Fréttablaðið - 29.06.2017, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 29.06.2017, Blaðsíða 41
Við reynum að skilja mann-eskjuna. Flestir eru sérfróðir um sjálfa sig, en við erum sérfræðingar í að koma auga á mynstur, beita og fræða um tæki og tól sem sýnt hefur verið fram á að geti hjálpað. Þannig hjálpum við fólki að hjálpa sér sjálft og gerum okkur óþörf þegar vel er unnið úr vandanum,“ segir Tómas Kristjánsson, sálfræðingur sem sérhæfir sig í svefnröskunum og alvarlegu þunglyndi með sjálfs- vígshugsunum. Tómas er einn nítján í þverfaglegu teymi Sálfræð- inganna Lynghálsi, þar sem unnið er að heildrænni nálgun innan mismunandi aldurshópa. „Við segjum stundum að þrjár hliðar séu á öllum málum. Upp- lifun einstaklingsins, upplifun þess sem deilir reynslunni með honum og það sem raunverulega gæti hafa gerst,“ segir Sigríður Björk Þor- mar, doktor í áfallasálfræði. „Við einblínum á vandann og hvernig unnt er að vinna með hann. Oftar en ekki berum við kennsl á vanda sem leynist undir yfirborðinu en það getur tekið tíma að byggja upp traust og þora að létta á sér um hvað raunverulega ami að.“ Heill fjölskyldunnar í fyrirrúmi Það er eins árs afmæli hjá Sál- fræðingunum Lynghálsi. Stofan er einstök í sinni röð því þar starfar hópur sálfræðinga með ólík sér- svið sem saman mæta fjölþættum vanda. „Við leggjum áherslu á almenna sálfræðiþjónustu fyrir allan aldur, greiningu barna og fullorðinna, fjölskylduráðgjöf og áfallahjálp,“ segir Sigríður. „Við nálgumst mál frá mismunandi hliðum og með teymisvinnu okkar á milli, og þá alltaf með fullu samþykki skjól- stæðinga okkar. Breið sérfræði- þekking er innan stofunnar og við erum í nánu samstarfi við Rauða krossinn um þjónustu við þeirra starfsfólk og sjálfboðaliða og skjólstæðinga þeirra svo sem hælisleitendur og er einn af okkar sálfræðingum, Hrafndís Tekla Pétursdóttir, í hælisleitendateymi Reykjavíkurborgar. Einnig erum við í nánu samstarfi við viðbragðs- aðila í neyðarþjónustu, bæði hvað varðar úrvinnslu erfiðra áfalla í starfi og fræðslu til starfsfólks eða sjálfboðaliða,“ útskýrir Sigríður. Sérfræðingar Sálfræðinganna Lynghálsi starfa á sviði sálfræði og félagsráðgjafar, og eru í nánu sam- starfi við geðlækna og markþjálfa. „Vakning hefur orðið fyrir fjöl- skyldumeðferð þar sem velferð fjölskyldunnar er höfð að leiðar- ljósi,“ segja Guðbjörg Helgadóttir og Elsa Inga Konráðsdóttir fjöl- skyldufræðingar. „Fjölskyldumeð- ferð er gagnreynt meðferðarúrræði þegar til dæmis er tekist á við líkamleg og andleg veikindi, áföll af ýmsum toga, sorgarferli, barna- uppeldi, ágreining af ýmsu tagi, kynlífsvandamál og breytt fjöl- skyldumynstur í kjölfar skilnaðar. Fleiri gefa því nú gaum að þegar einn veikist innan fjölskyldu veik- ist fjölskyldunetið líka og þá þarf að skoða fjölskyldumynstrið og oft koma fleiri en einn úr fjölskyldu í meðferð. Slík mynstur fyrirfinnast í flestum fjölskyldum í einhverjum mæli. Samband foreldra/hjóna og para er mikilvægur þáttur í velferð fjölskyldunnar og þá er mikilvægt að geta boðið hjóna- og pararáð- gjöf samhliða eða eingöngu, allt eftir eðli vandans,“ segir Elsa. Fjöl- skyldu-, para- og hjónaráðgjöf er stór þáttur í starfi Sálfræðinganna Lynghálsi og getur sannarlega hjálpað þeim sem komnir eru í ógöngur. Guðbjörg undirbýr nú námskeið fyrir fullorðna, ættleidda einstakl- inga, sem og fullorðin fósturbörn og fjölskyldur þeirra. „Ég vinn mikið með óhefðbund- in fjölskyldubönd, samsettar fjöl- skyldur og fjölskyldur geðfatlaðra og mér finnst áhugavert að skoða tvöfaldan uppruna. Fólk sem á sér annan uppruna, falið fjölskyldu- líf eða líf sem aldrei varð. Það er mikið mál að upplifa slíkt og margt sem þarf að vinna með.