Fréttablaðið - 29.06.2017, Page 16
Tækni Hægt er að bólusetja tölvur
við gagnagíslatökuveiru sem skók
heiminn fyrr í vikunni og hafði
meðal annars áhrif á úkraínska
seðlabankann, rússneska olíufyrir-
tækið Rosneft og spítala í Pittsburgh
í Bandaríkjunum. Frá þessu er greint
á tæknifréttasíðunni Bleeping
Computer.
Veiran virkaði þannig að öll gögn
á sýktum tölvum voru dulkóðuð og
þurfti að reiða 300 Bandaríkjadali af
hendi til að fá gögnin til baka.
Til þess að bólusetja tölvu þarf að
búa til svokallaða „read-only“ skrá og
nefna hana „perfc“ í möppunni „C:\\
Windows“. Þannig muni veiran ekki
geta tekið gögn í viðkomandi tölvu
í gíslingu. Hins vegar muni tölvan
áfram vera smitberi og þannig geta
smitað aðrar tölvur. Ekki hefur fund-
ist leið til að koma í veg fyrir það.
Einfaldasta lausnin til að koma
í veg fyrir að smitast af veirunni er
hins vegar að uppfæra Windows-
stýrikerfið. – þea
Bólusetja við tölvuveirum
Ekki er enn hægt að bólusetja tölvur
með sprautum. Nordicphotos/AFp
Lögregla þurfti að varpa táragasi á mótmælendur í Karakas í gær. Nordicphotos/AFp
Venesúela Óljóst er hversu mikils
stuðnings Oscar Pérez, lögregluþjónn
sem stal þyrlu og varpaði úr henni
sprengjum á hús hæstaréttar lands-
ins í Karakas, höfuðborg Venesúela,
í gær nýtur. Pérez birti myndband á
Instagram í gær þar sem hann lýsti
yfir ábyrgð á árásinni. Fyrir aftan hann
stóðu fjórir grímuklæddir og þung-
vopnaðir menn.
„Við erum bandalag hermanna,
lögreglumanna og almennra borgara
sem vill koma á jafnvægi í Venesúela
og vinna gegn glæpamönnunum sem
fara með stjórn ríkisins,“ sagði Pérez í
myndbandinu. Hann bætti því við að
bandalagið aðhylltist enga stjórnmála-
stefnu og studdi engan flokk. Þeir væru
einfaldlega föðurlandsvinir.
Fjórum handsprengjum var varpað
á hæstaréttarbygginguna og þá var
fimmtán skotum skotið að húsi innan-
ríkisráðuneytisins, að því er segir í frétt
Reuters. Enginn særðist í árásinni.
Nærri dagleg fjöldamótmæli hafa
verið gegn ríkisstjórn Nicolas Maduro
forseta undanfarna mánuði og hafa
nærri hundrað manns farist í átökum
við her og lögreglu. Mótmæli hafa þó
verið tíð frá árinu 2014 og hafa um það
bil fimmtíu til viðbótar látið lífið síðan
þá. Talið er að um tíu þúsund hafi verið
handtekin við mótmæli undanfarin ár.
Helstu ástæður mótmælanna eru
spilling og afar slæmt ástand efnahags-
mála þar í landi. Samkvæmt Gallup
telja flestir íbúar Venesúela ríkisstjórn-
ina spillta. Þá er gríðarleg verðbólga og
mikill skortur á matvælum og öðrum
nytjavörum í landinu.
Í könnun Datos telur rúmur helm-
ingur að sósíalísk ríkisstjórn Maduros
beri ábyrgð á einkar slæmu ástandi
efnahagsmála. Sjálfur hefur Maduro
sagt að kapítalistar heyi efnahagslegt
stríð gegn ríki sínu.
Ef Pérez nýtur raunverulegs stuðn-
ings gæti verið að óeirðir og mótmæli
undanfarinna ára taki á sig nýja mynd
og umbreytist í raunverulega borgara-
styrjöld. Einnig er mögulegt að Pérez
spili sig nú stærri en hann er og að
Maduro stafi ekki raunveruleg hætta
af honum.
Forsetinn kallaði árásina hryðju-
verkaárás. Þá skipaði hann hernum
að vera vel á varðbergi. „Ég hef skipað
hernum öllum að standa vörð um frið-
inn. Fyrr eða síðar munum við hand-
sama þá sem frömdu þessa hryðju-
verkaárás,“ sagði Maduro í gær.
Maduro sagði að árásarmennirnir
vildu fremja valdarán. Fyrr í vikunni,
á þriðjudag, ítrekaði Maduro ásak-
anir sínar í garð Bandaríkjanna um
að ríkisstjórn Donalds Trump Banda-
ríkjaforseta styddi slíkar tilraunir. Á
mánudag tilkynnti hann um að fimm
hefðu verið handteknir, grunaðir um
að leggja grunninn að innrás Banda-
ríkjanna í Venesúela.
thorgnyr@frettabladid.is
Borgarastyrjöld eða
aðeins einangrað tilvik
Lögreglumaður stal þyrlu og varpaði sprengjum á hús hæstaréttar í Venesúela.
