Fréttablaðið - 29.06.2017, Síða 64
Farið með svarið í ferðalagið
Vegahandbókin • Sundaborg 9 • Sími 562 2600
• Vegakort
• Þéttbýliskort
• Ítarlegur hálendiskafli
• 24 síðna kortabók
• Vegahandbókar App
• Þjóðsögur
• Heitar laugar o.fl. o.fl.
FERÐUMST OG FRÆÐUMST
Bækur
Flökkusögur
HHHHH
Nokkur undarlegustu augnablik-
in á ferðum mínum á framandi
slóðum og önnur þau pínlegustu
Sigmundur Ernir Rúnarsson
Útgefandi: Veröld
Prentun: Nørhaven, Danmörku
Síðufjöldi: 128
Kápuhönnun: Jón Ásgeir
Ferðasögur eru sérstakt og bráð-
skemmtilegt bókmenntaform. Þær
gefa lesendum sínum tækifæri til
þess að ferðast um framandi heima
og kynnast mannlífi og menningu
merkra þjóða. Flökkusögur Sig-
mundar Ernis Rúnarssonar eru
vissulega slíkar
sögur en þær
eru líka örsögur.
Stuttar, einfaldar
mann- eða kyrra-
lífsmyndir, jafn-
vel hugleiðingar
u m f j a r l æ g a
stund og stað, allt
í senn fróðlegt
og skemmtilegt
aflestrar. Titill-
inn Flökkusögur
vísar aukinheld-
ur ekki aðeins til
þess að hér eru á
ferðinni sögur af
ferðalögum höf-
undar, heldur
einnig þeirri
merkingu að
sögur eiga það
til að leggjast í
flakk og vaxa þá
og dafna eftir
því hver segir
frá eða eins og Sigmundur segir frá
í sögunni Sagnafólkið í Suðurey.
„Eitthvað mun hér vera ofsagt, en
það breytir auðvitað ekki því að
sannleikurinn má aldrei eyðileggja
góða sögu.“ (Bls. 79)
Flökkusögurnar hans Sigmund-
ar Ernis eru líka margar hverjar
bráðskemmtilegar. Uppfullar af
framandi mannlífi og furðulegum
uppákomum. Þannig að það getur
vel verið skemmtilegt að ferðast
með Sigmundi Erni um framandi
og furðulegar slóðir. Allt frá Úlan
Bator í austri, til Ameríku í vestri og
um sjálfa Afríku í suðri með öllum
sínum andstæðum og brennandi
sólarhita. Hvað skemmtilegast er
að lesa sögur þar sem höfundur
dregur upp mynd af sér sem lítt
sigldu ungmenni og sveitadreng
norðan úr landi af þeim sökum að
það er alltaf betra takist sögumanni
að vera sjálfur aðhlátursefni fremur
en samferðafólk hans.
Sterkustu sögurnar eru hins
vegar í raun engar skemmtisögur
heldur frásögn af einlægum upplif-
unum og hugrenningum höfundar
á stund og stað. Þar ber sagan Ævi-
dagar Adolfs litla, líkast til höfuð og
herðar yfir aðrar ágætar, ekki síst
sökum þess að þar nýtur ljóðskáld-
ið í Sigmundi Erni sín vel og sú
mannlega hluttekning sem þurrkar
út landamæri í rúmi og tíma. Þetta
er ágætis staðfesting á því að skáld
sem bregða á stundum undir sig
betri fætinum og taka til við prósa-
skrif eiga að láta það eftir sér að láta
ljóðið lifa í textanum. Ekki hika við
að bregða upp myndum, kjarna
tilfinningar í orð og skilja
lesendur líka á
stundum eftir í
lausu lofti.
Vandinn við
F l ö k k u s ö g u r
S i g m u n d a r
Ernis er að þær
eru helst ti l
m i s ja f n a r a ð
gæðum. Þær eru
bestar, eins og
áður sagði, þegar
hann leyfir ljóð-
skáldinu og sam-
líðan þess að ráða
för en langtum
síðri þegar það
er eins og frétta-
maðurinn taki
yfir í sögum á
borð við Lífsins
galna staðreynd.
Þegar komið er
að slíkri sögu þá
furðar maður sig
á að ein og ein af lakara taginu hafi
náð inn með þeim betri og veltir
því fyrir sér hvort þær hefðu ekki
betur setið eftir að þessu sinni.
Sigmundur Ernir er líka of góður
stílisti og sögumaður til þess að
láta leiðindi á borð við staðreyndir
flækjast fyrir sér.
Heilt yfir eru Flökkusögur Sig-
mundar Ernis þó góð lesning. Fjöl-
breyttar og áhugaverðar sögur sem
svo skemmtilega vill til að ættu að
vera alveg tilvalinn ferðafélagi enda
ætti enginn, aldrei nokkurn tím-
ann, að ferðast án þess að hafa bók
í farteskinu. Magnús Guðmundsson
Niðurstaða: Margar áhuga-
verðar og skemmtilegar sögur en
aðrar síðri en heildin þó tilvalinn
ferðafélagi í sumar.
