Fréttablaðið - 29.06.2017, Side 6

Fréttablaðið - 29.06.2017, Side 6
Beltone Legend™ Enn snjallara heyrnartæki Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu.Bel to ne L eg en d ge ng ur m eð iP ho ne 6 s og e ld ri ge rð um , i Pa d A ir, iP ad (4 . k yn sl óð ), iP ad m in i m eð R et in a, iP ad m in i og iP od to uc h (5 . k yn sl óð ) m eð iO S eð a ný rr a st ýr ik er . A pp le , i Ph on e, iP ad o g iP od to uc h er u vö ru m er ki s em ti lh ey ra A pp le In c, s kr áð í Ba nd ar ík ju nu m o g öð ru m lö nd um . Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is HEYRNARSTÖ‹IN Menntun Háskóli Íslands reiknar með að fá um 200 nýnema auka- lega haustið 2018 þegar margir framhaldsskólanna útskrifa tvo árganga; bæði árgang sem hefur farið í gegnum fjögurra ára nám til stúdentsprófs og árgang sem lýkur stúdentsprófi á þremur árum. Búist er við því að meginþunginn verði haustið 2019. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, hefur ekki þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem mun skapast með heildarfjölgun nýnema, en segir að rýna þurfi dreifinguna innan skólans. Hann bendir á að sumir skólar, eins og Menntaskólinn við Hamrahlíð, hafi um langt skeið útskrifað einhvern hluta nemenda sinna á innan við fjórum árum. Tölur bendi til þess að nú þegar séu um fimm prósent nemenda Háskóla Íslands að hefja nám áður en þeir ná 20 ára aldri. Háskóli Íslands hefur reynt að glöggva sig á þróuninni út frá stærð fæðingarárganga, hversu stór hluti stúdenta komi að jafnaði til Háskóla Íslands og hvenær endurskipu- lagningin tók gildi hjá mismunandi framhaldsskólum. „Við skjótum á að vegna breytinganna fái Háskóli Íslands um 200 fleiri nemendur árið 2018 en ellegar væri. Svo verði þeir um 500 árið 2019 og kannski 300 árið 2020. Þetta eru mjög grófar spár sem við höfum og miða við það að 65 til 70 prósent nýstúdenta komi í Háskóla Íslands,“ segir Jón Atli. „Tölfræðin okkar segir að 35 pró- sent innritist á sama ári og þeir ljúka stúdentsprófi, 35 prósent innritast einu ári eftir stúdentspróf og 15 pró- sent innritast tveimur árum eftir stúdentspróf. Þetta dreifist því svo- lítið,“ bætir hann við. Jón Atli bendir á að eftir hrunið hafi Háskóli Íslands tekið á móti mjög mörgum nemendum á stutt- um tíma og skólinn telji sig geta gert það aftur vegna fyrrgreindra breytinga. Rektor Háskólans í Reykjavík tekur undir með Jóni Atla. „Við erum nú búnir að vita af þessari fjölgun sem mun koma þegar fyrstu hóparnir fara að skila sér úr styttra framhaldsskólanámi. Við höfum alltaf gert ráð fyrir því að taka inn fleiri þá og það stendur alveg,“ segir Ari Kristinn Jónsson rektor. Ari Kristinn segir erfitt að sjá fyrir hvernig nemendafjöldinn muni þróast. Í fyrsta lagi hafi framhalds- skólarnir ekki allir tekið upp styttra nám á sama tíma. Síðan bætist það við að það klári ekki allir nemendur námið sitt á hárréttum tíma og því muni fjöldi nýstúdenta dreifast yfir nokkur ár. „Í versta tilfelli hefði þetta orðið næstum því tvöfaldur árgangur en það verður ekkert í líkingu við það,“ segir Ari Kristinn og bætir við að háskólasamfélagið sé ágætlega tilbúið til að takast á við fjöldann. jonhakon@frettabladid.is Aukanemendur hræða ekki háskólana Háskóli Íslands reiknar með því að fá 200 nemendur aukalega þegar tveir árgangar útskrifast saman vegna styttingar náms til stúdents- prófs. Rektor HÍ og rektor HR telja báðir skólana vera vel búna undir fjölgunina. Hafa gert það áður og geta það aftur segja rektorar. Flóttamenn farast í Miðjarðarhafi Meðlimir Rauða krossins í Líbýu sóttu í gær lík flóttamanns sem hafði skolað upp á strönd Tajura, úthverfis Trípólíborgar. Þeim sem eru að flýja stríðshrjáð svæði hefur fjölgað mjög og sæta þeir lagi að komast með báti yfir Miðjarðarhafið meðan veður eru stillt. Farkostirnir eru margir illa búnir og allt of mörgum hleypt í þá, sem hefur leitt til þess að þörf fyrir frekari björgunaraðgerðir á hafinu hefur aukist til muna. NordicPhotos/AFP Tölfræðin okkar segir að 35 prósent innritist á sama ári og þeir ljúka stúdentsprófi, 35 prósent innritast einu ári eftir stúdentspróf og 15 prósent innritast tveimur árum eftir stúd- entspróf. Jón Atli Bene- diktsson, rektor Háskóla Íslands SaMfélag Samkvæmt nýútkominni ársskýrslu UN Women – stofnunar Sameinuðu þjóðanna í þágu kvenna og jafnréttis um allan heim fyrir árið 2016, sendir landsnefnd UN Women á Íslandi hæsta fjárframlag til verkefna UN Women allra lands- nefnda, óháð höfðatölu. Heildarframlag árið 2016 frá Íslandi nam 67,4 milljónum króna. Fram kemur í tilkynningu að lands- nefndir UN Women séu fimm- tán talsins og starfi víðs vegar um heiminn. Undanfarin tvö ár hafi íslenska landsnefndin sent annað hæsta framlag landsnefnda, á eftir Ástralíu. Í ár tróni hins vegar sú íslenska á toppnum. Á síðasta ári jukust framlög landsnefndarinnar um 41 prósent á milli ára. „Um helmingur af heildarframlagi landsnefndarinnar rann til verkefna sem miða að því bæta lífsgæði og öryggi kvenna á flótta. Þá hafa aldr- ei fleiri styrkt samtökin með mán- aðarlegu framlagi og aldrei áður hafa jafn margir karlmenn tilheyrt þeim hópi,“ segir Hanna Eiríks- dóttir, starfandi framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. – sg Hæsta framlagið frá Íslandi hanna Eiríksdóttir, starfandi fram- kvæmdastýra UN Women á Íslandi. FréttAblAðið/VAlli 2 9 . j ú n í 2 0 1 7 f I M M t u D a g u R6 f R é t t I R ∙ f R é t t a B l a ð I ð 2 9 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 8 0 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 3 9 -8 D 3 C 1 D 3 9 -8 C 0 0 1 D 3 9 -8 A C 4 1 D 3 9 -8 9 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 8 0 s _ 2 8 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.