Fréttablaðið - 29.06.2017, Side 22

Fréttablaðið - 29.06.2017, Side 22
Ég geri athugasemdir við aug-lýsingu Skipulagsstofnunar á skýrslu vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Virkjanir í Þjórsá eru gríðarmiklar og umdeild- ar framkvæmdir, sem breyta ásýnd landsins og koma okkur almenningi mikið við. Starfsmenn Skipulags- stofnunar hafa farið eftir reglum og skyldum um hvernig skuli auglýsa kynningu á svona skýrslum, en ég sakna þess að engin sérstök áhersla virtist lögð á að auglýsingarnar næðu til almennings. Tilviljun var að auglýsing í lok hádegisfrétta 26. maí náði eyrum mínum. Þar var sagt að frummats- skýrsla vegna Hvammsvirkjunar væri í endurskoðun og almenn- ingi boðið að kynna sér skýrsluna og gera athugasemdir næstu sex vikur. Í fyrstu áttaði ég mig ekki á hvað nákvæmlega fælist í orðinu frummatsskýrsla en gat mér þess þó til. Skýrara hefði verið að tala um endurskoðun skýrslu frá árinu 2004 um mat á umhverfisáhrifum. Ég var svo heppin að heyra þessa auglýsingu og tók eftir henni vegna þess að ég þekki það svæði sem áformað er að fari undir virkjun og lón og áttaði mig á alvöru málsins. Ýmsir þeir sem ég hef spurt og láta sig þessi mál varða höfðu ekki heyrt skýrsluna auglýsta né kynningar- fundina. Ég hringdi í verkefnastjóra Landsvirkjunar og bað um að fá skýrsluna í hendur, það var auðsótt. Mér var í leiðinni bent á kynningar- fundina þrjá, sem ég hafði ekki haft hugmynd um. Athugasemdir fyrir 6. júlí Mín skoðun er að Skipulagsstofnun ætti að bera ábyrgð á að mikilvæg mál sem þessi komist örugglega til skila til almennings og að stofn- unin mælist til þess við fjölmiðla að þeir taki málið til umfjöllunar. Eflaust hefur Ríkissjónvarpið fengið þessa tilkynningu eins og Ríkisútvarpið, en hvort þar hafi auglýsingunni verið komið á fram- færi veit ég ekki, þeim ber víst ekki skylda til þess. Skipulagsstofnun ætti að sjá til þess að ríkisreknir fjölmiðlar, eins og útvarp og sjónvarp, hefðu góðar kynningar og umræður um jafn umdeilda og óafturkræfa fram- kvæmd. Kynningarfundir Landsvirkjunar voru auglýstir á vef stofnunarinnar og í Lögbirtingablaðinu og ýmsum dagblöðum sem gefin eru út á landsvísu, einnig í fjölmiðli sem þeir ætla að nái til þeirra sem búa nærri framkvæmdasvæði. Gott er að taka mið af þeim sem búa nálægt svæðinu og bendi ég á að mjög mikil andstaða við þessa virkjun er í Gnúpverjahreppi. www.verndumthjorsa.is. Við búum í lýðræðisríki og sanngjarnt væri að gagnrýnendur virkjunarinnar gætu kosið sína full- trúa sem væru á launum hjá hinu opinbera eins og hönnuðir og verk- efnastjórar framkvæmdaaðilanna. Þeir gætu þá kynnt sér málin vel og unnið faglega og án fordóma og þannig kæmist jafnvægi í mikil- væga orðræðu. En almenningi er boðið að kynna sér framkvæmd virkjunarinnar á sex vikum nú í byrjun sumars í vel gerðri, 144 blaðsíðna langri frummatsskýrslu. Þar eru metin sérstaklega áhrif virkjunar á útivist og landslag og ásýnd lands. Athugasemdum þarf að skila til Skipulagsstofnunar fyrir 6. júlí. Fjársjóður til framtíðar Í skýrslunni er mikið af ljósmynd- um af fyrirhuguðu virkjunarsvæði. Sama ljósmyndin er endurtekin tvisvar til að sýna framkvæmda- svæðið fyrir og eftir fyrirhugaðar framkvæmdir. Önnur myndin er „fótósjoppuð“ til að sýna fram- tíðarásýndina. En ég geri athuga- semdir við að miklu færri myndir í skýrslunni sýna ásýnd frá Landsveit vestur yfir, frá grónum bökkum Þjórsár norðan Skarðsfjalls, þar sem fyrirhugað er að byggja stíflu- garð. Þar væri fróðlegt að sjá saman- burð mynda, fyrir og eftir fyrirhug- aðan garð. Hann verður margra kílómetra langur og um 5 metra hár mælt frá núverandi landhæð, þar sem Skarðsselstóftir kúra enn. Tóftirnar munu fara undir stíflu- garðinn og einnig mun garðurinn byrgja sýn vestur yfir, þar sem nú er fagurt útsýni yfir straumþungt fljótið, kjarrivaxnar eyjar og sker, yfir á fellin handan fljótsins og búsældarlega sveitina. Og ef