Ekki er ljóst hvort hann nýtur raunverulegs stuðnings. Forsetinn segir árásina
hryðjuverk og tilraun til valdaráns og grunar að Bandaríkjastjórn styðji slíkt.
Fyrr eða síðar
munum við hand-
sama þá sem
frömdu þessa
hryðjuverka-
árás
Nicolas Maduro-
forseti Venesúela
Tala látinna ekki ljós í bráð
BreTland Ekki verður ljóst hversu
margir létust þegar Grenfell-turn-
inn í Lundúnum brann fyrr en í
fyrsta lagi um áramótin. Eins og er
er talið að áttatíu hafi farist í elds-
voðanum. Frá þessu greindi lög-
regla borgarinnar í gær.
Rannsókn lögreglu hefur leitt í
ljós að stærstur hluti hinna látnu
hafi verið í 23 af 129 íbúðum
borgarinnar. Alls hafi 151 heimili
brunnið í eldsvoðanum, flest í turn-
inum en þó nokkur í nærliggjandi
byggingum.
„Það sem ég get sagt er að um
áttatíu eru talin látin eða er enn
saknað og þá líklegast látin,“ sagði
Fiona McCormack hjá rannsóknar-
lögreglu í gær.
McCormack bætti því við að hún
vildi ekki að nokkurt fórnarlamb
myndi gleymast. „Við verðum að
gera okkur grein fyrir öllum þess-
um harmleik í heild sinni,“ sagði
McCormack.
Hún sagði lögregluþjóna nú búa
fjölskyldur undir þann veruleika
að líklega verði aldrei hægt að bera
kennsl á lík allra. „Margar íbúðanna
gjöreyðilögðust.“ – þea
Um áttatíu manns eru taldir af.
FréttAbLAðið/EpA
Af hverju krosslímt tré?
• Umhverfisvæn og sjálfbær framleiðsla
• Léttari en steypa
• Frábær einangrun
• Engar kuldabrýr sem bjóða heim raka
og myglu
• Mjög fljótlegt að reisa
• Einstakir burðareiginleikar
• Jarðskjálftaþol eins og best getur orðið
• Þynnri veggir - meira innra rými
• Notalegt og heilsusamlegt innra umhverfi
Smiðjuvegi 3 - 200 Kópavogur - Sími 412 1700
idex@idex.is - www.idex.is
idex.is - sím 412 1700
framl.- sölu- og þjónustuaðili
Schüco á Íslandi
- merkt framleiðsla
• Íslensk framleiðsla, framleitt af Idex
álgluggum ehf.
• Hágæða álprófílkerfi frá Schüco
• Schüco tryggir lausnir og gæði
• Þekking og þjónusta
• Áralöng reynsla
Fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi
tegundum bygginga
Álgluggar
- þegar gæðin skipta máli
www.schueco.is
Byggðu umhverfisvænt hús
-úr krosslímdu tré
Byggðu til framtíðar
með lausnum frá IDEX
Urðarhvarfi 4 / 203 Kópavogi
Sími 557 4848 / www.nitro.is
RAFMAGNSVESPUR
Þarf ekki próf, tryggja eða skrá!
149.900,-
Svört, rauð eða hvít
Þarf ekki próf,
tryggja eða skrá!
BreTland Fyrrverandi lögreglu-
stjórinn David Duckenfield var í
gær ákærður fyrir 95 manndráp. Um
er að ræða þá 95 sem dóu í harm-
leiknum á Hillsborough-fótbolta-
vellinum árið 1989. Létust þá 95
stuðningsmenn Liverpool og einn
lést af sárum sínum fjórum árum
seinna. Duckenfield var umsjónar-
maður leiksins fyrir hönd lögreglu.
Theresa May forsætisráðherra
tilkynnti þetta á þingfundi í gær.
Sagðist hún viss um að þetta yrði
dagur blendinna tilfinninga fyrir
fjölskyldur fórnarlambanna.
Þá var fyrrverandi lögreglumað-
urinn Norman Bettison ákærður
fyrir að hafa sagt fórnarlömbin
bera ábyrgð sjálf stuttu eftir atvik-
ið. Graham Mackrell, fyrrverandi
ritari Sheffield Wednesday, liðsins
sem spilar á og rekur Hillsborough,
er ákærður fyrir að brjóta lög um
öryggi og tveir aðrir yfirmenn lög-
reglu fyrir að hindra framgang rétt-
vísinnar. – þea
Ákært fyrir Hillsborough
96
létust á Hillsborough-vell-
inum árið 1989 þegar Liver-
pool og Nottingham Forest
áttu að spila í FA-bikarnum.
2 9 . j ú n í 2 0 1 7 F i M M T U d a G U r16 F r é T T i r ∙ F r é T T a B l a ð i ð
2
9
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
3
9
-8
8
4
C
1
D
3
9
-8
7
1
0
1
D
3
9
-8
5
D
4
1
D
3
9
-8
4
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
8
0
s
_
2
8
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K