Fréttablaðið - 29.06.2017, Side 39

Fréttablaðið - 29.06.2017, Side 39
Hekla var stofnuð árið 1933 og er í dag umboðsaðili Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi á Íslandi. Hekla Notaðir bílar er á Kletthálsi 13 og hefur verið þar frá árinu 2015 þegar starfsemi var orðin of stór til að rúmast hjá Heklu á Lauga- veginum. Hjá Heklu Notuðum bílum er einn stærsti sýningar- salur fyrir notaða bíla á landinu eða 1.350 fermetra hlýr og nota- legur innisalur. Auk þess er afar rúmt útisvæði í kringum húsið sem tekur allt að 180 bíla. Auðvelt er að keyra um svæðið og skoða úrvalið. Reynslumiklir sölumenn Hjá Heklu Notuðum bílum starfa fimm reyndir sölumenn, auk Ármanns Sigmarssonar sölustjóra, sem flestir eru löggiltir bílasölu- menn og afar reynslumiklir. „Við erum með góðan hóp fólks í vinnu og tveir eru með yfir tuttugu ára reynslu í bransanum en sjálfur hef ég starfað við bílasölu í fimmtán ár. Sýningarsalurinn okkar er mjög stór og rúmur og með þeim stærstu á landinu. Við erum með standsetningu á staðnum þar sem góður hópur fólks starfar við að halda bílunum okkar við og flott bílaplan með sér stæði fyrir rafbíla. Svo bjóðum við líka upp á gott kaffi og hafsjó af vitneskju um bíla. Við leggjum okkur fram við að finna bíl sem hentar þér og fjölskyldunni.“ Gott úrval bíla Á Kletthálsi er boðið upp á allar gerðir notaðra fólks- og atvinnu- bíla með áherslu á þá bíla sem Hekla hefur umboð fyrir en einnig er að finna fjölbreytt úrval annarra merkja, segir Ármann. „Nýir bílar koma næstum daglega inn á söluskrá hjá okkur og þeir bílar sem eru í eigu Heklu eru alltaf söluskoðaðir sem mörgum þykir öryggi í. Á heimasíðu okkar, www.hnb.is, er að finna allar helstu upplýsingar um bílana okkar. Við leggjum áherslu á ítar- legar upplýsingar og að vera með góðar myndir. Á heimasíðunni má einnig finna flokkinn Tilboðs- bílar þar sem boðið er upp á úrval nýlegra og notaðra bíla á tilboðs- verði. Síðan okkar er í stöðugri uppfærslu og því úrvalið stöðugt að breytast.“ Ýmsar fjármögnunarleiðir Sölumenn sækja um fjármögnum hjá öllum fjármögnunarfyrirtækj- um á Íslandi fyrir viðskiptavini sína. „Það er mismunandi hvað hentar hverjum aðila fyrir sig. Einnig má geta þess að við tökum notaða bíla upp í notaða bíla sem gerir allt ferlið mun auðveldara. Við leggjum okkur fram við að aðstoða þig og gera kaupin sem einföldust og þægilegust.“ Spennandi nýjungar Ármann kveðst hafa fundið fyrir auknum áhuga á vistvænum bílum síðustu misserin. Hann segir þann áhuga fara ört vaxandi og því sé úrvalið á notuðum vist- vænum bílum að aukast. „Hekla er með mesta úrvalið í vistvænum bílum, þar má nefna Volkswagen e-Golf og e-up! sem keyra ein- göngu á rafmagni, tengiltvinn- bílana Volkswagen Golf GTE, Volkswagen Passat GTE, Audi A3 e-tron og Mitsubishi Outlander PHEV sem keyra allir á rafmagni og bensíni en flestir ökumenn komast allar sínar daglegu ferðir á rafmagninu einu saman. Svo má ekki gleyma Audi Q7 e-tron sem keyrir á dísil og rafmagni. Einnig höfum við verið með gott úrval af metanbílum sem ganga flestir fyrir metani og bensíni en þar má nefna útgáfur af Skoda Octavia, Volkswagen Golf, Volkswagen Passat og Volkswagen Caddy. Úrvalið og tæknin er sífellt að breytast og aukast. Við hvetjum fólk til að leita til sölumannanna okkar og spyrja um alla þessa nýju kosti. Við erum til staðar til að aðstoða og upplýsa fólk sem er í bílahugleiðingum,“ segir Ármann. Aukið úrval vistvænna bíla Einn stærsta sýningarsal landsins fyrir notaða bíla má finna hjá Heklu Notuðum bílum á Kletthálsi. Reynslumiklir sölumenn aðstoða viðskipta- vini við að finna rétta bílinn sem hentar aðstæðum hverju sinni. „Sýningarsalurinn okkar er mjög stór og rúmur og með þeim stærstu á landinu. Við erum með standsetningu á staðnum þar sem góður hópur fólks starfar við að halda bílunum okkar við og flott bílaplan með sér stæði fyrir rafbíla,“ segir Ármann Sigmarsson, sölustjóri Heklu Notaðra bíla. MYNDIR/ANTON BRINK Sölumenn Heklu Notaðra bíla (f.v.): Guðni Eðvarðsson, Bjarki Steingrímsson, Ármann sölustjóri, Ottó Geir Haraldssson og Sigurvin Dúi Bjarkason. Stór og rúmgóður sýningarsalurinn hýsir fjölda bifreiða við allra hæfi. Utan þess að hafa einn stærsta sýningarsal landsins býður Hekla Notaðir bílar líka upp á afar rúmt útisvæði í kringum húsið sem hýsir allt að 180 bíla. Aukinn áhugi almennings á vistvænum bílum hefur leitt til þess að úrvalið hjá Heklu Notuðum bílum hefur aukist síðustu misserin. KYNNINGARBLAÐ 3 F I M MT U DAG U R 2 9 . j ú N í 2 0 1 7 2 9 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 8 0 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 3 9 -6 F 9 C 1 D 3 9 -6 E 6 0 1 D 3 9 -6 D 2 4 1 D 3 9 -6 B E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 8 0 s _ 2 8 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.