Fréttablaðið - 02.09.2017, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 02.09.2017, Blaðsíða 20
Komdu og kíktu á opnunartilboðin! Veisluspjót mætir með grillvagninn kl. 14:00 Vöru- kynningar Fullt af opnunartilboð um Þrautabrautfyrir hunda Opnunarhátíð á laugardaginn í nýrri verslun okkar á Fiskislóð 1 í Ellingsen húsinu Nammi fyrir alla ferfætlinga sem koma í heimsókn Fótbolti Eftir frækinn sigur á Kró­ atíu í byrjun sumars standa strákarnir okkar vel að vígi í baráttunni um sæti á HM í Rússlandi næsta sumar. Ísland og Króatía eru jöfn að stigum í efsta sæti riðilsins en sigurvegari hans fer beint til Rússlands. Líklegt er að annað sæti riðilsins dugi til að komast í umspilsleiki í nóvember. Landsliðið hefur verið saman í Finnlandi síðan á mánudag. Fyrstu dagana æfði það í Helsinki en hélt svo til Tampere á fimmtudag, þar sem leikurinn fer fram klukkan 16.00 í dag. Finnar eru í sárum eftir slæmt gengi í riðlinum en þeir eru með aðeins eitt stig að loknum sex leikjum. Það hefur allt gengið á afturfótunum og líklega er sárast tapið gegn Íslandi á Laugar­ dalsvelli í fyrra, er Finnar misstu niður 2­1 forystu á lokamínútunum og fengu á sig afar umdeilt sigurmark. Heimir Hallgrímsson segir þó að það sé annar bragur á íslenska liðinu í dag en fyrir ári, er strákarnir okkar voru enn að ná áttum eftir magnað sumar og frábært gengi á EM í Frakk­ landi. „Það er höfuðverkur að velja liðið núna. Hópurinn er jafnari en áður Þurfum að byrja betur og sækja hraðar Gylfi Þór Sigurðsson var einbeitingin uppmáluð á æfingu íslenska liðsins í Tampere í gær. Ísland vann Finnland á Laugar- dalsvellinum fyrir ári og þarf að endurtaka leikinn í dag til að halda í vonina um að komast á HM. FréTTabLaðið/EPa og margir sem gera tilkall til þess að spila. Það góða er að margir hafa verið að spila vel með sínum félagsliðum. Þetta er því góður hausverkur,“ sagði Heimir Hallgrímsson við íþróttadeild í gær. betri en fyrir ári Finnska liðið leyfði íslenska liðinu að vera með boltann í fyrri leik liðanna og beitti skyndisóknum með góðum árangri. „Þeir voru með fimm manna vörn og var erfitt að brjóta þá niður. Þeir gáfu okkur líka tíma með bolt­ ann og var Ísland með boltann í 70 prósent tímans í landsleik, sem hefur líklega ekki gerst áður. Við kunnum ekki að fara með það.“ Hann segir að það sé annar bragur á finnska liðinu nú en fyrir ári. Það var skipt um landsliðsþjálf­ ara í desember og eins og Heimir bendir á eru yngri og frískari menn í liðinu. „Þeir hafa engu að tapa og verða mun ákveðnari fram á við en þeir voru í leiknum á Íslandi. Við verðum því að vera við öllu búnir,“ segir hann. Aron Einar Gunnarsson lands­ liðsfyrirliði reiknar með baráttuleik. Ísland verður að vinna Finnland í dag til að eiga möguleika á að komast á HM í Rússlandi næsta sumar. Þetta eru þjálfarar og leikmenn íslenska liðsins sammála um. Leikurinn ytra fer fram í Tampere í dag. Það sé mikill hugur í Finnum þrátt fyrir erfiða stöðu í riðlinum. „Þeir eru skipulagðir og þéttir til baka þegar þeir vilja það. Þeir eru betri nú en fyrir ári og munu ekki gefa okkur neitt eftir,“ segir hann. Verðum að skora fyrst Gylfi Þór Sigurðsson segir eins og allir í íslenska liðinu að það ætli sér sigur í dag, enda markmiðið að fara til Rússlands næsta sumar. Minn­ ugur leiksins í fyrra sé ljóst að strák­ arnir þurfi að vera á tánum í dag. „Við þurfum að byrja af krafti og skora fyrsta markið. Ef þeir byrja eins og síðast og ná að skora, þá verður þetta erfitt. Þeir munu falla í vörn og leggja ofurkapp á að verjast. Markmiðið hjá okkur er því að spila betri sóknarleik en síðast og byrja leikinn mun betur.“ Síðar í kvöld tekur Króatía á móti Kósóvó í sama riðli og Úkra­ ína mætir Tyrklandi í hálfgerðum úrslitaleik um hvort liðið ætli að blanda sér í toppbaráttu riðilsins á lokasprettinum. eirikur@365.is Við þurfum að byrja af krafti og skora fyrsta markið. Ef þeir byrja eins og síðast og ná að skora, þá verður þetta erfitt. Gylfi Þór Sigurðsson 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 l A U G A r D A G U r20 s p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð 0 2 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 1 2 0 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D A 5 -B 5 8 0 1 D A 5 -B 4 4 4 1 D A 5 -B 3 0 8 1 D A 5 -B 1 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 2 0 s _ 1 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.