Fréttablaðið - 29.06.2017, Blaðsíða 18
Sonur fyrrverandi forsætisráðherra
Gabon hefur verið dæmdur í tveggja
ára fangelsi fyrir að aðstoða banda-
ríska vogunarsjóðinn Och-Ziff Capi-
tal Management við að múta hátt-
settum afrískum embættismönnum.
Sjóðurinn keypti í mars á þessu ári
6,6 prósenta hlut í Arion banka.
Maðurinn, Samuel Mebiame,
játaði sök í lok síðasta árs og viður-
kenndi að hafa boðið embættis-
mönnum mútur í umboði vogunar-
sjóðsins. Í staðinn fékk Och-Ziff
greiðan aðgang að embættismönn-
unum sem tryggði sjóðnum mjög
ábatasama viðskiptasamninga víða í
álfunni. Í frétt Reuters segir að Mebi-
ame hafi meðal annars boðið emb-
ættismönnum fé, yfir eitt hundrað
milljónir dala, sportbíla og leigu-
flugvélar.
Och-Ziff og forstjóri sjóðsins,
Daniel Och, féllust í september í
fyrra á að greiða 412 milljónir dala,
sem jafngildir um 55 milljörðum
íslenskra króna, í sekt vegna máls-
ins. Um var að ræða hæstu sekt sem
lögð hefur verið á vogunarsjóð vegna
mútugreiðslna. Bandaríska verð-
bréfaeftirlitið hefur jafnframt ákært
tvo fyrrverandi stjórnendur sjóðsins
fyrir hlut þeirra í málinu.
Fyrr í sumar var greint frá því
að Och-Ziff hefði ekki lagt fram
beiðni til Fjármálaeftirlitsins um
að fá heimild til að fara með virkan
eignarhlut í Arion banka ef sjóður-
inn kýs að nýta sér kauprétt síðar á
árinu og eignast þannig stærri hlut
í bankanum. Virkur telst sá eignar-
hlutur sem er tíu prósent hlutafjár
eða meira.
Samkvæmt frétt Morgunblaðsins
mun sjóðurinn hafa fengið ábend-
ingu um að ekki væri víst að hann
myndi hljóta náð fyrir augum FME
sem virkur eigandi í bankanum.
Einkum valdi þar sú staðreynd að
umtalsvert rót hafi verið á sjóðnum
eftir háværa umræðu um mútu-
greiðslurnar í Afríku. – kij
Dæmdur í fangelsi fyrir mútugreiðslur
Vexti ferðaþjónustunnar á undan-
förnum árum hefur ekki verið fylgt
nægjanlega eftir með viðhaldi og
nýjum fjárfestingum í vegakerfinu,
að mati Ingólfs Bender, hagfræðings
Samtaka iðnaðarins. Hann segir
stjórnvöld verða að skoða með
opnum hug aðkomu einkaaðila að
fjármögnun og uppbyggingu sam-
göngumannvirkja.
Einkaaðilar, hvort sem er líf-
eyrissjóðir eða einkafjárfestar, geti
komið að stórum framkvæmdum
sem taldar eru þjóðhagslega arð-
vænar og flýtt þannig fyrir uppbygg-
ingunni.
Eins og greint var frá í Markaðin-
um í gær hafa fjárfestar, þar á meðal
lífeyrissjóðir, sýnt því áhuga að koma
að fjármagnsfrekum samgöngufram-
kvæmdum í kringum höfuðborgar-
svæðið, til að mynda Sundabraut og
nýjum Hvalfjarðargöngum.
Í samtali við blaðið segir Ingólfur
að fjárfestingar hins opinbera á
sviði vegasamgangna hafi verið um
1,0 prósent af landsframleiðslu í
fyrra. Hlutfallið hafi verið mjög lágt
síðustu sex árin eða að jafnaði um
0,9 prósent. Til samanburðar hafi
meðaltal fjárfestinga hins opinbera
á þessu sviði verið 1,6 prósent af
landsframleiðslu tvo áratugina þar
á undan.
„Við höfum bætt verulega í flug-
samgöngur og fjárfest af myndar-
skap í bifreiðum, svo dæmi séu
tekin, en fjárfestingar í vegasam-
göngum hafa algjörlega setið á hak-
anum.
Við verðum að bæta úr því ef
því ætlum að tryggja sem best
umferðaröryggi og byggja undir
ferðaþjónustu þar sem ferðamenn
fara héðan heilir á húfi og sáttir við
dvöl sína.“ – kij
Segir fjárfesta geta flýtt
fyrir uppbyggingu vega
Vogunarsjóðurinn Och-Ziff er skráður í kauphöllina í New York. Fréttablaðið/EPa
ingólfur bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Fréttablaðið/GVa
Þjónustumiðstöð
tónlistarfólks
Bæjarhrauni 2 | Hafnarfirði | Sími: 4370000 | hafis@hafis.is
Komdu og fáðu rjómaís og laktósafrían vegan ís
Íslenskur ís með ítalskri hefð
Fiskeldisfyrirtækið Arnarlax tapaði
fjörutíu milljónum norskra króna,
sem jafngildir tæplega 489 millj-
ónum íslenskra króna, á fyrsta
fjórðungi ársins. Fyrirtækið slátr-
aði tvö þúsund tonnum af laxi á
tímabilinu og stefnir á að slátra tíu
þúsund tonnum á árinu, að sögn
Kjartans Ólafssonar, stjórnarfor-
manns Arnarlax. Aðeins er rúmt ár
síðan fyrirtækið hóf laxaslátrun.
