Fréttablaðið - 02.09.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 02.09.2017, Blaðsíða 28
Það sem er gert, það er gert. Þannig að ég horfi bara fram á við enda man ég alveg skammarlega lítið. Man vart eftir börnunum mínum litlum því þar er eitthvað í mínu eðli sem gerir það að ég horfi alltaf fram á við. Ég hugsa að mitt uppeldi og mín æska hafi líka átt sinn þátt í því þar sem ég ólst upp mikið á flækingi og var lítið hjá mínu fólki. En samt er ég lítið fyrir að skipuleggja mikið fram í tímann. Þú átt bara daginn í dag. Þetta er það sem maður lærir í dag og kallast núvitund.“ Margrét Helga dokar við og hugsar sitt og bætir svo við: „En ekki þar fyrir að mér er búið að hund- leiðast undanfarin ár svona af og til. Ég verð að segja það alveg satt.“ Margrét Helga viðurkennir fúslega að hún hafi stundum hugsað um að gera eitthvað annað og að þá hefði hún kosið að fara í einhvers konar umönnunarstörf. „Ég vil fara í vinnu til þess að gera eitthvert gagn og sjá einhvern árangur. Ég gæti aldrei verið í einhverri svona tölvuvinnu eða slíku sem bara rennur frá mér. Einu sinni var ég þrjár vikur í ein- hverri verksmiðju með svona spól- um og það var ekkert betra ástandið á heilanum á mér en þessu blessaða spólukerfi,“ segir Margrét og brosir út í annað. „Ég bara gat þetta ekki.“ Grét og straujaði Þegar talið berst að ferlinum segir Margrét Helga að þar hafi Laxness óneitanlega verið stór áhrifavaldur og sitthvað þaðan sem henni þyki ákaflega vænt um. „Mér þykir til að mynda óhemju vænt um Sigurlínu og eins samleik okkar Gunnu Gísla, það er ein mín dásamlegasta minning.“ Aðspurð hvort það hafi ekki verið sérstakt að vinna í Iðnó þar sem sýn- ingarnar í því litla húsi voru margar hverjar fádæma minnisverðar, eins og Dagur vonar til að mynda, þá segir Margrét Helga að það hafi vissulega verið eftirminnilegt. „Það var ótrú- legt að vinna í því verki. Ég hef unnið töluvert mikið með Stefáni Baldurs- syni og hann hefur boðið mér frá- bær hlutverk en vinnan í Degi vonar er einhver mesta alvöru vinna sem ég hef tekist á við í leikhúsi og er af mörgu góðu að taka. Þetta var erfitt verkefni en stórkostlegt. Eins var dásamlegt að vinna með Bríeti Héðinsdóttur, vinkonu minni, hún var fádæma klár og skemmtileg kona. Svo minnist ég Abigails Party í leikstjórn Hilmis Snæs Guðna- sonar sem var líka eitt af þessum ógleyman legu æfingatímabilum því það var svo gaman hjá okkur að við gátum vart unnið fyrir hlátri. En í raun eru hlutverkin og árin of mörg til þess að það sé sanngjarnt að taka svona út stök verk.“ Margrét Helga segir að líf hennar hafi allt markast af sjö ára tímabilum og í einu slíku hafi komið að því að henni hafi fundist hún vera farin að japla í sírópinu. „Ég var alltaf að leika hvunndagshetjur. Ég grét, straujaði og bakaði brauð í öllum leikritum. Ég hafði alltaf haldið því fram að ég gæti líka verið fyndin og farið í falleg föt. Þannig að ég var að reyna að punta mig á frumsýningum til þess að leik- stjórarnir gætu séð mig í fallegum fötum en það rauk alveg fram hjá þeim,“ segir Margrét Helga kankvís en heldur ótrauð áfram: „En svo kom að því að ég fór alein til London, hafði aldrei komið þang- að. Þar sá ég 22 leiksýningar á 21 degi. Þetta var eftir að ég fékk borgað fyrir kvikmyndina Kristnihald undir jökli og svo fékk ég líka einhverja viður- kenningarstyrki og ég fór með alla þessa peninga til London og keypti fyrir þá leikhúsmiða og var alveg eins og fjósakonan sem fór út í heim. Þetta var áður en við fórum í Borgarleik- húsið og ég gerði þetta vegna þess að mér fannst að fyrir flutningana þyrfti ég að upplifa þessi stóru leikhús. Fór í National Theatre að sjá stórar Peter Hall sýningar með loftfimleikum og alls konar heillandi leikhús. Þarna hitti ég konu sem var sýn- ingarstjóri og hún hnippti í mig og sagði: „Það er leikrit hérna sem þú átt að leika.“ Þetta var Shirley Val- entine og ég keypti leikritið þó svo það væri ekki í sýningu. En það vildi enginn hlusta á mig þegar ég kom heim. Hver ætti svo sem að nenna að hlusta á einhverja eina kerlingu í tvo og hálfan tíma? Þannig að ég fór til Þrándar Thoroddsen með minn varasjóð og fékk hann til þess að þýða verkið. Byrjaði svo bara ein að læra þetta inni á herbergi, þetta eru einhverjar tæplega 80 síður, þétt- skrifað, ansi mikill texti. Hanna Maja tók svo að sér að leikstýra, það var gott að fá hana því við erum ákveðn- ar andstæður leiklistarlega og svo er hún líka mjög smekkleg og með mikla máltilfinningu. Mér bauðst að fara með þetta upp í Gerðuberg en þá vantaði sýningu í Borgarleik- húsinu og þar var þetta sett upp fyrir smápeninga og ég lék 28 sýningar um vorið, fimm á viku og svo fór þetta aftur upp um haustið og gekk heilar 119 sýningar alls. Þetta er það sem ég trúi á. Ég er leidd áfram og með því að stökkva á svona tækifæri þá var ég heppin með að það var þörf fyrir mig og þarna fékk ég að vera fyndin og skemmtileg og ekki bara strauja og gráta. Þetta er dásamlegt verk og hún Sigrún Ástrós er þvílíkt skemmtileg kona – ef maður gæti nú verið svona skemmtilegur.