Skemmtilegur ferðafélagi
Látum aldrei
spunann af hendi
Andrés Þór Gunnlaugsson ætlar að djassa til heiðurs Monicu
Zetterlund á Jómfrúnni á laugardaginn ásamt gömlum norsk-
um skólabróður og fleiri aðdáendum sænsku söngstjörnunnar.
Gro Bjørnes söngkona og Andreas Dreier bassaleikari sem leiðir sveitina sem spilar á Jómfrúnni á laugardaginn.
Sumartónleikar Jómfrúar-innar við Lækjargötu njóta alltaf mikilla vinsælda enda nánast óbrigðult að þar ríki létt og skemmtileg stemning. Ef vel viðrar er
það dálítið eins og að bregða sér til
Kaupmannahafnar eitt síðdegi að
næla sér í sæti í bakgarðinum á Jóm-
frúnni og láta djassinn flæða yfir sig.
Næsta laugardag mun einmitt ákaf-
lega skandinavískur andi svífa yfir
vötnum en þá mætir norski bassa-
leikarinn Andreas Dreier með sveit
sína en hana skipa á Íslandi auk
hans þau Gro Bjørnes söngkona,
Sigurður Flosason saxófónleikari,
Einar Scheving trommuleikari og
Andrés Þór Gunnlaugsson gítar-
leikari.
Tengsl Andreasar Dreier við
Ísland liggja einmitt í gegnum Andr-
és Þór gítarleikara en hann segir að
leiðir þeirra félaga hafi einmitt fyrst
legið saman þegar þeir voru báðir
við nám í Hollandi. „Við náðum
strax vel saman þarna í Hollandi og
ég spilaði inn á fyrstu plötuna hans
með honum og svo setti ég saman
norrænan kvartett sem hann spilaði
í. Við spiluðum hér á Jazzhátíð, í
Noregi og víðar. Andreas gerði svo
plötu á síðasta ári til heiðurs sænsku
söngkonunni Monicu Zetter lund
og ég spilaði einnig inn á þá plötu.
Þetta er tónlistin sem við erum að
fara að flytja í garðinum á Jóm-
frúnni á laugardaginn þannig að
það verður virkilega skandinavísk
stemning.“
Andrés Þór segir að verkefnavalið
ráðist þó fyrst og fremst af miklum
áhuga Andreasar á tónlist Monicu
Zetterlund. „Hann og Gro Bjørnes
söngkonu langaði til þess að gera
þessa plötu til þess að hylla tónlist
Zetterlund sem er vissulega stórt
íkon í heimi djassins.“ En eru þetta
þá svona hefðbundnir tribute tón-
leikar eða er lagt út frá hennar tón-
list? „Þetta er svona hvort tveggja.
Að miklu leyti sækjum við í ein-
hverjar útsetningar og nálganir á
lögin frá henni en svo er líka eitt-
hvað sem kemur með einhverju
frumkvæði frá okkur spilurunum og
eins frá Andrea og Gro svona í þeirra
nálgun. Samsetningin á bandinu er
líka þannig að þetta er svona bæði
og eins og þar stendur. Þessi spuna-
útgangspunktur er alltaf nálægur
og mikið atriði í þessari tónlist og
það er eitthvað sem við látum ekki
af hendi.“
Andrés Þór segir að það sé alltaf
eitthvað um það að íslenskir djass-
tónlistarmenn séu að spila á Norð-
urlöndunum og að sjálfur hafi hann
helst spilað í Noregi af og til. „Þetta
snýst nú helst um tengingar og sam-
starfsmenn.“ En er þetta frábrugðið
því að spila hérna heima? „Það er
þá helst bara að senurnar eru stærri
og svo er fjölbreytnin meiri en það
er ekkert stórkostlega meira. Helst
að það sé meira af góðum djass-
klúbbum og aðgengið að tónlistinni
því gott.“ Andrés Þór var staddur á
Spáni þegar náðist í hann en hann
segir þó léttur að það þurfi þó eng-
inn að hafa áhyggjur af því að ekki
gefist tími til æfinga. „Ég kann þetta.
Er reyndar að koma á föstudaginn
og við æfum á föstudagskvöld og
laugardagsmorgun, auk þess að
hafa spilað þetta oft saman áður og
undirbúningurinn hefur verið heil-
mikill. Þannig að við verðum alveg
klár í slaginn þegar þar að kemur.“
Tónleikarnir fara fram á Jómfrúar-
torginu. Þeir hefjast kl. 15 og standa
til kl. 17. Aðgangur er ókeypis.
Andrés Þór, Gro Bjørnes og Andreas Dreier eftir tónleika fyrir skömmu.
Að Miklu leyti
sækJuM við í ein-
hverJAr útsetninGAr oG
nálGAnir á löGin frá henni
en svo er líkA eitthvAð seM
keMur Með einhverJu fruM-
kvæði frá okkur spilurunuM.
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
2 9 . j ú N í 2 0 1 7 F i M M t u D a G u r40 M e N N i N G ∙ F r É t t a B L a ð i ð
2
9
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
3
9
-7
9
7
C
1
D
3
9
-7
8
4
0
1
D
3
9
-7
7
0
4
1
D
3
9
-7
5
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
8
0
s
_
2
8
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K