Rekstrartekjur fyrirtækisins juk-
ust verulega á fyrsta fjórðungi og
námu alls 146 milljónum norskra
króna eða tæplega 1,8 milljörðum
íslenskra króna. Til samanburðar
voru rekstrartekjur 247 milljónir
norskra króna á síðasta ári. Alls
slátraði fyrirtækið fjögur þúsund
tonnum af heilum fiski í fyrra.
Fyrirtækið skilaði 2,7 milljarða
króna hagnaði fyrir skatta í fyrra,
en hagnaðartalan er fengin með því
að meta meðal annars lífmassann í
sjókvíum fyrirtækisins á Bíldudal á
markaðsverði. Þó ber að taka fram
að rekstrarhagnaður (EBIT) fyrir-
tækisins var neikvæður um 21 millj-
ón króna á árinu. Það skýrist meðal
annars af háum framleiðslukostnaði
og eins kostnaði sem féll til vegna
sameiningar Arnarlax og Fjarða-
lax, að því er fram kemur í uppgjöri
norska laxeldisfyrirtækisins SalMar,
sem er kjölfestufjárfestir í Arnarlaxi.
Kjartan segir fyrirtækið áætla að
EBITDA, þ.e. hagnaður fyrir fjár-
magnsliði, afskriftir og skatta, verði
um tuttugu milljónir evra á þessu
ári, jafnvirði 2,35 milljarða króna.
„Reksturinn hefur gengið vel og
áfallalaust fyrir sig. Í núverandi
árferði er verðið á laxi mjög hátt og
markaðsaðstæður almennt sterkar,“
segir hann í samtali við blaðið.
Mikil eftirspurn sé eftir laxinum.
„Laxinn er ferskvara sem fer beint
á markað. Rekjanleiki og gegnsæi
í framleiðslunni er mikið. Það fara
um fjórir trukkar á dag frá Bíldudal
í skipi eða flugi. Við höfum náð að
skapa okkur nokkuð sterka stöðu
á mörkuðum,“ útskýrir hann og
bætir við að um 60 til 70 prósent af
framleiðslunni fari til Whole Foods
í Bandaríkjunum, tíu prósent á
heimamarkað og afgangurinn til
Evrópu.
Kjartan segir fyrirtækið stefna að
því að auka framleiðsluna í 12.500
tonn á næstu tveimur árum. Leyfa-
málin séu þó þröskuldur. Til þess að
hægt sé að byggja upp meiri afkasta-
getu í seiðaframleiðslu þurfi stjórn-
völd að skýra stöðu leyfamála og
útgáfu nýrra leyfa til eldis.
Fyrr á árinu seldi Tryggingamið-
stöðin þriggja prósenta hlut í Kvit-
holmen, móðurfélagi Arnarlax, fyrir
jafnvirði um 470 milljóna króna. Í
viðskiptunum var Arnarlax þannig
metinn á um sextán milljarða. Að
viðbættum skuldum gæti heildar-
virði fyrirtækisins verið hátt í tutt-
ugu milljarðar. TM heldur um 4,4
prósenta hlut í Kvitholmen eftir
viðskiptin. Kaupendur voru nokkrir
norskir fagfjárfestasjóðir og hlut-
hafar í Kvitholmen, samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins.
Norska fyrirtækið SalMar eignað-
ist tæplega 23 prósenta hlut í Arnar-
laxi snemma á síðasta ári og bætti
síðan við hlut sinn þegar Arnarlax
sameinaðist Fjarðalax síðar á árinu.
Lánaði SalMar þá öðrum eigendum
Arnarlax um 240 milljónir norskra
króna vegna hlutafjáraukningar. Í
uppgjöri SalMar fyrir fyrsta fjórð-
ung ársins kemur fram að félagið
eigi 34 prósenta hlut í Arnarlaxi í
gegnum annað norskt félag, SalMus.
Feðgarnir Matthías Garðarsson,
einn af stofnendum Arnarlax, og
Kristian Matthíasson eru eftir sem
áður kjölfestufjárfestar í Arnarlaxi.
Aðrir hluthafar eru meðal annars
norskir fjárfestar, norsk félög sem
tengjast Matthíasi og TM.
Norsk laxeldisfyrirtæki hafa hasl-
að sér völl hér á landi undanfarna
mánuði og fjárfest í fjölmörgum
íslenskum eldisfyrirtækjum. Ástæð-
an er að hluta til sú að verð á leyfum
til laxeldis hefur hækkað verulega í
Noregi. kristinningi@frettabladid.is
Arnarlax gerir ráð fyrir
2,3 milljarða hagnaði
Fiskeldisfyrirtækið Arnarlax tapaði hátt í 500 milljónum á fyrsta fjórðungi árs-
ins en stefnir á tveggja milljarða króna hagnað á árinu. Fyrirtækið hyggst slátra
um tíu þúsund tonnum af laxi í ár. Framleiðslan var fjögur þúsund tonn í fyrra.
arnarlax á bíldudal er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins. Fréttablaðið/PjEtur
Reksturinn hefur
gengið vel og
áfallalaust fyrir sig. Í nú-
verandi árferði er verðið á
laxi mjög hátt og markaðs-
aðstæður almennt sterkar.
Kjartan Ólafsson,
stjórnarformaður
Arnarlax
maRkaðuRinn
2 9 . j ú n í 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R18 F R é T T I R ∙ F R é T T A B L A ð I ð
2
9
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
3
9
-7
4
8
C
1
D
3
9
-7
3
5
0
1
D
3
9
-7
2
1
4
1
D
3
9
-7
0
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
8
0
s
_
2
8
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K