Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2016, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2016, Blaðsíða 27
Jólablað 22. desember 2016 Fólk Viðtal 23 York, Los Angeles og San Francisco,“ segir Tommi sem sagði í viðtali við DV í október í fyrra að hann langi að opna hamborgarastað í Bandaríkj- unum en líkti um leið slíkum rekstri við að reyna að selja bakarabarni brauð. „Í Asíu er Hong Kong þunga- miðjan í verslunarumhverfinu. Ef þú opnar stað þar sem gengur geturðu farið í öll önnur lönd Asíu. Ég fór þangað fyrir tveimur árum með því hugarfari að kynna mér borgina. Ég fer alltaf og borða hamborgara bók- staflega alls staðar þar sem ég finn þá þar sem menn gætu mögulega síð- ar verið í samkeppni við það sem ég vil gera. Ég vil vita hvernig markað- urinn er. Er hann svo góður að ég á ekki möguleika í hann eða er kannski engin hamborgaramenning á staðn- um?“ Keisari fæddur Tommi er fæddur í apríl 1949 og útskrifaðist með sveinspróf í mat- reiðslu árið 1971. Áratuginn þar á eftir vann hann meðal annars í eld- húsi Loftleiða, sem hótelstjóri og framkvæmdastjóri félagsheimilisins Festi í Grindavík. Eftir rúm þrjú ár í útgerðarbænum lá leiðin til Miami þar sem Tommi náði sér í B.Sc.- gráðu í hótelrekstrarfræði og rekstri veitingastaða. „Ég er lærður kokkur með meist- araréttindi sem þýðir að ég lærði í fjögur ár og vann í eldhúsi í þrjú ár. Aftur á móti sögðu kollegar mínir í náminu að ég væri svo slappur mat- reiðslumaður að ég gæti ekki einu sinni soðið vatn nema brenna það við. Ég kann að steikja hamborgara og einhvern veginn náði ég þeirri deild en umfram það er ég ekki lið- tækur í eldhúsinu að neinu marki.“ Árin eftir námstímann í Banda- ríkjunum einkenndust af miklu reiðileysi og drykkju sem leiddu til þess að Tommi skildi við þáverandi eiginkonu sína og átti erfitt með að halda sér í starfi. Honum þótti hann vera aleinn og yfirgefinn og nýkom- inn úr meðferð fór þessi mennt- aði matreiðslumaður á fertugs- aldri að steikja hamborgara á stað sem vinur hans átti og hét Winnies. Rúmu ári síðar var hann búinn að opna þrjá Tommahamborgarastaði og orðinn landsfrægur. Í viðtali sem birtist í Vísi í september 1981, eða um hálfu ári eftir að fyrsti Tomma- staðurinn var opnaður, kom fram að hann væri á góðri leið með að verða krýndur „Keisari íslenska ham- borgaraveldisins“. „Þegar ég opnaði Tommaham- borgara árið 1981 þá svaf ég ásamt þáverandi eiginkonu minni, Helgu Bjarnadóttur, sem var sem klettur mér við hlið í rekstrinum, á skrif- stofunni sem var ekki mikið stærri en þessi í átta mánuði. Síðan gekk allt mjög vel og ég keypti mér hús og ég veit ekki hvað. Síðan opnaði ég Sprengisand í enda árs 1985 og þá þurftum við að fara aftur inn á skrifstofuna og það voru enn þyngri skref. Þar bjó ég í þrettán mánuði. Svo eftir að ég opnaði Hard Rock Café í Kringlunni árið 1987 keypti ég mér hús nálægt verslanamiðstöð- inni og þurfti aldrei aftur að sofa á skrifstofunni.“ Við skulum vona að þú þurfir aldrei að sofa hérna inni. „Já, við skulum vona það eða að það verði á öðrum forsendum ef það verður.“ Hard Rock og Festi Líkt og Tommi nefnir þá rak hann Hard Rock Café í Kringlunni í tíu ár. Veitingastaðurinn var opnað- ur sama ár og verslanamiðstöðin og naut mikilla vinsælda á meðan reksturinn var í höndum Tomma. Nýr Hard Rock-staður við Lækjar- götu var nýverið opnaður með pomp og prakt og veitingamaður- inn á Búllunni er búinn að heim- sækja hann oft. „Þetta eru tveir ólíkir heim- ar. Hard Rock sem ég opnaði var byggður á hugmyndafræði upp- runalega staðarins í London. Þegar ég gerði samning um að opna stað- inn hér var hann sá þriðji í heim- inum. Þegar ég opna 1987 var ég tíundi í röðinni en núna eru þeir tæplega 200. Fyrirtækið úti er búið að ganga í gegnum miklar hremm- ingar og hefur skipt um eigendur sex eða sjö sinnum. Nýju staðirnir sem er verið að opna í dag eru ekki í líkingu við Hard Rock sem ég þekkti. En maturinn er fínn enda er sá sem er að hjálpa þeim með matreiðsl- una, Arthúr Pétursson, fyrrverandi yfirkokkur hjá mér á Hard Rock Café. Honum var boðin staða yfir- kokks á Hard Rock í Orlando og þar var hann í tíu ár.