Fréttablaðið - 29.06.2017, Page 28

Fréttablaðið - 29.06.2017, Page 28
Íslensk sveitarfélög eru 74 talsins og hefur þeim fækkað um meira en helming í kjölfar sameininga frá árinu 1990. Starfsemi sveitarfélaga er skipt í A- og B-hluta. Undir A-hluta falla lögbundin verk- efni ásamt öðrum tilfallandi verk- efnum sem að hluta til eða öllu leyti eru fjármögnuð með skatttekjum. Dæmi um slík verkefni eru rekstur leikskóla og grunnskóla, staðbundin félagsþjónusta og málefni fatlaðra. Í B-hluta eru fyrirtæki/stofnanir sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitar- félagsins, eða eru að meirihluta á ábyrgð þess og rekin sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar. Fyrirtæki/stofn- anir í B-hluta eru að mestu eða öllu leyti fjármagnaðar með þjónustu- gjöldum. Dæmi um fyrirtæki í B-hluta eru hafnarsjóður, vatnsveita, rafveita, hitaveita, fráveita og sorphirða. Í nýútgefinni skýrslu okkar um sveitarfélögin [EOH1] kemur fram að tekjur A- og B-hluta starfsemi sveitar- félaga námu 371 ma.kr., og jukust um 8% á árinu 2016. Hefur tekjuvöxtur samstæðu sveitarfélaganna ekki verið eins hraður frá árinu 2007. Gjöld A- og B-hluta námu 326 mö.kr. og jukust um 0,2% á árinu 2016. Þar sem að tekjur jukust hlutfallslega meira (8%) en gjöld (0,2%) batnaði rekstrarniður- staða samstæðunnar fyrir fjármagns- og óreglulega liði umtalsvert og hækkaði úr tæpum 18 mö.kr. í rúma 45 ma.kr., eða um 152%. Rekstrar- reikningur sveitarfélaganna litaðist talsvert af hækkandi launakostnaði og lífeyrisskuldbindingum á árunum 2014 og 2015 vegna kjarasamninga og breyttra forsenda varðandi dánar- og lífslíkur. Á árinu 2016 hækkuðu laun og launatengd gjöld ásamt líf- eyrisskuldbindingum minna. Veldur þetta, ásamt miklum tekjuvexti, því að rekstrarniðurstaða sveitarfélag- anna fyrir fjármagns- og óreglulega liði batnar með fyrrgreindum hætti á árinu 2016. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta að teknu tilliti til fjármagns- og óreglulegra liða nam 46,4 mö.kr. á árinu 2016 og batnaði um 48,6 ma.kr. frá árinu 2015 þegar hún var -2 ma.kr. Skýringin felst m.a. í lægri fjármagns- gjöldum á árinu 2016 m.a. sökum lægri skuldsetningar og hagstæðara lánaumhverfis. Einnig jukust tekjur vegna óreglulegra liða umtalsvert á milli áranna. Heildarskuldir sveitarfélaganna námu rúmum 569 mö.kr. á árinu 2016 og lækkuðu um 3,3% frá árinu 2015. Hafa sveitarfélögin lækkað langtímaskuldir sínar um rúma 174 ma.kr. frá því að þær stóðu hæst árið 2009. Góð rekstrarniðurstaða og lækkun skulda á árinu 2016 leiðir til þess að rúmlega 98% sveitarfélaga stóðu undir skuldsetningu ársins 2016 þegar horft er til A- og B-hluta, sem er betri niðurstaða en á árinu 2015 þegar hlutfallið nam 90%. Jafn- mörg sveitarfélög stóðu undir skuld- setningu ársins 2016 þegar A-hluti er skoðaður, eða rúmlega 98%. Er það talsvert betri niðurstaða en á árinu 2015 þegar hlutfallið nam 77%. Það er ánægjulegt að sjá jákvæða rekstrarniðurstöðu sveitarfélaganna fyrir árið 2016. Lægri skuldsetning og hagfelldari rekstrarniðurstaða veldur því að flest öll sveitarfélög standa vel undir núverandi skuldsetningu. Þá skapar lægri skuldsetning og jákvæð rekstrarniðurstaða einnig svigrúm fyrir frekari innviðafjárfestingu og þar með aukna þjónustu við íbúa sveitarfélaganna. Lægri skuldsetning og hagfelldari rekstrarniður- staða veldur því að flest öll sveitarfélög standa vel undir núverandi skuldsetningu. Þá skapar lægri skuldsetning og jákvæð rekstrarniðurstaða einnig svigrúm fyrir frekari innviðafjárfestingu og þar með aukna þjónustu við íbúa sveitarfélaganna. Rekstrarniðurstaða sveitarfélaganna ekki verið betri síðan 2007 Samfélagsábyrgð snýst um að hámarka jákvæð áhrif fyrir-tækja á samfélag og umhverfi og draga úr