Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2016, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2016, Blaðsíða 6
Jólablað 22. desember 20166 Fréttir Bláuhúsin v. Faxafen s: 568 1800 s: 588 9988 s: 511 2500 Kringlunni Skólavördustíg 2 Bestir í sjónmælingum Tímapantanir í síma M egn óánægja er meðal Austfirðinga, og þá ekki síst sveitarstjórnarmanna á Austurlandi, með fjar- veru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Fram- sóknarflokksins, frá þingstörfum í upphafi þings eftir kosningar. Vegna þessa sé Austurland, og raunar Norðausturkjördæmi allt, hreinlega manni undir í vinnu við fjárlaga- frumvarp. Óttast menn að það muni koma niður á hagsmunum svæðisins við afgreiðslu endanlegra fjárlaga. Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi telur að hagsmunum fjórðungsins hefði verið betur borg- ið hefði Sigmundur kallað inn vara- mann fyrir sig. Aðeins tveir af tíu þingmönnum Norðausturkjördæmis eru með lögheimili á Austurlandi. Það eru fyrrnefndur Sigmundur, sem hefur lögheimili á Fljótsdalshéraði, og Þór- unn Egilsdóttir, sem einnig er þing- maður Framsóknarflokksins, en hún er búsett í Vopnafirði. Fyrsti vara- þingmaður flokksins er Líneik Anna Sævarsdóttir, fyrrverandi þingmaður, en hún býr á Fáskrúðsfirði. Óánægja með fjarveru Sigmundar Alþingi kom saman 6. desember síð- astliðinn en Sigmundur sat ekki fundi þess fyrr en síðastliðinn mánudag, 19. desember, þegar hann mætti í þingsal og var kosinn varamaður í allsherjar- og menntamálanefnd. Hefur fjarvera Sigmundar vakið mikla athygli og úlfúð en einnig viðbrögð Sigmundar við spurningum blaðamanna um hverju fjarveran sætti. DV ræddi við sveitarstjórnar- menn á Austurlandi sem lýstu óánægju sinni með fjarveru Sig- mundar. Þeir vildu þó fæstir láta hafa nokkuð eftir sér opinberlega en bentu á að með fjarveru Sigmundar væri enginn þingmaður sem hefði lögheimili allt frá Djúpavogi, á öllum fjörðunum og á Héraði. Með fjarveru Sigmundar stæði landsfjórðungur- inn einfaldlega höllum fæti í fjár- lagavinnunni. Austurland ekki verið efst í forgangsröðinni Sigrún Blöndal, bæjarfulltrúi Héraðs- listans á Fljótsdalshéraði og for maður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, segir að vissulega sé bagalegt að þing- menn kjördæmisins séu ekki til stað- ar í fjárlagavinnunni. Hún viti þó ekki hvort fjarvera Sigmundar muni skipta sköpum. „Ég verð að segja eins og er að ég veit ekki hverju það hefði breytt ef Sigmundur Davíð hefði mætt í þingið. Ég veit það ekki, jú, kannski ef hann hefði tekið þátt í því af fullum krafti að sinna hagsmunum kjördæm- isins. En mér hefur nú ekki fundist það hafa verið fremst í forgangsröð- inni hjá honum,“ segir Sigrún en bæt- ir við að á síðasta kjörtímabili hafi Sigmundur vitanlega setið í stól for- sætisráðherra og kannski erfitt að gera þá kröfu að hann hafi á þeim tíma get- að sinnt kjördæminu með sama hætti og almennir þingmenn. „Ég held þó að það hafi nú aðrir þingmenn verið í því frekar en hann, að styðja okkar málstað, Austfirðinga.“ Hefði viljað hafa Líneik Varamaður Sigmundar er Líneik Anna Sævarsdóttir, fyrrverandi þingmaður. Telur þú að hagsmunum Aust- firðinga hefði verið betur borgið hefði Sigmundur kallað hana inn sem varamann nú í þingbyrjun, í fjár- lagavinnunni? „Já, það held ég, það væri nú yfir- höfuð fengur að því að hafa Líneik á þingi. Hún er mjög duglegur og samviskusamur þingmaður sem mætir alla daga í vinnuna. Auðvitað eiga þingmenn að mæta í sína vinnu og sinna sínum skyldum eins og aðrir, alltaf.“ Þú myndir þá þiggja að hafa fleiri þingmenn í að gæta hagsmuna ykkar Austfirðinga? „Við þurfum ekki fleiri þingmenn fyrir kjördæmið, það er ekki þannig, en það þurfa allir þingmenn að vera meðvitaðir um að eigi að halda úti byggð í landinu þá kostar það pen- inga.“ Spurð hvort hún hafi áhyggjur af stöðu Austurlands í fjárlaga- vinnunni svarar Sigrún því til að hún hafi áhyggjur af landsbyggð- inni í heild. „Það er sérkennilegt hvernig menn virðast ekki taka mið af aðstæðum í hinum dreifðari byggðum þegar verið er að deila út fjármagni. Það er enginn að tala um að ausa fé þangað sem ekki þarf en það þarf að fjármagna grunn- þjónustu eins og heilbrigðiskerfið, löggæslu og annað þvíumlíkt.“ n Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is AustfirðingAr n Óttast um hag sinn í fjárlagavinnu n Hefðu viljað fá inn varaþingmann óánægðir með fjArveru sigmundAr „Auðvitað eiga þingmenn að mæta í sína vinnu. Hefði viljað fá Líneik Sigrún Blöndal, formaður Sambands sveitarfélaga á Austur- landi, hefði viljað sjá Sigmund Davíð kalla inn varamann sinn, Líneik Önnu Sævarsdóttur. Austfirðingar óánægðir Austfirðingar hafa áhyggjur af því að fjarvera Sigmundar Davíðs komi niður á hagsmun- um landshlutans í fjárlaga- vinnunni. Mynd SigtRygguR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.