Fréttablaðið - 29.06.2017, Síða 32

Fréttablaðið - 29.06.2017, Síða 32
saumavélina. Hún vóg 15 kíló og því ágætis vörkát að vinna með hana,“ segir hún glettin. Hátt spennustig Sjálf útskriftarsýningin gekk vel þrátt fyrir dálítið stress baksviðs. „Þetta gekk furðuvel, þrátt fyrir ýmsar uppákomur. Til dæmis festist eitt módelið í skó. Svo var ég var bara með fjórar kórónur fyrir sjö alklæðnaði, svo ég stóð við dyrnar þar sem módelin komu inn, greip kórónuna af hausnum á þeirri fyrstu, hljóp með hana og skellti á hausinn á þeirri sem var á leiðinni út, og svo koll af kolli.“ Vinna með hrosshúðir Kristín hefur ýmislegt á prjón- unum á næstunni. „Í sumar er ég að vinna að skemmtilegu verk- efni með vinkonu minni Valdísi Steinarsdóttur sem útskrifaðist í vor úr vöruhönnun. Við fengum styrk frá Nýsköpunarsjóði náms- manna til að kanna nýtingar- möguleika íslenskra hrosshúða sem hráefnis í hönnunarvöru. Við fylgjum skepnunni eftir frá slátur- húsinu, sútum skinnið, búum til efni sem líkist plasti eða leðri og erum að finna nýjar leiðir til að nýta eitthvað sem oft er hent eða sent úr landi. Þarna eru fjölmargir möguleikar sem ekki virðast hafa verið mikið kannaðir áður og þetta er mikil og spennandi vinna. Við lærum að bera virðingu fyrir hand- verkinu sem liggur að baki og við lærum líka mikið hvor af annarri,“ segir Kristín. Þeir sem vilja fylgjast með þessu spennandi verkefni geta skoðað Instagram-reikning þeirra vin- kvenna, 2trippin. Mig langaði að vekja fólk til umhugsunar um hvað það er sem gerir hluti verð- mæta, hvort það er efnið sem notað er í þá, eða vinnan sem liggur að baki þeim. Þetta gerði ég til dæmis með því að búa til gervi krókódíla- leður úr byggingarsilíkoni og vísaði þannig í dýrt efni en bjó það sjálf til með afar tímafrekri aðferð,“ segir Kristín sem lék sér þannig með hug- myndina um gervi og alvöru, fölsun og verðmæti. „Línan mín fjallar þannig um mannlegt eðli, greddu og græðgi. Ég bræði saman aristó- krasíu og pönk, nota til dæmis efni sem maður tengir frekar við verkamannavinnu eins og silíkon og járnskrúfur og sný þeim upp í andhverfu sína. Mér finnst gaman þegar eitthvað lítur út fyrir að vera dýrmætt úr fjarlægð en er svo aug- ljóslega plat þegar nær er komið. Þetta er líka svo ágæt myndlíking fyrir margt í lífinu.“ Lítið sofið Hálfs árs vinna lá í útskriftar- verkefninu. „Vinnan jókst jafnt og þétt og síðan var lítið sofið síðustu tvo mánuðina. Systir mín sem býr í Noregi var svo yndislegt að koma heim og var hjá mér að sauma og klára,“ segir Kristín sem bjó sjálf til mikið af þeim efnum sem hún notaði. „Það tók langan tíma og svo voru sum mjög erfið í saumaskap. Það þurfti til dæmis að smyrja eina kápuna með varasalva til að geta troðið henni í gegnum Gredda og græðgi Útskriftarverkefni Kristínar Karls- dóttur úr fatahönnunardeild Lista- háskóla Íslands fjallaði um mannlegt eðli, greddu og græðgi. „Línan mín fjallar þannig um mannlegt eðli, greddu og græðgi. Ég bræði saman aristó­ krasíu og pönk, nota til dæmis efni sem maður tengir frekar við verkamanna­ vinnu eins og silíkon og járn­ skrúfur og sný þeim upp í and­ hverfu sína. Mér finnst gaman þegar eitthvað lítur út fyrir að vera dýrmætt úr fjarlægð en er svo augljós­ lega plat þegar nær er komið,” segir Kristín Karlsdóttir. Mynd/Ernir Mynd/LEifur WiLbErG OrrasOn Mynd/LEifur WiLbErG OrrasOn Mynd/LEifur WiLbErG OrrasOn Mynd/daníEL ÁGúst ÁGústssOn Mynd/daníEL ÁGúst ÁGústssOn Sólveig Gísladóttir solveig@365.is Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 Flott sumarföt, fyrir flottar konur Leiðbeinendur eru: Halla Birgisdóttir fararstjóri, Pétur Björnsson konsúll Ítalíu á Íslandi, Jónas Þór fararstjóri, Höskuldur Frímannsson viðskiptafræðingur, Ómar Valdimarsson blaðamaður, Magnús Björnsson fararstjóri í Kína, Pétur Óli Pétursson fararstjóri í Rússlandi, Bjarni Randver Sigurvinsson kennari við Guðfræðideild H.Í., Sr. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur. 4 KynninGarbLaÐ fÓLK 2 9 . j Ú n Í 2 0 1 7 f i M Mt u daG u r 2 9 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 8 0 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 3 9 -B 9 A C 1 D 3 9 -B 8 7 0 1 D 3 9 -B 7 3 4 1 D 3 9 -B 5 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 8 0 s _ 2 8 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.