Fréttablaðið - 29.06.2017, Page 20
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000,
ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson
magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Þorbjörn
Þórðarson
thorbjorn@frettabladid.is
Liðna daga hafa landsmenn fengið fréttir af stór-felldum flotaæfingum Natóherja hér við land. Ekki skortir háfleyga stuðningsmenn hernaðarbanda-
lagsins sem lofsyngja viðbúnaðinn og telja hann stuðla
að friði og öryggi. Ekkert er fjær sanni. Staðreyndin er sú
að Atlantshafsbandalagið hefur engu jákvæðu hlutverki
að gegna á sviði öryggismála í heiminum. Þvert á móti
má færa rök fyrir því að það sé það fyrirbæri í veröldinni
sem helst grafi undan öryggi almennings. Nató hefur allt
frá stofnun sinni fyrst og fremst gegnt því hlutverki að
framfylgja stefnu Bandaríkjastjórnar í alþjóðamálum
og verið hentugt tæki til að nota í stríðum þeim sem
stjórnin í Washington kýs að stofna til.
Hagsmunir vopnaframleiðenda
Aðildarríki Nató eru í hópi mestu vopnaframleiðenda
og vopnakaupenda heims. Hagsmunir vopnafram-
leiðenda eru einatt í forgangi hjá leiðtogum banda-
lagsríkja, líkt og sjá hefur mátt á liðnum vikum þegar
Bandaríkjamenn hafa undirritað stóra vopnasölu-
samninga við bæði Sádi-Arabíu og Katar á sama tíma
og löndin eru komin í hár saman. Linnulaus innspýting
vopna inn á svæði sem þegar logar í ófriði mun aðeins
gera illt verra.
Nató var í aðalhlutverki í Líbýustríðinu fyrir sex
árum og hefur nú í sextán ár staðið í hernaði í Afgan-
istan sem ekki sér fyrir enda á. Bæði þessi stríð eru
veigamiklar ástæður fyrir flóttamannabylgju síðustu
ára. Þrátt fyrir algjört skipbrot íhlutunarstefnu sinnar
sýnir Nató og aðildarríki þess engin merki um breytta
stefnu.
Flotaæfingarnar eru hneisa
Nató hefur með eldflaugakerfum sínum stuðlað að
því að endurvekja kjarnorkuvopnakapphlaupið og
meðlimir þess hafa staðið gegn öllum tilraunum til
að banna slík vopn. Af þessu má sjá að það eru engir
aufúsugestir sem hafst hafa við í íslenskri landhelgi á
síðustu dögum. Gleymum því ekki að megintilgangur
heræfinga er einmitt sá að undirbúa stríð og þjálfa sig í
manndrápum. Flotaæfingar Nató á Íslandi eru hneisa.
Stríðsiðnaðurinn nærður
Gleymum
því ekki að
megin
tilgangur
heræfinga er
einmitt sá að
undirbúa
stríð og þjálfa
sig í mann
drápum.
Flotaæfingar
Nató á
Íslandi eru
hneisa.
Stefán Pálsson
sagnfræðingur
Tölfræðileg gögn og niðurstöður rann-sókna hafa leitt í ljós í ljós að mann-eskjan verður sjálfhverfari og sjálfmið-aðri með tímanum.Árið 1950 töldu 12 prósent banda-rískra ungmenna á lokaári miðskóla
sig vera „mjög mikilvægar manneskjur“ samkvæmt
könnun Gallup. Árið 2005 var þetta hlutfall komið
upp í 80 prósent. Poppmenning, kvikmyndir og
bækur geyma þann boðskap að fólk eigi að hlusta á
sjálft sig og sína innri rödd, sama hvað aðrir segja. Í
samfélagi þar sem allir hlusta og treysta sjálfum sér
er minna svigrúm fyrir auðmýkt og viðurkenningu á
eigin takmörkunum.
David Brooks, pistlahöfundur The New York Times,
segir í bók sinni The Road To Character að vits-
munaleg auðmýkt sé rétt sjálfsmat úr fjarlægð. Það sé
að fjarlægjast sjálfhverfu yngri áranna þar sem eigin
tilvist er þungamiðjan og þekur allan strigann, ef lífið
væri málverk, yfir í breiðmynd þar sem manneskjan
er hluti af stærri heild. Þannig geti manneskjan vegið
og metið kosti sína og galla og séð hlutverk sitt í lífinu
og samfélaginu í stærra samhengi. Brooks segir að
sönn viska sé að viðurkenna og horfast af auðmýkt í
augu við takmarkanir sínar og þekkingarleysi.
