Fréttablaðið - 29.06.2017, Síða 10
Falleg 84,3 fm 3ja herbergja risíbúð við Vallargerði í Kópavogi.
Stofa, borðstofa og eldhús í einu rými. Tvö herbergi. Björt stofa
með suðursvölum útaf. Um er að ræða snyrtilega eign á
fallegum stað í næsta nágreni við Sundlaug Kópavogs.
Opið hús fimmtudaginn 29. júní milli 16:30 og 17:15.
Einnig er hægt að bóka skoðun hjá: Davíð Jónsson aðst.maður
fast.sala s. 697 3080 eða Kjartan Hallgeirsson lg.fs. s. 588 9090.
V. 38 m.
Fallegt endaraðhús í Litlakrika 52, Mosfellsbæ. Eignin skiptist
í þrjú svefnherbergi, stofu/borðstofu, eldhús, tvö baðherbergi,
þvottaherbergi, forstofu og bílskúr. Fallegur garður og góð tim-
buverönd. Eignin er laus við kaupsamning. Opið hús fimmtudag-
inn 29. júní milli 17:15 og 18:00. Einnig er hægt að bóka skoðun
hjá Gunnari Jóhanni lg.fs. s. 695 2525 eða G. Andra lg.fs.
s. 662 2705. V. 74,9 m.
Höfum fengið í sölu 255 fm 6 herb. parhús við Lindarberg í Set-
bergslandi, sem skipt hefur verið í tvær íbúðir. Góður innbyggður
bílskúr. Eignin er laus við kaupsamning. Opið hús fimmtudaginn
29. júní milli 17:15 og 18:00. Einnig er hægt að bóka skoðun hjá
G. Andra lg.fs. s. 662 2705 eða Hilmari Þór lg.fs. s. 824 9098.
V. 74,9 m.
Einbýlishús við Hraunbraut í Kópavogi. 153 fm á þremur pöllum
auk 40 fm bílskúr, samtals 193 fm. Aukaíbúð er á neðstapalli.
950 fm leigulóð. Eignin þarfnast viðgerða/viðhalds/endurbóta
að innan sem utan. Eignin er laus við kaupsamning. Opið hús
fimmtudaginn 29. júní milli 17:15 og 18:00. Einnig er hægt að
bóka skoðun hjá Hilmari Þór lg.fs. s. 824 9098 eða G. Andra lg.fs.
s. 662 2705. V. 49 m.
Vallargerði 2, 200 Kópavogur
Litlikriki 52, 270 Mosfellsbær
Lindarberg 64, 221 Hafnarfjörður
Hraunbraut 11, 200 Kópavogur
Sala fasteigna frá
588 9090 . www.eignamidlun.is . Grensásvegi 11 . 108 Reykjavík
Sala fasteigna frá
588 9090 . www.eignamidlun.is . Grensásvegi 11 . 108 Reykjavík
OPIÐ
HÚS
OPIÐ
HÚS
OPIÐ
HÚS
OPIÐ
HÚS
Hella Fólk langar til að búa á Hellu
en hefur ekki hús til að kaupa eða
leigja. Þetta er meðal þess sem segir
í niðurstöðum Ungmennaþings
Rangárþings ytra 2017.
Unga fólkið á þinginu hefur
ýmsar athugasemdir við ástand
mála í sveitarfélaginu og margar
tillögur til að betrumbæta það.
Meðal þess sem þau vilja að heyri
sögunni til er rígur milli Hellu og
Hvolsvallar, höfuðstaðar nágranna-
sveitarfélagsins Rangárþings eystra.
„Leiðindi sem enginn veit af hverju
eru og þyrfti að laga,“ segir unga
fólkið um það mál.
Þá segir að setja þurfi strangari
reglur um ferðamenn og skýrari
reglur um næturstaði þeirra. „Koma
í veg fyrir að fólk sé að losa sig við
úrgang (rusl og kúk) hvar sem er,
getur verið leiðinlegt að þurfa að
finna skít fyrir utan túnin hjá sér,“
segir um þann vanda sem þau telja
stafa af ferðafólki.
„Okkur þykir það hættulegt að
gangandi, hjólandi eða skokkandi
vegfarendur séu nánast í umferð-
inni. Það er líka erfitt fyrir fólk
sem ætlar á gangstétt að komast á
hana vegna þess að það fólk þarf að
fara út á þjóðveginn til að komast
á gangstéttina,“ segir í niðurstöð-
unum. „Þess vegna finnst okkur
að það þurfi göngubrú yfir Rangá.
