Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.06.2017, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 29.06.2017, Qupperneq 42
Hér getur því fólk gengið að því vísu að fá vöru sem er tilbúin í ofninn, grillið eða á pönnuna, eins vel unna og kostur er. Starri Freyr Jónsson starri@365.is Kjötborðið í kjörbúð Kjötsmiðjunnar er stútfullt af girnilegum hágæðavörum. Myndir/Anton BrinK Kjötsmiðjan sérhæfir sig fyrst og fremst í gæðakjöti fyrir veitingahús og hótel en fyrir rúmum þremur árum var ákveðið að opna litla kjötbúð til að gefa fólki í hverfinu og víðar kost á því að koma og kaupa gæðakjöt,“ segir Birgir Blomsterberg, kjötiðnaðar- meistari og framkvæmdastjóri Kjötsmiðjunnar á Fosshálsi 27. „Við höfum lítið auglýst en hróður verslunarinnar hefur greini- lega borist víða og aðsóknin hefur aukist. Enda eru flestir mjög svo meðvitaðir um hvað felst í gæðum. Fólk er þakklátt fyrir að komast í svona gæðavöru, eins og við höfum upp á að bjóða,“ segir Birgir og bendir á að öll þjónusta í búðinni sé fagleg og þar sé hægt að fá ráðlegg- ingar um val og eldun á kjöti. Megináhersla Kjötsmiðjunnar hefur verið að þjónusta veitingahús og hótel þar sem gerð er krafa um fullmeyrnað gæðakjöt, sem er til- búið til eldunar. „Hér getur því fólk gengið að því vísu að fá vöru sem er tilbúin í ofninn, grillið eða á pönn- una, eins vel unna og kostur er.“ Í kjötbúð Kjötsmiðjunnar er boðið upp á úrvals nautakjöt á borð við ribeye, lundir og filet. „Við bjóð- um einnig upp á úrvals hamborgara úr sérvöldu nautakjöti og erum með mikið úrval af grillkjöti, nauta-, grísa- og lambakjöti. Hægt er að fá kjötið kryddað eða ókryddað en við notum aðeins mjög vönduð krydd og góðar marineringar.“ Kjötið kaupir Kjötsmiðjan frá virtum kjötframleiðendum. „Lambakjötið kemur frá Blöndu- ósi, grísakjötið að mestu frá Stjörnugrís, nautakjötið kemur að megninu til frá Danmörku og Bret- landi frá virtum framleiðendum þar sem gæðakröfur eru í hávegum hafðar. Þar kaupum við kjöt eftir gæðastöðlum sem gerir okkur kleift að halda jöfnum gæðum.“ Birgir segir afar skemmtilegt og upplífgandi að reka verslunina jafnhliða kjötvinnslunni. „Enda eru Íslendingar orðnir mjög svo meðvitaðir um gæði og gera sér grein fyrir því að verð og gæði fylgjast oft að. Fólk lætur ekki bjóða sér hvað sem er í dag, kröfurnar eru einfaldlega meiri.“ Opnunartími kjötbúðarinnar er frá 08 til 16. 30 alla virka daga. Nánari upplýsingar á www.kjotsmidjan.is. Fólk gerir kröfur um gæði Flöskurnar og dósirnar eru steyptar úr trefjaplasti í bátasmiðju og síðan málaðar. Myndir/Anton BrinK ingibjörg Ólafsdóttir, framkvæmda- stjóri samskiptasviðs Ölgerðarinnar. Risastórar gosflöskur og gos-dósir prýða fram- og bakhlið húss Ölgerðarinnar á Grjót- hálsi og voru lengi vel eitt af kenni- leitum borgarinnar. Gosflöskurnar á framhliðinni virkuðu nánast eins og hlið inn og út úr borginni; voru það fyrsta sem blasti við þegar keyrt var inn í borgina úr austri og það síðasta sem sást þegar keyrt var úr borginni. Eftir því sem húsum fjölgaði í nágrenni Ölgerðarinnar urðu þær minna áberandi en áður en vekja þó enn upp hlýjar endurminningar hjá mörgum að sögn Ingibjargar Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra samskiptasviðs Ölgerðarinnar. „Hús Ölgerðarinnar var hannað af Ingimari Hauki Ingimarssyni arkitekt og það var hans hugmynd að skreyta bogana með flöskum. Gosflöskurnar snúa í áttina að Grjóthálsi en dósirnar snúa í áttina að Fosshálsi.“ Bogarnir á húsinu sjálfu eru burðarbogar og bera því húsið í rauninni uppi segir Ingibjörg. „Þeir eru því ekki skrautbogar heldur partur af burðarvirkinu sjálfu. Margir héldu í upphafi að verið væri að reisa kirkju þegar þetta fyrsta hús Ölgerðarinnar byrjaði að rísa á sínum tíma. Við bygginguna var miðað við algjöra endurnýjun á öllum tækjabúnaði með stóraukna sjálfvirkni að leiðarljósi.“ Sterk viðbrögð Flöskurnar og dósirnar eru steyptar úr trefjaplasti í báta- smiðju og síðan málaðar. „Húsið er byggt á árunum 1979 til 1980 og starfsemin var flutt inn í húsið á árunum 1982 til 1985 frá miðborg Reykjavíkur. Á þessum árum var lítið um byggingar í hverfinu og gekk húsnæði Ölgerðarinnar því jafnan undir nafninu „húsið með flöskunum“ frekar en að hefð- bundið heimilisfang hafi verið notað. Fyrir nokkrum árum voru flöskurnar voru teknar niður og málaðar aftur. „Þá fengum við mikil viðbrögð frá fólki – símtöl og tölvupóst – sem vildi fá stað- festingu á því að þær færu aftur upp. Margt af því fólki sem hafði samband við okkur þá lýsti því einmitt hvernig það hafði vitað að komið var til Reykjavíkur þegar flöskurnar sáust. Okkur þykir mjög vænt um að heyra hvað þær skipta landsmenn enn miklu máli þótt langt sé um liðið síðan þær fóru fyrst upp.“ Húsið með stóru flöskunum Hús Ölgerðarinnar á Grjóthálsi reis á árunum 1979-1980. Það var hannað af Ingimari Hauki Ingi- marssyni arkitekt og það var hans hugmynd að skreyta bogana með flöskum og dósum. 333 krá dag* 365.is Sími 1817 *9.990.- á mánuði. Bahá’í samfélagið á Íslandi Eining mannkyns - eining trúarbragða Bahá’í þjóðarmiðstöðin Kletthálsi 1, 110 Reykjavík Sími: 567-0344 Netfang: bahai@bahai.is Veffang: bahai.is Sjá á korti: https://ja.is/bahai/ Skrifstofa og bóksala er opin kl. 13:00 - 15:00 á virkum dögum Bahá’í samfélög: Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Reykjanesbær Akureyri Hveragerði Ísafjörður Vestmannaeyjar Húsavík Mosfellsbær Birgir Blomsterberg, kjötiðnaðar- meistari og framkvæmdastjóri Kjöt- smiðjunnar. 6 KynninGArBLAÐ 2 9 . j ú N í 2 0 1 7 F i M Mt U dAG U r 2 9 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 8 0 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 3 9 -6 F 9 C 1 D 3 9 -6 E 6 0 1 D 3 9 -6 D 2 4 1 D 3 9 -6 B E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 8 0 s _ 2 8 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.