við horfum í aðrar áttir þá tekur við í fjarska fjallahringur. Það segir sig sjálft að þarna mun hljóðheimurinn einnig gjörbreytast. Undanfarin sumur hef ég komið á þetta svæði. Það er í einkaeign; hagi fyrir búpening og lítil umferð manna síðan byggð lagðist af í Skarðsseli fyrir miðja síðustu öld. Þar sjást ekki erlendir ferðamenn, en við vitum að landið er ekki síður verðmætt þótt öngvir séu ferða- mennirnir. Fagurt óspillt landslag er verðmætt í sjálfu sér og fjársjóður til framtíðar. Þetta svæði býr yfir töfrum, sem verða nú dýrmætari með hverju ári sem líður. Þar sem við erum öll vörslu- menn náttúrunnar með þá skyldu að koma henni sem heilbrigðastri áfram til næstu kynslóða, þá höfum við ekki heimild til að eyðileggja þessa fallegu landslagsheild, þar sem rætur okkar og saga liðinna kynslóða liggur í jörðu og fléttast saman við sögu náttúruaflanna. Eða erum við sem búum á Íslandi svo fátæk og aðframkomin að fórna verði fegurð landsins vegna áætlaðr- ar vöntunar á rafmagni eftir 10 ár? Væri ekki betra að loka einu álveri, til dæmis? Því ef við eyðileggjum dýrmætin sem við eigum þá verðum við fátæk. Það sem meira er að útgerðar-menn eru farnir að njósna markvisst um sjómenn um hvað þeir eru að segja og hverrar skoðunar þeir eru. Þetta fékkst ærlega staðfest í verkfallinu. Núna eru svo hreinsanir hafnar og sjó- menn sem „gengu ekki í takt“ eins og það kallast eru þegar farnir að gjalda með atvinnumissi.“ (Úlfar Hauksson vélstjóri 27. júní 2017). Vorið 1990 gerðist Alþingi Íslend- inga „þjófþing“ og samþykkti lög um frjálst framsal fiskveiðiheimilda. Þar með var íslensku þjóðfélagi skipt niður í tvær meginstéttir á grund- velli yfirráða yfir dýrmætustu sam- eign þjóðarinnar: Annars vegar gjafa- kvótaeigendur sem nýttu auðlind þjóðarinnar sjálfum sér til fénýtingar og brasks. Hins vegar venjulegir Íslendingar sem ekki nutu réttmætra eigna sinna. Allar götur síðan hefur krabba- mein gjafakvótakerfisins nagað rætur íslenska lýðveldisins. Ráða- menn brugðust þjóð sinni en kusu að lúta útgerðarauðvaldinu og þiggja í staðinn fé og stuðning sægreifanna – eins og Styrmir Gunn- arsson lýsir vel í bók sinni Umsátrið – Fall Íslands og endurreisn (2009). Þorri Íslendinga hefur hins vegar aldrei fallist á gjafakvótakerfið og ægivald útgerðarmanna. Ítrekaðar skoðanakannanir sýna yfirgnæf- andi andstöðu þjóðarinnar. Ráða- stéttin hefur samt ítrekað hundsað vilja fólksins um kerfisbreytingu. Þar halda engin loforð stjórnmála- flokka fyrir kosningar – nú síðast fyrir alþingiskosningar 2016. Illa fenginn auður virðist hins vegar skapa ótta meðal gjafakvóta- eigenda um að missa núverandi for- réttindi. Einkum skulu sjómenn lúta valdi þeirra og vilja í einu og öllu. Á nýliðnum vetri áttu sjómenn í langvarandi verkfallsátökum við útgerðarmenn. Samningurinn var umdeildur í röðum sjómanna en nærri helmingur greiddi atkvæði á móti. Sumir útgerðarmenn í röðum stærstu gjafakvótaeigenda hafa nú gripið til örþrifaþrifa: Laumuðu sér inn á lokaðar fésbókarsíður sjó- manna þar sem skipst var á skoð- unum og upplýsingum í verkfall- inu. Síðan voru „óþægir“ sjómenn pikkaðir út og haldið í óvissu á uppsagnarfresti mánuðum saman án þess að vita hvort þeir haldi starfi sínu og lífsviðurværi. Sumir hafa þegar goldið fyrir skoðanir sínar með atvinnumissi. Íslenska lýðveldið er einfaldlega í siðferðilegri upplausn. Endurreisnin eftir Hrun er öll í molum. Því fer fjarri að þar sé fyrst og fremst við útgerðar- menn að sakast. Alþingi Íslendinga bjó til forréttindakerfi gjafakvóta- eigenda. Réttarkerfið í landinu þarf einnig þegar í stað að rannsaka upp- lýsingar um að á Íslandi sé fólk svipt grundvallarmannréttindum. Rétt- arríkið á að vernda alla gegn hvers konar ofbeldi og kúgun. Upplýsingar um skoðanakúgun og ofbeldi útgerðarmanna Fregnir af válegum atburðum berast okkur í gegnum fjöl-miðla daglega. Sá fjöldi fregna er aðeins brotabrot af þeim mikla