Fréttablaðið - 29.06.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.06.2017, Blaðsíða 18
Sonur fyrrverandi forsætisráðherra Gabon hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að aðstoða banda- ríska vogunarsjóðinn Och-Ziff Capi- tal Management við að múta hátt- settum afrískum embættismönnum. Sjóðurinn keypti í mars á þessu ári 6,6 prósenta hlut í Arion banka. Maðurinn, Samuel Mebiame, játaði sök í lok síðasta árs og viður- kenndi að hafa boðið embættis- mönnum mútur í umboði vogunar- sjóðsins. Í staðinn fékk Och-Ziff greiðan aðgang að embættismönn- unum sem tryggði sjóðnum mjög ábatasama viðskiptasamninga víða í álfunni. Í frétt Reuters segir að Mebi- ame hafi meðal annars boðið emb- ættismönnum fé, yfir eitt hundrað milljónir dala, sportbíla og leigu- flugvélar. Och-Ziff og forstjóri sjóðsins, Daniel Och, féllust í september í fyrra á að greiða 412 milljónir dala, sem jafngildir um 55 milljörðum íslenskra króna, í sekt vegna máls- ins. Um var að ræða hæstu sekt sem lögð hefur verið á vogunarsjóð vegna mútugreiðslna. Bandaríska verð- bréfaeftirlitið hefur jafnframt ákært tvo fyrrverandi stjórnendur sjóðsins fyrir hlut þeirra í málinu. Fyrr í sumar var greint frá því að Och-Ziff hefði ekki lagt fram beiðni til Fjármálaeftirlitsins um að fá heimild til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka ef sjóður- inn kýs að nýta sér kauprétt síðar á árinu og eignast þannig stærri hlut í bankanum. Virkur telst sá eignar- hlutur sem er tíu prósent hlutafjár eða meira. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins mun sjóðurinn hafa fengið ábend- ingu um að ekki væri víst að hann myndi hljóta náð fyrir augum FME sem virkur eigandi í bankanum. Einkum valdi þar sú staðreynd að umtalsvert rót hafi verið á sjóðnum eftir háværa umræðu um mútu- greiðslurnar í Afríku. – kij Dæmdur í fangelsi fyrir mútugreiðslur Vexti ferðaþjónustunnar á undan- förnum árum hefur ekki verið fylgt nægjanlega eftir með viðhaldi og nýjum fjárfestingum í vegakerfinu, að mati Ingólfs Bender, hagfræðings Samtaka iðnaðarins. Hann segir stjórnvöld verða að skoða með opnum hug aðkomu einkaaðila að fjármögnun og uppbyggingu sam- göngumannvirkja. Einkaaðilar, hvort sem er líf- eyrissjóðir eða einkafjárfestar, geti komið að stórum framkvæmdum sem taldar eru þjóðhagslega arð- vænar og flýtt þannig fyrir uppbygg- ingunni. Eins og greint var frá í Markaðin- um í gær hafa fjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, sýnt því áhuga að koma að fjármagnsfrekum samgöngufram- kvæmdum í kringum höfuðborgar- svæðið, til að mynda Sundabraut og nýjum Hvalfjarðargöngum. Í samtali við blaðið segir Ingólfur að fjárfestingar hins opinbera á sviði vegasamgangna hafi verið um 1,0 prósent af landsframleiðslu í fyrra. Hlutfallið hafi verið mjög lágt síðustu sex árin eða að jafnaði um 0,9 prósent. Til samanburðar hafi meðaltal fjárfestinga hins opinbera á þessu sviði verið 1,6 prósent af landsframleiðslu tvo áratugina þar á undan. „Við höfum bætt verulega í flug- samgöngur og fjárfest af myndar- skap í bifreiðum, svo dæmi séu tekin, en fjárfestingar í vegasam- göngum hafa algjörlega setið á hak- anum. Við verðum að bæta úr því ef því ætlum að tryggja sem best umferðaröryggi og byggja undir ferðaþjónustu þar sem ferðamenn fara héðan heilir á húfi og sáttir við dvöl sína.“ – kij Segir fjárfesta geta flýtt fyrir uppbyggingu vega Vogunarsjóðurinn Och-Ziff er skráður í kauphöllina í New York. Fréttablaðið/EPa ingólfur bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Fréttablaðið/GVa Þjónustumiðstöð tónlistarfólks Bæjarhrauni 2 | Hafnarfirði | Sími: 4370000 | hafis@hafis.is Komdu og fáðu rjómaís og laktósafrían vegan ís Íslenskur ís með ítalskri hefð Fiskeldisfyrirtækið Arnarlax tapaði fjörutíu milljónum norskra króna, sem jafngildir tæplega 489 millj- ónum íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Fyrirtækið slátr- aði tvö þúsund tonnum af laxi á tímabilinu og stefnir á að slátra tíu þúsund tonnum á árinu, að sögn Kjartans Ólafssonar, stjórnarfor- manns Arnarlax. Aðeins er rúmt ár síðan fyrirtækið hóf laxaslátrun. Rekstrartekjur fyrirtækisins juk- ust verulega á fyrsta fjórðungi og námu alls 146 milljónum norskra