þeim neikvæðu. Hún snýst einnig um að vinna á opinn hátt þannig að hagsmunaaðilar geti fylgst með og haft áhrif á það hvernig fyrirtæki vinna með sam- félaginu. Mig langar í þessari grein að draga fram einn þátt þar sem stóriðjufyrirtæki hafa haft gríðar- lega jákvæð áhrif á samfélagið. Þar er um að ræða þau áhrif sem þessi fyrirtæki hafa haft á öryggismál og öryggisvitund á vinnustöðum. Starfsemi orkufreks iðnaðar er af þeim toga að þar má ekkert út af bregða í öryggismálum, aðstæður eru þannig vegna eðlis starfsem- innar. Öryggismál hafa algjöran for- gang og allt kapp er lagt á að starfs- menn tileinki sér öguð vinnubrögð og öryggismál eru innbyggð í alla verkferla. Sömu kröfur eru gerðar til þeirra sem vinna í verktöku fyrir fyrirtækin og því verða verktakar og þjónustuaðilar sem starfa fyrir stóriðjuna að tileinka sér sömu öguðu vinnubrögðin og fyrirtækin sem þeir vinna fyrir. Á þennan hátt breiðist öryggisvitundin óhjá- kvæmilega út til annarra fyrirtækja. Það má leiða líkur að því að þessi áhrif hafi fengið byr undir báða vængi við byggingu Fjarðaáls, þar sem mikill fjöldi starfsfólks kom að því verki, undir ströngum öryggis- kröfum verktakans Bechtel. Hins vegar var þessi öryggisvitund þegar til staðar hjá þeim stóriðjufyrir- tækjum sem fyrir voru í landinu. Við sem störfum í orku- og veitu- geiranum höfum ekki farið var- hluta af þessari þróun. Mikið starf hefur verið unnið í öryggismálum á undanförnum árum og fyrirtækin í þessum geira eiga í miklu sam- starfi í þessum mikilvæga mála- flokki, sem allt miðar að því að auka öryggi starfsmanna. Á nýliðnu vel heppnuðu Samorkuþingi á Akur- eyri mátti sjá að aðildarfyrirtækin leggja mikla áherslu á öryggismál í sinni starfsemi. Mikið af fólki sem hefur starfað við uppbyggingu, eftir- lit eða rekstur stóriðjunnar hefur komið til starfa hjá orku- og veitu- fyrirtækjum, verkfræðistofum og þjónustufyrirtækjum. Með þessu fólki kemur öryggisvitundin sem það hefur vanist úr stóriðjunni og þetta hefur mjög jákvæð áhrif á öryggisstarfið innan þessara fyrir- tækja. Fólki, sem hefur vanist því að öryggismál hafi algjöran forgang, finnst eðlilegt að slíkt sé líka gert á nýjum vinnustað. Þetta eru stóriðju- áhrifin í öryggismálum. Það er skylda fyrirtækja að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að starfsmenn slasist við vinnu. Öryggismál eru málaflokkur sem snertir alla enda eigum við öll að koma heil heim að loknum vinnudegi. Öryggismál eru hluti af samfélagslegri ábyrgð fyrir- tækja. Öryggismál á vinnustöðum – stóriðjuáhrifin Mikið starf hefur verið unnið í öryggismálum á undan- förnum árum og fyrirtækin í þessum geira eiga í miklu samstarfi í þessum mikil- væga málaflokki, sem allt miðar að því að auka öryggi starfsmanna. Kristján Kristinsson öryggisstjóri Landsvirkjunar og formaður Öryggisráðs Samorku Elvar Orri Hreinsson sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka              Rósa Júlía Steinþórsdóttir viðskiptastjóri sveitarfélaga hjá fyrirtækjum og fjárfestum Hinn 26. júní birtu bresk stjórnvöld stefnuskjal um réttindi breskra borgara í löndum Evrópusambandsins og ESB-borgara í Bretlandi. Tillögurn- ar í skjalinu eru af Bretlands hálfu grundvöllur fyrstu lotu samninga- viðræðna við hin ESB-ríkin 27 um útgöngu Bretlands úr sambandinu. Í stefnuskjalinu, nánar tiltekið í grein 11, er vísað til Íslands. Þar segir að við munum ræða hlið- stæðar gagnkvæmar lausnir í við- ræðum við Ísland (og hin EFTA- ríkin). Þar sem Ísland er ekki aðili að ESB getur það ekki átt beina aðild að samningaviðræðum Breta við Evrópusambandið. En vegna þess að Ísland er evrópskt grann- ríki með náin tengsl við Bretland og íslenskir borgarar hafa í gegn um EES-samstarfið notið sam- bærilegra réttinda og ESB-borgarar í Bretlandi viljum við að það sem við bjóðum ESB-borgurum nái líka til Íslendinga. Með því viljum við undirstrika að Íslendingar eru mikils metnir samborgarar í Bretlandi, rétt eins og breskir borgarar búsettir á Íslandi eru. Þeir hafa lagt, og munu hér eftir sem hingað til, leggja mik- ilvægan skerf til bresks efnahags, menningar- og félagslífs, og öfugt. