Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.06.2017, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 29.06.2017, Qupperneq 30
Íslendingar eru heillaðir af drónum og engin furða. Landið okkar er ægifagurt og býður upp á brjálæðislega flottar upptökur úr þessum fljúgandi myndavélum,“ segir Sigurður Helgason, eigandi verslunarinnar DJI Reykjavík, sem var opnuð með pompi og prakt á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní. Verslunin var opnuð í samstarfi og umboði DJI, sem er stærsti framleiðandi dróna á heimsvísu, fremstur í þróun nýjunga og með áttatíu prósenta markaðshlutdeild í sölu dróna í heiminum. „DJI hefur sent okkur langt inn í framtíðina. Nú er til dæmis hægt að fá lítinn sjálfu-dróna (e. selfie) sem er hannaður til að elta eiganda sinn. Hann þekkir andlit hans og gætir þess að mynda hann, hvert sem hann fer og hvað sem hann gerir. Honum er einfaldlega kastað á loft úr lófa og þá hlýðir hann handahreyfingum eiganda síns um að fara upp eða til hliðar, eins og hugur manns. Síðan lendir hann í lófanum þegar búið er að mynda,“ segir Sigurður um það tækniundur sem drónar sannarlega eru. Það er ævintýri líkast að fara inn í DJI Reykjavík, við hliðina á Hard Rock Café í Lækjargötu. „Já, það er sannkölluð upplifun því í búðinni er stórt flugbúr fyrir dróna. Þar fljúgum við drónum fyrir viðskiptavini og það er til- komumikið að sjá dróna úr lofti í nálægð. Þá er verkstæði í búðinni og hér verður miðstöð dróna- áhugamanna þar sem við komum til með að halda námskeið, fræðslu og fyrirlestra, auk myndasam- keppna af ýmsu tagi,“ útskýrir Sigurður kátur. Sigurður hefur um árabil rekið verslunina iStore í Kringlunni en var hvattur til að opna sérstaka DJI verslun af framleiðandanum ytra vegna einstakra viðtaka og velgengni DJI dróna hér á landi, bæði meðal Íslendinga og erlendra ferðamanna. „DJI er einstaklega skemmtilegur framleiðandi. Vöruþróun er hröð og nýjungar berast á eins til tveggja mánaða fresti. Að sjálfsögðu erum við framarlega í röðinni að fá allt það nýjasta til okkar og verslunin er full af spennandi fylgihlutum.“ Sigurður hefur þá framtíðarsýn að drónar verði jafn algengur bún- aður og ljósmyndavélar eru nú. „DJI drónar eru einkar meðfæri- legir og auðvelt að fljúga þeim. Hætta á hrapi er hverfandi því drónarnir eru orðnir svo hátækni- legir að þótt manni fipist, eða maður sleppir takinu í stressi, hangir dróninn kyrr í loftinu og bíður næstu skipunar. Drónar leika í höndunum á flestum og eru mun auðveldari í notkun en margur gæti ímyndað sér,“ segir Sigurður, sem fer ekki úr húsi án dróna. „Meira að segja þegar ég fer í spássitúr með barnavagninn, enda veit maður aldrei hvað verður á vegi manns. Drónar gefa minn- ingasafninu nýjan blæ og aðra sýn á umhverfið. Þannig sjá fæstir hvað fjallgöngumaður hefur afrekað þegar hann tekur af sér sjálfu á toppnum, en með dróna dylst engum hvar hann er.“ Í því samhengi segir Sigurður dróna vera draumatæki fyrir ferða- þjónustur. „Til dæmis er hægt að fá DJI gleraugu sem sjá allt sem myndavél drónans sér á sinni ferð og með því hægt að leyfa öðrum að horfa með augum drónans á það sem annars væri þeim ómögulegt, eins og ókleifa staði í náttúrunni þar sem enginn kemst nema fuglinn fljúgandi. Háskerpan í gleraug- unum er svo nákvæm, áhrifamikil og stórkostleg að sumir finna fyrir lofthræðslu við áhorfið.“ Vinsælasti dróninn í DJI Reykjavík er Mavic Pro, sem tekur samanbrotinn álíka pláss og lítil vatnsflaska. „Mavic Pro er nettur en mjög öflugur, með árekstraskynjara og frábær myndgæði. Næstur á vinsældalistanum er Phantom 4 Pro, með 20 megapixla myndavél, árekstraskynjara allan hringinn og mikla ljósnæmni; tekur 60 ramma á sekúndu í 4k. Báðir eru byltingarkenndir drónar á verði fyrir almenna notendur.“ DJI Reykjavík er í Lækjargötu 2a í Reykjavík. Sjá meira á dji.is. Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433 DJI Reykjavík er glæsileg verslun með flugbúri, verkstæði og heildstæðu úrvali DJI dróna. Verslunin er einnig miðstöð drónaáhugamanna því þar verður boðið upp á námskeið, fræðslu og fyrirlestra. Með DJI gleraugu geta notendur horft á heiminn með augum drónans. Framhald af forsíðu ➛ Matrice 600 Pro er með stærstu drónum á markaðinum og einkum notaður við kvikmynda- gerð. Dróni fer þangað sem enginn kemst nema fuglinn fljúgandi. Háskerpan í gleraug- unum er svo nákvæm, áhrifamikil og stórkost- leg að sumir finna fyrir lofthræðslu við áhorfið. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . j ú n Í 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 2 9 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 8 0 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 3 9 -B E 9 C 1 D 3 9 -B D 6 0 1 D 3 9 -B C 2 4 1 D 3 9 -B A E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 0 s _ 2 8 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.