“ Styttri bið eftir greiningu Kristjana Magnúsdóttir, sálfræð- ingur með sérhæfingu í fötlunar- sálfræði og frávikum í taugaþroska barna, vinnur að greiningu á frá- vikum í taugaþroska og líðan hjá börnum og fullorðnum. Um er að ræða frávik á borð við einhverfu, ADHD og kvíða. Greiningarnar eru gerðar í samvinnu við barnalækna eða geðlækna. Í sumum tilfellum, þegar verið er að greina börn með fötlun, þarf að fá frekari staðfest- ingu á greiningum hjá sérhæfðum stofnunum. „Það er einstakt að geta stytt biðina með því að leita úrræða hjá Sálfræðingunum Lynghálsi. Tenging okkar við lækna er mikilvæg því liðið getur langur tími á milli þess að vera greindur hjá sálfræðingi og komast til geð- læknis,“ segir Kristjana sem gerir einhverfu- og ADHD-greiningar á stofunni. „Til mín koma full- orðnir einstaklingar með grun um ofvirkni og athyglisbrest eða einhverfu, oft til að fá staðfestingu á grun sínum. Þeir sem greinast með ADHD hafa þá möguleika á að hitta geðlækni og fá lyf en í raun snýst það líka um að fá skilning á sinni röskun. Sjálfsmyndin batnar þegar skýring liggur fyrir á atferli og tilveran breytist til batnaðar,“ segir Kristjana. Tómas sinnir meðal annars full- orðnum einstaklingum sem glíma við svefnraskanir hjá Sálfræðing- unum Lynghálsi. „Margir sem verið hafa á svefnlyfjum í áratugi, eða ekki fengið endurnærandi svefn árum saman og ekki litið á það sem vandamál, eru nú að vakna til vitundar um að til séu fleiri úrræði en svefnlyf. Hugræn atferlismeð- ferð gegn svefnröskun, er hrað- virk og árangursrík og auðveld að tileinka sér. Góður nætursvefn, hreyfing og mataræði eru grunn- stoðir andlegrar heilsu og því brýnt að koma svefni í gott horf.“ „Línuleg fylgni er á milli svefn- vanda og andlegrar heilsu. Þegar fólk sefur illa aukast líkur á kvíðaeinkennum og þunglyndi. Fæstir eru meðvitaðir um þennan algenga vanda en þegar fólk leitar til okkar með kvíða og þunglyndi byrjar maður oft á að leiðrétta svefninn,“ segir Sigríður. Sama á við um kvíðameðferð; til eru fljótvirk úrræði sem taka lyfja- gjöf fram þegar til lengdar er litið. „Lyf eru kannski fljótvirkari í fyrstu en rannsóknir sýna að hugræn atferlismeðferð virkar mjög vel, sérstaklega með lang- tímaárangur í huga. Niðurstöður rannsókna sýna að meiri líkur eru á langtíma bata við kvíða hafi einstaklingur ekki verið á lyfjum,“ segir Sigríður. „Með því að fara í gegnum hugræna atferlismeðferð tileinkarðu sjálfum þér hugsan- lega sigurinn í stað þess að skrifa batann á lyfin.” „Helst vildum við kenna þeim sem þjást af kvíða einfaldar og árangursríkar aðferðir byggðar á hugmyndafræði hugrænnar atferlismeðferðar sem hægt er að tileinka sér út ævina,“ segir Krist- jana. Vanvirk ungmenni vandamál „Tveir hópar