGLER
Tilboð: tveir fyrir einn
www.plusminus.is
Einu eggin á neytendamarkaði
með löggilda vottun
Lífrænu hænurnar
hjá Nesbúeggjum
• Fá lífrænt fóður
• Fá mikið pláss
• Njóta útiveru
nesbu.is
NESBÚ
EGG
Yngstur í jólabókaflóðinu
n Þorgrímur Kári gefur út skáldsöguna Sköglu n 23 ára rithöfundur
S
kögla er fyrsta skáldsaga
Þorgríms Kára Snævars
sem er 23 ára gamall og lík-
lega yngsti höfundurinn
sem gefur frá sér skáldsögu
á Íslandi fyrir þessi jól.
„Ég byrjaði að vinna að Sköglu
fyrir fimm árum, eftir að hafa
klárað annað árið mitt í Mennta-
skólanum í Reykjavík. Þar lásum
við handrit eins og Snorra-Eddu
og Völuspá, og ég tók eftir því að
í þessum fornsögum er fjöldinn
allur af aukapersónum sem oft
birtast aðeins einu sinni og eru
síðan úr sögunni,“ segir Þor-
grímur Kári og kveðst hafa viljað
draga fram sögu þessara persóna.
Skögla fjallar þannig um dverginn
Nýráð, sem birtist í dvergatalinu
í Gylfaginningu, og valkyrjuna
Skögul, sem birtist í ýmsum hand-
ritum. „Báðar þessar persónur eru
svo til óskrifuð blöð í goðafræðinni
og því hafði ég nægt svigrúm til að
glæða þær lífi án þess að neitt sem
ég skrifaði stangaðist á við efnið.“
Bókina, sem Þorgrímur kallar
ungmennabók en segir þó hugsaða
fyrir alla aldurshópa, gefur hann út
hjá Óðinsauga, litlu en eljusömu
forlagi sem gefur út nokkurn fjölda
bóka fyrir jólin. „Mér fannst nafnið á
forlaginu lofa góðu fyrir bók eins og
þessa, og auk þess sá ég að ein stefna
þeirra var að gefa nýjum höfundum
tækifæri,“ segir Þorgrímur, en hann
segir það að fá bókina útgefna hafi
einmitt verið eitt það erfiðasta í ferl-
inu. „Það getur verið erfitt fyrir nýjan
höfund að sannfæra bókaforlög um
að gefa manni tækifæri, og biðin eft-
ir svari þegar handritið hefur verið
sent getur verið óbærileg. En maður
á aldrei að gefast upp.“
Bókina skrifaði Þorgrímur sam-
hliða menntaskólanum og háskóla-
námi í teiknimyndasögugerð við
St. Luc, myndlistarakademíuna í
Brussel í Belgíu. „Ég hef nánast alltaf
haft áhuga á því að teikna, það fer
samhliða lönguninni til að segja sög-
ur. Ég gæti vel hugsað mér að stefna
að því að gefa út myndasögu næst.
Við sjáum til dæmis á myndasögun-
um sem Froskur útgáfa er að
gefa út og á sögum eins og
Vargöld að það gæti vel verið
að myndast markaður fyrir ís-
lenskar myndasögur.“
Aðspurður segir Þorgrímur
það hafa verið gaman að taka
þátt í jólabókaflóðinu og um-
stanginu sem fylgir bóka útgáfu
í fyrsta sinn. „Ég hef reynt að
hafa allar klær úti til að aug-
lýsa mig – ég hef farið í skóla til
að lesa fyrir nemendur, hengt
up plaköt, haldið uppi vefsíðu
fyrir bókina, og svo framvegis.
Ég gæti vel hugsað mér að gera
þetta aftur.“ n
„Ég gæti
vel hugs-
að mér að gera
þetta aftur
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
Aukapersónurnar í aðalhlutverki
Skögla fjallar um dverginn nýráð og
valkyrjuna Skögul sem bæði eru nefnd
í fornum handritum en saga þeirra
hefur ekki verið sögð fyrr en nú.
Fyrsta skáldsagan
Þorgrímur Kári byrjaði að
skrifa Sköglu fyrir fimm
árum eftir að hafa lesið
norræna goðafræði í MR.
Metsölulisti
Eymundsson
14.–20. des. 2016
Allar bækur
1 PetsamoArnaldur Indriðason
2 AflausnYrsa Sigurðardóttir
3 Þín eigin hrollvekja Ævar Þór Benediktsson
4 HeiðaSteinunn Sigurðardóttir
5 Ör Auður Ava Ólafsdóttir
6 Stjörnuskoðun Sævar Helgi Bragason
7 TvísagaÁsdís Halla Bragadóttir
8 Pabbi prófessor Gunnar Helgason
9 Vögguvísurnar okkarÝmsir
10 Svartigaldur Stefán Máni