Fréttablaðið - 29.06.2017, Síða 40
Elín
Albertsdóttir
elin@365.is
Heilsubælið í Gervahverfi eru einhverju vinsælustu íslensku grínþættirnir sem
gerðir hafa verið. Á þessu ári eru 30
ár síðan þeir fóru í loftið. Þættirnir
voru teknir upp í stúdíói Stöðvar
2 á Lynghálsi 5 og voru átta þættir
gerðir. Allir þeir sem eru komnir til
vits og ára muna eftir Saxa lækni,
dr. Sigríði, Hallgrími matsveini
sem elskaði hvítlauk, dr. Adolf,
Steina og Olla og öllum þessum
skemmtilegu karakterum.
Edda Björgvinsdóttir leik
kona skrifaði handrit ásamt Gísla
Rúnari Jónssyni og Ladda. Heilsu
bælið í Gervahverfi var framleitt af
Gríniðjunni og Íslenska sjónvarps
félaginu fyrir Stöð 2.
Fyrstu þættirnir fóru í loftið árið
1987 og Edda Björgvins minnist
þeirra með gleði. Hún rifjar upp að
þetta hafi verið ofboðsleg vinna,
dag og nótt. „Allir þættirnir voru
teknir upp á Lynghálsinum í þessu
fína stúdíói að undanskildum
útisenum og þetta var krefjandi
vinna,“ segir hún. „Þetta var mjög
magnað ævintýri. Þættirnir hafa
lifað alveg ótrúlega vel með þjóð
inni. Við vildum gera fleiri þætti á
sínum tíma en það var sífellt verið
að skipta um stjórnendur hjá Stöð
2 svo það varð aldrei úr því,“ segir
hún.
Hvítlaukurinn varð eiginlega
landsfrægur í þessum þáttum
og undir það tekur Edda. „Þarna
fékk hann uppreist æru í Hálsa
hverfinu,“ segir hún og hlær.
„Sparaðu hvítlaukinn, Hallgrímur
minn, hann kæfir mann út úr þér
óþefurinn,“ er fræg setning Saxa
læknis og félaga í þáttunum.
„Ég vissi ekki að þættirnir ættu
30 ára afmæli og það er alveg
ástæða til að gera eitthvað með
það. Heilsubælið vakti gríðarlega
athygli, það voru reyndar blendnar
tilfinningar, sumum fannst þetta
hryllilega gróft og ruddalegt á allan
hátt á meðan öðrum fannst þetta
stórkostlegt. Það væri gaman að sjá
þessa þætti aftur,“ segir Edda.
Heilsubælið er þrjátíu ára
Edda Björgvinsdóttir og Laddi í hlutverkum sínum í Heilsubælinu. Þetta var
mikil og krefjandi vinna, segir Edda en þættirnir voru teknir upp á Lynghálsi.
ALHLIÐA ÞJÓNUSTA FYRIR
STOÐTÆKI OG SPELKUR.
FAGLEG RÁÐGJÖF
Össur Stoðtækjaþjónusta
Grjótháls 1-3
110 Reykjavík
www.ossur.is
Sími: 515 1300
innanlandsdeild@ossur.com
Stoðtækjaþjónusta Höfuðstöðvar
Markmið okkar er að veita faglegar lausnir
sem bæta og auka lífsgæði fólks.
Auk sérsmíði á gervihöndum, gervifótum og
spelkum, eigum við fjölbreytt vöruúrval af
spelkum vegna stoðkerfisvandamála, slita í
liðum, slysa eða íþróttameiðsla.
Ef óskað er eftir sérhæfðum lausnum er mælt með
að bóka tíma hjá stoðtækjafræðingi í síma 515 1300
Einfaldari stuðningsvörur eru fáanlegar án
tímapantana. Opnunartími er kl. 08:30-16:00
VEISLUR/FYRIRTÆKI
615 3100
rakang@rakang.is
Frí sending á mat fyrir
fyrirtæki ef keypt er fyrir fleiri
en 5 manneskjur
SÍMANÚMER
571 3100
RAKANG THAI
Rótgróinn veitingastaður
á Höfðanum
STAÐSETNING
Lyngháls 4
110 Reykjavík
OPNUNARTÍMAR
Mán - Föst 11:00–21:00
Lau - Sun 17:00–21:00
333 krá dag*
365.is Sími 1817
*9.990.- á mánuði.
4 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . j ú n í 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R
2
9
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
3
9
-6
A
A
C
1
D
3
9
-6
9
7
0
1
D
3
9
-6
8
3
4
1
D
3
9
-6
6
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
8
0
s
_
2
8
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K