“ Af hverju ertu stoltastur þegar þú horfir yfir farinn veg í veitingabrans- anum? „Ánægjulegasta tímabilið eru þrjú ár og fjórir mánuði í félags- heimilinu Festi í Grindavík. Þó að ég hafi gert ótrúlegustu hluti síð- an, opnað um 25 til 30 staði í mínu nafni, og margir þeirra hafa kostað fáránlega peninga, er ekkert sem toppar það tímabil að því leytinu til. Gleðin og ánægjan með Festi var til jafns við það þegar ég fékk Fiat 600 sem var fyrsti bíllinn minn. Þegar ég vaknaði á morgnana hljóp ég út í glugga til að dást að honum. Þannig voru árin í Festi,“ segir Tommi og heldur áfram: „Síðan er nokkrir toppar. Hard Rock Café er óumdeilanlega sá hæsti og Hótel Borg er mjög ofar- lega. Síðan var alveg ótrúlega gam- an að innrétta og reka Ömmu Lú í tvö ár. Síðan rak ég einu sinni stað sem hét Villti Tryllti Villi. Það eru mjög margir sem muna eftir þeim stað en hann var bara opinn í sex mánuði. Hann bara opnaði og lokaði.“ Hefur skánað Margir fastagestir Búllunn- ar uppi á Höfða voru van- ir að sjá Tomma við grillið að steikja borgara. Eins og með daglegan rekstur hamborgarastaðanna hef- ur hann nú stigið aðeins til hliðar og leyfir starfsfólki sínu að matreiða ofan í kúnnana. „Ég steiki nánast ekki neitt. Þegar ég var á Tommahamborgurum steikti ég manna mest í fyrstu en svo komu stúlk- ur að vinna þar sem urðu miklu betri en ég. Þannig að ég var farinn að snúa brauðunum. Auðvitað kann ég að steikja og gæti svo sem komið mér í gírinn en ég geri það sárasjaldan. Það er rosalega gam- an að steikja hamborgara. Þetta er alltaf sami hamborgarinn og alltaf sömu handtökin. Það er alltaf jafn góð lykt og gaman að sjá hann verða flottan.“ Nú hefur þú gengið í gegnum ýmislegt. Hvernig gengur þér að lifa með þeirri velgengni sem hefur fylgt Hamborgabúllum Tómasar? „Meinarðu hvort ég kunni að lifa einhvern veginn öðru- vísi en að vera að ströggla?“ spyr Tommi og hlær. „Þegar ég opnaði Tommahamborgara átti ég ekki neitt. Ég tók sénsinn og það fór allt úr böndunum því það var svo brjálað að gera. Þá missti ég mig og það var ekki búið að vera opið nema í fimm mánuði þegar ég var búinn að kaupa splunkunýjan Mercedes Benz, dýrustu tegund. Ég var ekki mjög áhugaverður held ég á þeim tíma. Svo kom skellur- inn.“ Benz-kaupin voru einmitt til- efni fyrrnefnds viðtals Vísis við hann árið 1981 en fyrirsögn þess er „Hvernig hafði Tommi efni Hamborgarakóngurinn lærði af ósigrunum Útrás Tomma Búið er að opna sautján Hamborgarabúllur Tómasar hér á landi og í Evrópu. Útrásin er í fullum gangi en maðurinn á bak við vörumerkið hefur bæði notið mikillar velgengni en einnig lagt allt sitt undir og tapað því öllu. Mynd SigTRygguR ARi „Einu sinni æxluðust hlutirnir þannig að ég var einn ein jólin. Þá borðaði ég uppáhaldsmatinn minn, flatköku með roastbeef og rækjusalati Á skrifstofunni Tommi safnar ýmsum munum sem tengjast veitinga- rekstri hans í gegnum tíðina. Hér er hann með górillunni sem var inni á fyrsta Tommaham- borgarastaðnum við Grensásveg. Mynd SigTRygguR ARi Viðtalið Tommahamborgarar höfðu ekki verið opnir nema í um hálft ár þegar Mercedes Benz-kaup Tómas- ar rötuðu í dagblaðið Vísi. Á þeim tíma hafði honum tekist að opna þrjá staði og var orðinn landsfrægur. S HELGASON - Steinsmiðja síðan 1953

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.