eru okkur sérstakt hugarefni og oft ekki nefndir í umræðu,“ segir Sigríður. „Annars vegar unglingar í íþróttum sem takast á við höfnun þegar þau eru sett út eða komast ekki í það lið sem þau stefna á, eða meiðast sem getur haft í för með sér að sjálfs- myndin skekkist. Slíkt getur reynst börnum áskorun og við hjálpum þeim að byggja upp sjálfsmyndina og með ýmis bjargráð til að takast á við höfnun. Elín Anna Baldurs- dóttir sálfræðingur hefur sér- hæft sig í þessum hópi hjá okkur, verandi sjálf keppnismanneskja í íþróttum.“ Hinn hópurinn eru ungmenni á aldrinum 17 til 23 ára, sem flosnað hafa úr námi eftir skólaskyldu. „Sá sístækkandi hópur er að verða virkilegt áhyggjuefni í okkar samfélagi; ungmenni sem ná ekki að fóta sig neins staðar og einangr- ast æ meira; yfirleitt í tölvuleikjum. Þau verða verulega vanvirk, hvorki vinna né eru í skóla, og oft með kvíðaröskun á háu stigi, en þó þannig að fjölskyldan áttar sig ekki á því heldur horfir á hegðunina sem ofnotkun á tölvu (stundum fíkn) eða leti. Þau byrja í áhuga- verðum tölvuleik, lenda í vítahring ofnotkunar (fíknar), hitta ekki vinina um tíma og þá verður æ erfiðara að hafa samband við vini sem þau hafa ekki hitt lengi. Smám saman lokast þau inni í skel og það breytist í kvíðaröskun, ef hún er ekki upphaflega orsökin fyrir ofnotkun á leik, og jafnvel félags- fælni.“ „Ofnotkun getur laumast inn í líf margra nú til dags og það er mikil- vægt að skoða hvort við séum að vanrækja eitthvað mikilvægt í lífi okkar,“ segir Gunnar Örn Ingólfs- son sálfræðingur, sem sérhæfir sig í þessum vanda. Guðbjörg bendir á að slíkar aðstæður skapi togstreitu á heim- ilum. „Þetta er alvarlegt og mikið vandamál, skapar svefnvanda unglingsins og fjölskyldunnar allrar þegar unglingurinn er á ferð til klukkan fimm á morgnana, að fá sér að borða um miðjar nætur og allar grunnstoðir raskast. Vandi barna af þessu tagi eykst stöðugt og æ fleiri börn og unglingar sem greinast með kvíða og þunglyndi vegna þessa.“ Upplýsingar um alla meðferðarað- ila hjá Sálfræðingunum Lynghálsi og sérhæfingu þeirra er að finna á salfraedingarnir.is. Hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft „Hlúðu að andlegri líðan“ eru einkunnarorð Sálfræðinganna á Lynghálsi. Þar vinnur þverfaglegt teymi með sérþekkingu í sálmeinafræði barna, ungmenna og fullorðinna, áföllum og afleiðingum þeirra. Móttökur hjá Sálfræðingunum Lynghálsi eru hlýjar og góðar. Þangað er gott að leita þegar eitthvað bjátar á í sálarlífinu og fá aðhlynningu hjá reynslumiklu, þverfaglegu teymi sérfræðinga. Á myndinni er samankominn stærstur hluti sérfræðinganna, fyrir utan þrjá sem vantar á myndina. MYND/EYÞÓR Áhyggjuefni er sístækkandi hópur ungmenna sem ná ekki að fóta sig neins staðar og einangrast æ meira. Þau verða verulega vanvirk, hvorki vinna né eru í skóla, og oft með kvíða- röskun á háu stigi. KYNNINGARBLAÐ 5 F I M MT U DAG U R 2 9 . j ú n í 2 0 1 7 2 9 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 8 0 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 3 9 -6 A A C 1 D 3 9 -6 9 7 0 1 D 3 9 -6 8 3 4 1 D 3 9 -6 6 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 8 0 s _ 2 8 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.