fjölda útkalla sem sjúkraflutningamenn og aðrir viðbragðsaðilar koma að. Alvar- leg veikindi samborgara okkar rata yfirleitt ekki í fjölmiðla, enda oft og tíðum persónuleg einkamál hvers og eins. Þetta veit ég úr starfi mínu sem lögreglumaður. Á undanförnum árum hefur útköllum fjölgað mikið, bæði þar sem alvarleg slys hafa orðið en einn- ig vegna alvarlegra veikinda. Þessum útköllum þarf að sinna og oft og tíðum eru þetta verkefni sem þola enga bið. Fyrstu viðbragðsaðilar í aðhlynn- ingu slasaðra og veikra eru þeir aðilar sem sinna svokallaðri utanspítala- þjónustu, þ.e. þeir sem inna af hendi inngrip sitt bæði á vettvangi og á leið á sjúkrahús – hvort heldur sem er í sjúkrabifreið eða í sjúkraflugi. Fyrstu viðbrögð geta verið þau sem hafa mest áhrif og skipta sköpum fyrir bata og líf þess slasaða; hvort hann nái heilsu á ný eða jafnvel nái að lifa slys eða veikindi af. Við sem byggjum þetta land verðum að geta treyst því að utanspítalaþjónusta sé öflug og örugg. Þá verða einstakling- ar sem starfa innan hennar að geta treyst því að bæði menntun þeirra og þjálfun sé eins góð og best verður á kosið. Enn fremur verða þessir aðilar að geta treyst því að sá búnaður sem nauðsynlegur er til aðhlynningar sé fullkominn og til staðar. Ekki eitthvert „hobbí“ Víða sinna sjúkraflutningamenn utanspítalaþjónustu til hliðar við sitt aðalstarf. Staðreyndin er sú að störf sjúkraflutningamanna eru ekki eitthvert „hobbí“ sem stjórnvöld geta ætlast til að einstaklingar sinni af áhuga til hliðar við sitt aðalstarf. Utanspítalaþjónusta er dauðans alvara og hana ber að líta á sem slíka, bæði hvað varðar menntun og þjálfun sjúkraflutningamanna, búnað þeirra og starfsskilyrði en ekki síður kjör þeirra. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa okkar borgaranna og þeirra er sækja landið okkar heim að geta treyst því að hér berist fullnægjandi aðstoð á sem stystum tíma er alvarleg veik- indi eða slys bera að höndum. Til að fullnægjandi aðstoð berist í tíma er nauðsynlegt að tryggja að hlúð sé að utanspítalaþjónustu um allt land. Nú liggur á að fylla upp í þá bresti sem eru komnir í kerfið til að koma í veg fyrir frekara tjón. Síðast en ekki síst er mikilvægt að þeir sem sinna þessari þjónustu hafi hana að aðalstarfi enda eru verkefnin ærin, krefjandi og erfið. Utanspítalaþjónusta er dauðans alvara Svanur Kristjánsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands Þuríður B. Ægisdóttir stjórnmála- fræðingur, MA í alþjóða- samskiptum Víða sinna sjúkraflutninga- menn utanspítalaþjónustu til hliðar við sitt aðalstarf. Opið bréf til Skipulagsstofnunar og Alþingis - Hvammsvirkjun Borghildur Óskarsdóttir myndlistarkona gæði... ending… ánægja. skoðaðu úrvalið á Weber.is Regalofagmenn www.regalo.is Fríða Rut Heimisdóttir Hárgreiðslumeistari Veldu með hjartanu 100% vegan hárvörur frá Maria Nila. Head & Hair Heal verndar lit hársins, örvar hárvöxt og vinnur á móti hárlosi, þurrum hársverði og flösu ásamt því að vera bólgueyðandi. Sjampóið og hárnæringin eru hönnuð til daglegra nota fyrir alla. Maskan má nota 1-2 í viku. Allar vörurnar í línunni innihalda vegan innihaldsefni, en hvorki súlföt, paraben né aðra ofnæmisvalda. Regalo ehf Iceland Þar sem við erum öll vörslu- menn náttúrunnar með þá skyldu að koma henni sem heilbrigðastri áfram til næstu kynslóða, þá höfum við ekki heimild til að eyðileggja þessa fallegu landslagsheild, þar sem rætur okkar og saga liðinna kynslóða liggur í jörðu og fléttast saman við sögu náttúruaflanna. 2 9 . j ú n í 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R22 s k o ð U n ∙ F R É T T A B L A ð I ð 2 9 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 8 0 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 3 9 -6 F 9 C 1 D 3 9 -6 E 6 0 1 D 3 9 -6 D 2 4 1 D 3 9 -6 B E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 8 0 s _ 2 8 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.