Fréttablaðið - 29.06.2017, Qupperneq 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 5 1 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r F i M M t u d a g u r 2 9 . j ú n Í 2 0 1 7
FrÍtt
Fréttablaðið í dag
sport Ólafía Þórunn hefur
fundið fyrir ofþreytu. 30
Menning Davíð Örn Halldórs-
son með áhugaverða sýningu í
Hverfisgalleríi undir yfirskrift-
inni River únd bátur. 38
lÍFið Íslenska skómerkið KALDA
er að fara í sölu í versluninni
Browns Fashion í London. 54
plús 1 sérblöð l Fólk l hálsar
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
12 MANNA
ÁSAMT FYLGIHLUTUM
MIKIÐ ÚRVAL
VERÐ FRÁ KR. 24.990
HNÍFAPARATÖSKUR
LAUGAVEGI 178 – SÍMI 568 9955
Ú T S A L A
OPIÐ TIL
Í KVÖLD
21
EIN
STÆRSTA
ÚTSALA
LANDSINS
ER HAFIN!
stjórnMál Hópur innan Viðreisnar
hefur kallað eftir því að aukalands-
þing verði haldið til að hægt sé að
kjósa um forystu flokksins og leggja
línurnar fyrir sveitarstjórnarkosn-
ingarnar næsta vor. Ágreiningur
er innan flokksins um hvort það sé
ákjósanlegt eður ei.
Viðreisn er ungur flokkur en
stofnfundur hans var haldinn fyrir
rétt rúmum þrettán mánuðum.
Fyrsta landsþing hans fór fram í lok
septembermánaðar í fyrra. Í lögum
flokksins segir að landsþing skuli
haldin á tveggja ára fresti en þó sé
stjórn flokksins heimilt að boða til
auka landsþings þegar þurfa þyki. Á
auka landsþingi er heimilt að kjósa
um embætti formanns og varafor-
manns.
Flokkurinn hefur lýst því yfir
að hann hyggi á framboð í sveitar-
stjórnarkosningunum en heim-
ildarmenn Fréttablaðsins, úr röðum
Viðreisnar, telja að fólk veigri sér
við að bjóða fram fyrir flokkinn við
núverandi ástand.
Stefna flokksins í málum sveitar-
félaga liggi ekki fyrir og ekki liggi
í augum uppi hvernig flokkurinn
ætli að marka sér sérstöðu. Sömu
heimildarmenn segja að nokk-
urrar beiskju gæti einnig vegna illa
ígrundaðra yfirlýsinga formannsins
í fjölmiðlum undanfarnar vikur.
Af þeim flokksmönnum, sem
vilja flýta landsþingi og Fréttablaðið
ræddi við, eru nokkrir sem telja rétt
að kosið verði um forystu flokksins.
Með því móti fái núverandi forysta
aukið umboð eða nýtt fólk taki við
og ráði för í kosningunum næsta vor.
„Það lýsir ekki vantrausti þó rætt
sé um að flýta þinginu. Það getur
þvert á móti orðið til þess að styrkja
stöðu forystunnar. Hins vegar ætti
það ekki að koma neinum á óvart að
flokksmenn flokks sem mælist með
um fimm prósent ræði þetta,“ segir
einn Viðreisnarmaður sem Frétta-
blaðið ræddi við. Að óbreyttu fer
landsþing flokksins fram í upphafi
næsta árs. – jóe
Titringur innan Viðreisnar
Úr röðum Viðreisnar heyrast raddir um að rétt sé að flýta landsþingi flokksins til að marka stefnu fyrir sveit-
arstjórnarkosningar. Hluti telur rétt að kjósa um forystu flokksins. Flokksþing gæti styrkt forystusveitina.
Ferðamenn eru nú farnir að hreiðra um sig í Landmannalaugum eins og sást þegar ljósmyndari Fréttablaðsins setti drónann sinn á loft. Fyrirhugaðar
eru framkvæmdir innan Landmannalaugasvæðisins og skapa þannig aðstæður sem draga úr álagi en bæta að sama skapi þjónustu. Fréttablaðið/Vilhelm
Fylgi Viðreisnar mældist
5,5 prósent í könnun MMR í
maí. Flokkurinn fékk 10,5
prósent í alþingiskosningum
í fyrra og sjö þingmenn.
lögregluMál Um sjöleytið í gær-
kvöldi kallaði ungur maður eftir
aðstoð lögreglu vegna þess að hann
fann sprengju í strætóskýli við Hlíð-
arveg í Kópavogi.
„Ég tók þetta upp og hélt á þessu,
þetta var mjög þungt svo sá ég þráð-
inn og þá lagði ég þetta frá mér,“
segir Hermann Örn Sigurðarson sem
búsettur er í götunni.
Lögreglan mætti á vettvang og í
kjölfarið kom sérsveitin og sprengju-
sveitin einnig. Samkvæmt upplýs-
ingum frá lögreglunni er talið að um
rörasprengju hafi verið að ræða og
var hún fjarlægð. – sg / sjá síðu 8
Sprengja fannst í Kópavogi
uMhverFisMál Virkja á íbúa Fjarða-
byggðar í átaki gegn lúpínu sem
umhverfisstjóri sveitarfélagsins
segir ekki eiga heima í vistkerfinu.
Sú kenning að lúpínan græði upp
næringarsnauð svæði og hopi síðan
sé misskilningur.
„Hér er ekkert hatur gegn lúp-
ínu. Hún á bara ekki heima í okkar
vistkerfi,“ segir Anna Berg Samú-
elsdóttir, umhverfisstjóri Fjarða-
byggðar, um átak sveitarfélagsins
gegn útbreiðslu lúpínunnar.
Óskað er eftir þátttöku almennra
borgara í átakinu og er mun meiri
áhugi nú en í fyrra. – gar / sjá síðu 4
Átak gegn lúpínu í Fjarðabyggð
2
9
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
0
8
0
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
3
9
-6
0
C
C
1
D
3
9
-5
F
9
0
1
D
3
9
-5
E
5
4
1
D
3
9
-5
D
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
8
0
s
_
2
8
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K