Önnur lausn á vandamálinu væri
að breikka og lengja gangstéttina
og setja handrið á hana þar sem hún
liggur með þjóðveginum.“
Varðandi búsetumálin segir að
auk þess sem íbúðarhúsnæði skorti
eins og fyrr segir þá vanti leikskóla-
pláss. Einnig vanti lágvöruverðs-
verslun. „Kjarval er fín en kannski
mætti vera ódýrari. Vantar eitthvað
sem er meira eins og Bónus,“ segir
unga fólkið og er þar í samhljómi
við marga fleiri sem talað hafa fyrir
rekstri slíkrar verslunar á svæðinu.
Meðal fjölmargra annarra atriða
sem sagt er að þurfi að bæta er
skortur á þráðlausu neti í skólunum,
kynfræðsla á Hellu og aðgangur
að túrtöppum og dömubindum á
kvennasalernum skólanna og víðar.
Þau vilja einnig meiri samvinnu
milli grunnskóla sveitarfélagsins og
vera með sameiginlega tíma.
„Vantar skólagarða bæði á Hellu
og Laugaland, þar sem við erum í
sveitaskólum væri kannski gaman
að læra smá landbúnað,“ er bent á.
Þjónusta Strætó er unga fólkinu
hugleikin. Þau segja vanta strætó-
skýli bæði á Hellu og við Vegamót.
Bæta þurfi við ferðum. „Asnalegt
að það fari tveir strætóar næstum
á sama tíma og síðan enginn strætó
fyrr en nokkrum tímum seinna,“
segja krakkarnir hreint úr.
Að lokum má nefna að ungmenn-
in vilja gera Hellu að krúttlegra
þorpi. Til dæmis með því að setja
klukkur, heilræði og broskalla á
ljósastaura í bænum. Þau vilja einn-
ig breytingu á sumarhátíðinni Töðu-
gjöldum sem haldin er eftir versl-
unarmannahelgina. „Þarf að peppa
þau upp fyrir ungmenni á aldrinum
13 til 20 ára,“ er bent á og stungið
upp á alls kyns skemmtunum í því
skyni, meðal annars drullufótbolta
og „froðustríði á plastdúk“.
gar@frettabladid.is
Hella verði krúttlegri
og laus við hrepparíg
Þátttakendur á Ungmennaþingi í Rangárþingi ytra vilja losna við ríg sem þeir
segja vera milli Hellu og Hvolsvallar. Ungmennin segja áætlun Strætó asnalega.
Þau vilja gera umhverfið öruggara og strangari reglur um kúkandi ferðamenn.
Glaðbeittir fulltrúar á Ungmennaþinginu hafa margar tillögur um betra og skemmtilegra samfélag. Mynd/EiríkUr VilhElM
Æska rangárþings í vinnuham á Ungmennaþinginu. Mynd/EiríkUr VilhElM
Asnalegt að það
fari tveir strætóar
næstum á sama tíma og
síðan enginn strætó fyrr en
nokkrum tímum seinna.
Ungmennaþing Rangárþings ytra
2017
DaNMÖRK Lektor við Kaupmanna-
hafnarháskóla, Steen Laugesen
Hansen, segir að þriðji hver nem-
andi sem hann kennir sé of latur og
ófær um að nema við æðri mennta-
stofnun, að því er greint er frá í frétt
Kristilega Dagblaðsins.
Honum finnist oft eins og að
nemendurnir hafi komist í gegnum
framhaldsskóla án þess að nokkrar
kröfur hafi verið gerðar til þeirra.
Svo búist þeir við að hið sama gildi
um háskólann. Þess vegna verði þeir
fúlir og móðgaðir yfir því að falla á
prófum hjá honum í stað þess að
velta því fyrir sér hvað varð til þess
að þeir féllu og hvernig þeir geti
bætt sig.
Stærðfræðikunnáttu er einkum
ábótavant, að sögn lektorsins. Hann
skoðaði lokapróf í grunnskóla frá
2011. Helmingur nemanna gat ekki
deilt með 6 í töluna 1.812 eftir níu
ára skólagöngu. Samt hafi margir
þeirra farið í framhaldsskóla. Lekt-
orinn, sem kennir lífeðlisfræði, segir
að færri en tíundi hver þeirra dýra-
læknanema sem hann kennir ráði
við brotareikning og færri en annar
hver kann prósentureikning. – ibs
Þriðjungur nemenda ófær um háskólanám
Helmingur nemanna gat
ekki deilt með 6 í töluna
1.812 eftir níu ára skóla-
göngu.
2 9 . j ú N í 2 0 1 7 F I M M T U D a G U R10 F R é T T I R ∙ F R é T T a B l a ð I ð
2
9
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
3
9
-B
4
B
C
1
D
3
9
-B
3
8
0
1
D
3
9
-B
2
4
4
1
D
3
9
-B
1
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
9
B
F
B
0
8
0
s
_
2
8
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K