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við náum góðum samningum. Það ríkir mikill velvilji milli ríkis- stjórna beggja landa og ráðamenn hafa myndað góð tengsl sem leggja línurnar fyrir jákvæða niðurstöðu. Enn hefur ekki verið ákveðið frá hvaða dagsetningu hinar nýju reglur munu gilda. Í tillögunum í stefnu- skjalinu er tilgreint að það verði í fyrsta lagi 29. mars 2017 – daginn sem 50. grein Lissabonsáttmálans um útgöngu úr ESB var virkjuð – og í síðasta lagi daginn sem útgangan kemur til framkvæmda. Búseturéttur En það sem samið verður um mun verða að taka til búsetu og varan- legs búseturéttar. Hver sá Íslend- ingur sem búsettur hefur verið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, fram til viðmiðunardagsetningar- innar sem eftir er að ákveða, mun eiga rétt á að sækja um varan- legan búseturétt (e. settled status). Aðrir íslenskir borgarar, sem hefja búsetu í Bretlandi fyrir viðmið- unardagsetninguna, munu hafa rétt á að búa þar áfram uns fimm ára búsetutíma er náð, og sækja þá um varanlegan búseturétt. Fjölskyldumeðlimir sem flytja fyrir útgöngu Bretlands úr ESB til íslensks borgara sem rétt hefur til varanlegrar búsetu í Bretlandi munu líka mega sækja um varan- legan búseturétt eftir fimm ár, óháð umræddri viðmiðunardag- setningu. Bresk stjórnvöld vilja ekki að neinn sjái sig knúinn til að flytja frá landinu, né vilja þau sundra fjölskyldum. Samkomulagið mun einnig taka til aðgangs að menntun, heilbrigð- isþjónustu, félags- og lífeyrisrétt- inda. Ætlunin er að öll þau réttindi sem íslenskir borgarar búsettir í Bretlandi njóta fyrir viðmiðunar- dagsetninguna, þ.m.t. heilbrigðis- þjónustu, gildi áfram. Við viljum jafnframt halda áfram þátttöku í samstarfinu um Evrópska heil- brigðistryggingaskírteinið (Euro- pean Health Insurance Card). Það er engin þörf á að íslenskir borgarar í Bretlandi eða breskir á Íslandi grípi til neinna ráðstafana að svo komnu máli, umfram það að lesa tillögurnar í stefnuskjalinu. Við viljum tryggja sams konar réttindi fyrir borgara Íslands og hinna EFTA-ríkjanna í Bretlandi og boðnir verða borgurum ESB- landa. Á gagnkvæmum grunni. Ég hef ekki orðið var við annað en að íslensk stjórnvöld nálgist allar sam- ræður um framtíðartengsl Íslands og Bretlands á mjög jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Bæði ég og bresk stjórnvöld almennt metum þetta mikils og það lofar góðu fyrir framtíðina. „Brexit“ og borgararéttindi Michael Nevin sendiherra Bretlands á Íslandi 6.0 12.6 19,5 0,3 69,2 24,5 17,5 14,9 46,4 -4,9 -8,2 -0,8 -2,0 -154,8 -6.9 ✿ Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta að teknu tilliti til fjár- magns- og óreglulegra liða 20 02 2016 n A-hluti n B-hluti Við viljum tryggja sams konar réttindi fyrir borgara Íslands og hinna EFTA- ríkjanna í Bretlandi og boðnir verða borgurum ESB-landa. Á gagnkvæmum grunni. Símaveski, heyrnartól, snúrur og allt fyrir símann. Símaveski.is, S. 517 0150 – 2. hæð Smáralind 2 9 . j ú n í 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R28 s k o ð U n ∙ F R É T T A B L A ð I ð 2 9 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 8 0 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 3 9 -A A D C 1 D 3 9 -A 9 A 0 1 D 3 9 -A 8 6 4 1 D 3 9 -A 7 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 8 0 s _ 2 8 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.