Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.06.2017, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 29.06.2017, Qupperneq 44
Strætó er með aðalstöðvar sínar á Hesthálsi 14. Þangað fara strætisvagnar til að „sofa“ og þar eru skrifstofur fyrir- tækisins. Þangað er einnig hægt að sækja það sem týnist og gleymist í strætóum. Þeir sem telja sig hafa týnt persónulegum munum geta byrjað á því að skoða óskilamuni á Pinterest síðu Strætó. Einnig er hægt að hringja í síma 540-2707 milli klukkan 12.30-15 á virkum dögum eða senda tölvupóst á oski- lamunir@straeto.is. Hægt er að vitja óskilamuna milli klukkan 12.30 og 15 á Hesthálsi en það verður þó að gera innan árs frá því hluturinn týndist því óskilamunir eru aðeins geymdir í eitt ár. Eftir það er fatnaður gefinn til Rauða krossins en öðrum óskilamunum fargað. Matvæli sem finnast eru að jafnaði geymd í tvo daga. Ef taka á strætó upp á Hestháls er best að taka leiðir 15 og 18 sem stoppa við Vestur- lands- veg/ Viðar- höfða. Í óskilum á Hálsinum Rammíslenska þjóðarrétti er að finna í nánast öðru hverju húsi í Hálsahverfinu. Matur, drykkur eða desert? Háls- arnir eru uppspretta þessa alls og mætti jafnvel kalla hverfið vöggu íslenskrar matarmenningar. Hver kannast ekki við fullyrðinguna um að Íslendingar borði SS pylsur og við erum gjörn á að monta okkur af skyrinu við útlendinga. Hangi- kjöt er í hugum margra ómissandi hluti jólanna, Malt og Appelsín skyldudrykkur með og þá fær Sír- íus súkkulaði íslenska bragðlauka heldur betur á á flug. Kleinur, flatkökur, rúgbrauð, súkkulaði, lakkrís, malt, rúlluterta, rúllupylsa, hvaðan kemur allt þetta góðgæti sem Íslendingar búsettir erlendis grátbiðja um þegar heimþráin er að buga þá? Það er nánast sama hvar borið er niður í þjóðlegum mat og drykk allt virðist þetta eiga rætur sínar að rekja í Hálsahverfið. Ömmubakstur á Lynghálsi sér um kleinurnar, Sláturfélag Suðurlands á Fosshálsi um pylsurnar og Esja gæðafæði á Bitruhálsi um hangi- kjötið, Mjólkursamsalan er í sömu götu og mokar út skyri og Mjólka býr til skyrtertur, Emmessís græjar ísinn og þá eru Ölgerðin og Coca-cola í hverfinu. Súkkulaði og lakkrís fyrir nammigrísinn? Það eru að minnsta kosti tvær sælgæt- isgerðir í Hálsahverfinu, Nói Síríus og Kólus. Hálsarnir komast ansi nærri því að mega kallast vagga íslenskrar matarmenningar. Vagga íslenskrar matarhefðar Það var lítil byggð í Hálsahverfinu árið 1968 sem sést hér til vinstri á myndinni. MYND/FRÉTTABLAÐIÐ Það er heldur fátæklegt um að litast í Hálsahverfinu árið 1968 þegar þessi mynd er tekin. Á hægri hönd er Árbærinn þar sem blokkirnar við Hraunbæ eru mest áberandi. Fjögur stærri hús eru þó sýnileg í Hálsahverfinu, vinstra megin við Bæjarhálsinn. Húsið fyrir miðju er hluti þeirra bygginga sem standa í dag við Stuðlaháls 2, þar sem verslunar-, lager- og skrifstofuhús ÁTVR eru til húsa. Í dag hýsir byggingin dreifingarmið- stöð ÁTVR ásamt framleiðslu neftóbaks. Húsið þar fyrir neðan er kyndistöð Hitaveitunnar sem byggð var árið 1967 og stendur við Bæjarháls 1. Þar voru stórir og miklir olíukatlar sem kyntir voru í kaldri tíð á árum áður til að skerpa á bakrásarvatni hitaveitunnar svo það mætti að nýta það aftur til kyndingar. Í dag er húsið flokkað sem fasteign í bið þar sem verið er að finna not fyrir hana innan Orkuveitunnar. Efst standa tvær byggingar, þar sem í dag er Tunguháls 2 og 3. Neðra húsið hýsir í dag fyrirtækið Orkuvirki en þar var upphaflega kaffibrennsla Ó. Johnson & Kaaber til húsa. Húsið var hannað af Gunnari Hansen arki- tekt og er eitt af fyrstu húsum sem hannað var sem verksmiðja á Íslandi. Þar fyrir ofan er Tunguháls 2, húsnæði sem í dag hýsir Þvottahús spítalanna. Á upphafsárum Hálsahverfisins 5x38 SKRÁÐU ÞIG Á 365.IS Fullt af gagnamagni fyrir aðeins minna. SUMARLEIÐIN 8 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . j ú n í 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 2 9 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 8 0 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 3 9 -8 3 5 C 1 D 3 9 -8 2 2 0 1 D 3 9 -8 0 E 4 1 D 3 9 -7 F A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 8 0 s _ 2 8 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.