króna eða tæplega 1,8 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar voru rekstrartekjur 247 milljónir norskra króna á síðasta ári. Alls slátraði fyrirtækið fjögur þúsund tonnum af heilum fiski í fyrra. Fyrirtækið skilaði 2,7 milljarða króna hagnaði fyrir skatta í fyrra, en hagnaðartalan er fengin með því að meta meðal annars lífmassann í sjókvíum fyrirtækisins á Bíldudal á markaðsverði. Þó ber að taka fram að rekstrarhagnaður (EBIT) fyrir- tækisins var neikvæður um 21 millj- ón króna á árinu. Það skýrist meðal annars af háum framleiðslukostnaði og eins kostnaði sem féll til vegna sameiningar Arnarlax og Fjarða- lax, að því er fram kemur í uppgjöri norska laxeldisfyrirtækisins SalMar, sem er kjölfestufjárfestir í Arnarlaxi. Kjartan segir fyrirtækið áætla að EBITDA, þ.e. hagnaður fyrir fjár- magnsliði, afskriftir og skatta, verði um tuttugu milljónir evra á þessu ári, jafnvirði 2,35 milljarða króna. „Reksturinn hefur gengið vel og áfallalaust fyrir sig. Í núverandi árferði er verðið á laxi mjög hátt og markaðsaðstæður almennt sterkar,“ segir hann í samtali við blaðið. Mikil eftirspurn sé eftir laxinum. „Laxinn er ferskvara sem fer beint á markað. Rekjanleiki og gegnsæi í framleiðslunni er mikið. Það fara um fjórir trukkar á dag frá Bíldudal í skipi eða flugi. Við höfum náð að skapa okkur nokkuð sterka stöðu á mörkuðum,“ útskýrir hann og bætir við að um 60 til 70 prósent af framleiðslunni fari til Whole Foods í Bandaríkjunum, tíu prósent á heimamarkað og afgangurinn til Evrópu. Kjartan segir fyrirtækið stefna að því að auka framleiðsluna í 12.500 tonn á næstu tveimur árum. Leyfa- málin séu þó þröskuldur. Til þess að hægt sé að byggja upp meiri afkasta- getu í seiðaframleiðslu þurfi stjórn- völd að skýra stöðu leyfamála og útgáfu nýrra leyfa til eldis. Fyrr á árinu seldi Tryggingamið- stöðin þriggja prósenta hlut í Kvit- holmen, móðurfélagi Arnarlax, fyrir jafnvirði um 470 milljóna króna. Í viðskiptunum var Arnarlax þannig metinn á um sextán milljarða. Að viðbættum skuldum gæti heildar- virði fyrirtækisins verið hátt í tutt- ugu milljarðar. TM heldur um 4,4 prósenta hlut í Kvitholmen eftir viðskiptin. Kaupendur voru nokkrir norskir fagfjárfestasjóðir og hlut- hafar í Kvitholmen, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Norska fyrirtækið SalMar eignað- ist tæplega 23 prósenta hlut í Arnar- laxi snemma á síðasta ári og bætti síðan við hlut sinn þegar Arnarlax sameinaðist Fjarðalax síðar á árinu. Lánaði SalMar þá öðrum eigendum Arnarlax um 240 milljónir norskra króna vegna hlutafjáraukningar. Í uppgjöri SalMar fyrir fyrsta fjórð- ung ársins kemur fram að félagið eigi 34 prósenta hlut í Arnarlaxi í gegnum annað norskt félag, SalMus. Feðgarnir Matthías Garðarsson, einn af stofnendum Arnarlax, og Kristian Matthíasson eru eftir sem áður kjölfestufjárfestar í Arnarlaxi. Aðrir hluthafar eru meðal annars norskir fjárfestar, norsk félög sem tengjast Matthíasi og TM. Norsk laxeldisfyrirtæki hafa hasl- að sér völl hér á landi undanfarna mánuði og fjárfest í fjölmörgum íslenskum eldisfyrirtækjum. Ástæð- an er að hluta til sú að verð á leyfum til laxeldis hefur hækkað verulega í Noregi. kristinningi@frettabladid.is Arnarlax gerir ráð fyrir 2,3 milljarða hagnaði Fiskeldisfyrirtækið Arnarlax tapaði hátt í 500 milljónum á fyrsta fjórðungi árs- ins en stefnir á tveggja milljarða króna hagnað á árinu. Fyrirtækið hyggst slátra um tíu þúsund tonnum af laxi í ár. Framleiðslan var fjögur þúsund tonn í fyrra. arnarlax á bíldudal er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins. Fréttablaðið/PjEtur Reksturinn hefur gengið vel og áfallalaust fyrir sig. Í nú- verandi árferði er verðið á laxi mjög hátt og markaðs- aðstæður almennt sterkar. Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax maRkaðuRinn 2 9 . j ú n í 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R18 F R é T T I R ∙ F R é T T A B L A ð I ð 2 9 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 8 0 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 3 9 -7 4 8 C 1 D 3 9 -7 3 5 0 1 D 3 9 -7 2 1 4 1 D 3 9 -7 0 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 8 0 s _ 2 8 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.