Fréttablaðið - 02.09.2017, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 02.09.2017, Blaðsíða 40
Manchester City keypti bakverði fyrir um 125 milljónir punda í sumar. Alexandre Lacazette 26 árA FrAmherji Landsleikir fyrir Frakkland: 11 Mark fyrir Frakkland: 1 Keyptur á 47,7 milljónir punda frá Lyon Fyrir nokkrum mánuðum benti flest til þess að Alexandre Lacaz­ ette væri á leið til Atlético Madrid. En Arsene Wenger, knattspyrnu­ stjóri Arsenal, nýtti tækifærið þegar Atlético var dæmt í félaga­ skiptabann og fékk Lacazette til Emirates fyrir metverð. Þegar tölfræði Lacazettes með Lyon er skoðuð er ekki skrítið að Arsenal hafi verið tilbúið að borga tæplega 50 milljónir fyrir franska framherjann. Lacazette skoraði ekki mikið fyrstu árin sín hjá Lyon en síðustu fjögur tímabil sín hjá liðinu skoraði hann 91 mark í 133 leikjum í frönsku úrvalsdeildinni. Á síðasta tímabili skoraði Lacaz­ ette mark á 86 mínútna fresti í frönsku deildinni. Það tók Lacazette aðeins 94 sek­ úndur að skora sitt fyrsta deildar­ mark fyrir Arsenal. Hann skallaði þá fyrirgjöf Mohameds Elneny framhjá Kasper Schmeichel, mark­ verði Leicester City, í upphafsleik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni sem Arsenal vann 4­3. Auk þess að skora var Lacazette mjög ógnandi og vinnusamur í leiknum gegn Leic ester. Hann fann sig ekki í 1­0 tapinu fyrir Stoke City í 2. umferð­ inni og byrjaði svo á bekknum þegar Arsenal steinlá fyrir Liver­ pool, 4­0, um síðustu helgi. Lacazette hefur hæfileikana til að blómstra í ensku úrvalsdeild­ inni en spurningin er hvort hann nær að fullnýta þá í liði Arsenal sem er ekki á góðum stað. Nýjasta Skyttan í vopnabúri Arsenal Alexandre Lacazette var aðeins 94 sekúndur að skora sitt fyrsta deildarmark fyrir Arsenal. romelu Lukaku 24 árA FrAmherji Landsleikir fyrir Belgíu: 59 Mörk fyrir Belgíu: 23 Keyptur á 76,2 milljónir punda frá Everton Romelu Lukaku þurfti ekki neinn aðlögunartíma hjá Manchester United eftir félagaskiptin frá Everton. Belginn stóri og stæðilegi skoraði í sínum fyrsta keppnisleik fyrir United; gegn Real Madrid í Ofurbikar Evrópu. Lukaku fylgdi því eftir með því að skora tvö mörk í 4­0 sigrinum á West Ham í 1. umferð í ensku úrvalsdeildinni. Hann varð þar með fjórði leikmað­ ur United sem skorar tvö mörk í fyrsta úrvalsdeildarleik sínum fyrir United. Lukaku skoraði svo eitt marka United í 0­4 sigrinum á Swansea City. Lukaku var keyptur til United til að skora mörk og hann er strax byrjaður að gera það. Honum hefur verið legið á hálsi fyrir að skora aðallega gegn minni liðun­ um í ensku úrvalsdeildinni. En það var nákvæmlega það sem vantaði hjá United á síðasta tímabili. Liðið tapaði allt of mörgum stigum gegn liðum í neðri helmingnum og mörkin voru of fá. United skoraði aðeins 54 mörk á síðasta tímabili en er strax komið með 10 mörk í aðeins þremur leikjum á þessu tímabili. Það er mikil framför. Lukaku kann á ensku úrvals­ deildina. Hann hefur skorað 88 mörk í 189 leikjum og varnarmenn deildarinnar ráða illa við hraðann, styrkinn og kraftinn sem hann býr yfir. Svo er Lukaku aðeins 24 ára gamall. Það er því ekki skrítið að United hafi borgað veglega upp­ hæð fyrir framherjann öfluga. Belginn strax byrjaður að borga til baka Aðeins Sergio Agü- ero og Harry Kane hafa skorað meira í ensku úrvalsdeildinni síðustu fjögur tímabil en Lukaku. Lacazette skoraði mark á 86 mínútna fresti fyrir Lyon í frönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Benjamin mendy 23 árA ViNStri BAkVörður Landsleikir fyrir Frakkland: 4 Ekkert mark fyrir Frakkland Keyptur á 51,75 milljónir punda frá Monaco Pep Guardiola var greinilega ekki nógu ánægður með frammistöðu bakvarða Manchester City á síðasta tímabili því hann lét alla fjóra bak­ verði liðsins fara í sumar. Bacary Sagna, Pablo Zabaleta, Gaël Clichy og Aleksandar Kolarov eru allir komnir yfir þrítugt og Guardiola vildi fá ferskari lappir til að hlaupa fram og aftur kantana hjá City. Spánverjinn keypti bakverði fyrir um 125 milljónir punda í sumar. Dýrastur þeirra var Benj­ amin Mendy en hann kostaði 51,8 milljónir punda. Hann er jafnframt dýrasti varnarmaður sögunnar, hvorki meira né minna. Mendy, sem er 23 ára gamall, Dýrasti varnarmaður fótboltasögunnar sló í gegn með Monaco á síðasta tímabili. Þetta stórskemmtilega lið rauf einokun Paris Saint­Germain á franska meistaratitlinum og komst auk þess alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Mendy er stór og sterkur og býr yfir endalausri orku. Hann er einnig með fínar fyrirgjafir og lagði upp fimm mörk í frönsku úrvals­ deildinni í fyrra og fjögur í Meistara­ deildinni. Mendy hefur því nánast allt sem góður bakvörður í nútíma fótbolta þarf að hafa. Og þessi heildarpakki heillaði Guardiola. Mendy vann sér einnig sæti í franska landsliðinu fyrr á þessu ári og hefur leikið fjóra A­landsleiki. Þeim á eflaust eftir að fjölga á næstu árum. 6 KYNNINGARBLAÐ 2 . s E p t E M B E R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U RENsKI BoLtINN 0 2 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 1 2 0 s _ P 0 8 1 K _ N Y .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D A 6 -2 2 2 0 1 D A 6 -2 0 E 4 1 D A 6 -1 F A 8 1 D A 6 -1 E 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 0 s _ 1 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.