Það er dálítið athyglisvert að setja þetta í samhengi
við stjórnmál. Hvenær gerðist það síðast að stjórn-
málamaður á Íslandi svaraði spurningu með svarinu
„Ég veit það ekki“? Það gerist ekki oft en það kemur
fyrir. Á síðustu árum má nefna Rögnu Árnadóttur
sem var dómsmálaráðherra utan þings 2009-2010
og Jón Gnarr í embætti borgarstjóra 2010-2014. Með
einlægni komu þau bæði eins og ferskur andblær
inn í stjórnmálin en hvorugt þeirra hafði bakgrunn í
pólitík.
Ástæða þess að stjórnmálamenn viðurkenna
sjaldan þekkingarleysi er að verðmiði auðmýktar á
tímum falsins og froðunnar er lægri. Stjórnmálamenn,
rétt eins og fréttamenn og pistlahöfundar dagblaða,
lifa og hrærast í veröld sem hampar þeim sem hafa
svörin á reiðum höndum. Það er engin eftirspurn eftir:
„Ég veit það ekki“ á tímum sem keyra áfram á ljós-
hraða internets og samfélagsmiðla. Nútímasamfélagið
verðlaunar ekki auðmýkt heldur mikilfengleika.
Donald Trump náði árangri í forvali Repúblikana
með því að niðurlægja keppinauta sína og upphefja
sjálfan sig á þeirra kostnað. Hann lét aldrei stað-
reyndir máls vefjast fyrir sér á þeirri vegferð. Hægt er
að nefna svipuð dæmi úr íslenskum veruleika, þótt
þau séu ekki jafn öfgakennd. Við sjáum þetta stundum
á Alþingi þar sem upphrópanir eru almennt viður-
kenndur gjaldmiðill. Andsvörin þurfa að vera hnyttin,
beitt og ýkt til að komast á flug í ljósvakanum.
Verðmætustu stjórnmálamennirnir eru samt þeir
sem búa yfir nægilega mikilli visku til að horfast í augu
við eigin galla og viðurkenna að þeir hafi ekki svörin
á reiðum höndum. Því þá hafa þeir tamið sér sanna
auðmýkt og líf í heiðarleika. Það gerist hins vegar ekki
nema með hugarfarsbreytingu þeirra sem fara með
atkvæðisréttinn. Ef samfélagið verðlaunar ekki auð-
mýkt verður minna framboð af henni.
Ég samfélagið
Nútímasam
félagið verð
launar ekki
auðmýkt
heldur mikil
fengleika.
Eplið og eikin
Sjaldan fellur eplið langt frá
eikinni, segir málshátturinn.
Einhverjum kann að vera hugsað
til þess þegar frásögn barst frá
fyrrverandi starfskonu Stígamóta
sem kvaðst hafa upplifað einelti
og andlegt ofbeldi þar í starfi.
Gagnrýndi hún sérstaklega hæst-
ráðanda hjá Stígamótum, sem er
Guðrún Jónsdóttir. Stígamót hafa
ákveðið að fá vinnustaðasálfræð-
ing til að gera úttekt á starfsum-
hverfinu þar. Þessi atburðarás
vekur athygli því ekki er langt
síðan dóttir Guðrúnar, Sóley
Tómasdóttir, átti í deilum við Líf
Magneudóttur í borgarstjórnar-
flokki VG. Ákvað flokkurinn að
kalla til vinnustaðasálfræðing til
aðstoðar.
Bjarnargreiðinn
Efnahags- og framfarastofnunin
hélt blaðamannafund í vikunni til
að kynna úttekt á stöðu efnahags-
mála. Niðurstaðan varð sú að flest
væri í lagi en helst eru áhyggjur
af að of miklar launahækkanir
geti leitt til verðbólgu. Í sömu
vikunni skammtar kjararáð þeim
sem undir ráðið heyra ríflegar
launahækkanir. Þótt ráðherrum
og þingmönnum sem bera ábyrgð
á efnahagsmálunum þyki eflaust
gott að fá meira í vasann kann
launahækkunin að vera bjarnar-
greiði. Draumar hinna sömu um
að fá verkalýðshreyfinguna að
samstarfi um nýtt vinnumarkaðs-
líkan hljóta að vera að engu
orðnir. jonhakon@frettabladid.is
2 9 . j ú n í 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R20 s k o ð U n ∙ F R É T T A B L A ð I ð
SKOÐUN
2
9
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
0
8
0
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
3
9
-6
0
C
C
1
D
3
9
-5
F
9
0
1
D
3
9
-5
E
5
4
1
D
3
9
-5
D
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
8
0
s
_
2
8
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K