“ Því er við að bæta að lesendum er óhætt að taka þau orð blaðamanns trúanleg að leik- konan gefur persónunni ekkert eftir í skemmtilegheitum. Þetta geri ég ekki Eftir farsælan feril í leikhúsi og kvik- myndum er Margrét Helga enn með hugann við framtíðina og segir að hún hafi ekki verið farin að taka líf- eyri fyrr en hún var orðin 72 ára en verið að vinna á fullu fram að því. „Eftir það hefur mér boðist vinna í leikhúsinu en bæði hefur það rekist á við annað og svo kemur líka fleira til. Þannig að ég ætla ekkert að gera neitt núna nema að mig langi virkilega til þess því ég er er orðin svo sjálfselsk. Enda verð ég að vera sjálfselsk, það er affarasælast,“ segir Margrét Helga og er óræð á svipinn. En það sem Margrét Helga hefur verið hvað mest hugsi yfir síðustu misserin er sú staða sem lífeyris- þegar með fulla starfsgetu eru settir í á Íslandi. Hún bendir á að á síðasta ári hafi hún mátt vinna fyrir 109.000 krónum á mánuði eða samtals 1.300 þúsundum yfir árið. „Núna er búið að skerða þetta um heila milljón. Þann- ig að þú mátt ekki vinna nema fyrir 300.000 yfir árið eða 25.000 á mán- uði, það er hálfur dagur ef þú ætlar að fá smið, en eftir það er farið að taka af þér krónu á móti krónu og þá ertu farinn að borga með þér í vinnuna. Það kostar að fara í vinnu, það kostar að halda sér í góðu formi til að geta unnið, og svo á maður að borga með sér fyrir að fá að vinna. Þetta er galið. Ég get ekki farið á fjóra fætur. Ég get það ekki því ég er það stéttvís að ég sætti mig ekki við þetta.“ Margrét Helga segist vera hugsi yfir þessari stöðu lífeyrisþega. „Það er enginn sem græðir. Allir tapa. Af hverju má maður ekki vinna og borga 40 prósent í tekjuskatt? Það er fullt af fólki sem vill halda sjálfs- virðingu en ekki láta segja sér að það sé orðið gamalt og ónýtt. Fullt af fólki sem hefur gaman af því að fara í vinnu á morgnana, sama hver vinnan er, og leggjast á koddann á kvöldin búið að skila sínu dagsverki. Ég er viss um að þetta mundi minnka lyfjanotkun og niðurbrot á fólki og það vantar alls staðar fólk. Mér finnst það sorglegt að fólk sem hefur skilað veglegu lífshlaupi sé að betla svarta vinnu á lágu kaupi af því að það lang- ar til þess að fara á fætur á morgnana og fara til vinnu. Vera þarft.“ Lætur sig dreyma Margréti Helgu er mikið niðri fyrir með þetta mál og hún bendir á að þetta sé í raun markvisst niðurbrot á fólki. „Það eru nýjar rannsóknir sem sýna að það er fátt jafn óhollt. Það er auðvitað óhollt að reykja og borða óhollan mat en óhollastur af öllu er einmanaleikinn. Eitt er að þurfa ein- veru og ég hef mína þörf eins og svo margir fyrir það að vera ein, en það er allt annar hlutur, þarna er verið að dæma fólk til einangrunar. Það er í raun verið að segja manni það opin- berlega að maður sé einskis nýtur. Ég er ekkert að segja að allir eigi að vinna og sumir vilja það ekkert en það á vera val hvers og eins. Það er alltaf talað um peninga en aldrei um velferð eða mannúð. Þetta er afleit þróun og við erum að verða soldið rotin sem samfélag. Í gamla daga var gamalt fólk kallað vitringar og það var litið upp til þess. En hérna erum við eins og H&M þar sem það kemur ný tíska oft ári og þá er öllu öðru hent. Við erum einnota umbúða þjóðfélag.“ Margrét Helga segir að á síðasta ári hafi hún fengið að leika í Föngum og taka laun fyrir það. „Núna er verið að skrifa áframhald og ef til kemur verð ég ekkert í því að óbreyttu og mér finnst það leitt vegna þess að það er gaman að vinna með þessu yndislega fólki. Af hverju má fólk ekki vinna og vera virkt í samfélaginu? Óttarr Proppé sagði að það þyrfti að vera með fyrirbyggjandi aðgerðir, til þess að fólk yfir áttrætt geti verið eitt heima hjá sér og ég hef velt því fyrir mér hvernig þetta er hugsað. Fyrirgefðu, en ég er úr sveit og mér finnst þetta bara vera eins og sena úr áramótaskaupi.“ Margrét Helga minnir á að það er gaman að láta sig dreyma og það breytist ekkert með aldrinum. „Kannski er þetta eitthvað sem ræt- ist aldrei en það gerir ekkert til. En að taka burtu framtíðina frá fólki og segja því að það sé ónýtt er ekki rétt,“ segir hún og bætir við að það sé allt of margt í samfélagi dagsins í dag sem sé orðið eins og það var árið 2007. „Sjálf er ég alveg á sama stað og ég var þá. Árið 2007 keypti ég ekki neitt. Ég horfði bara á og það var eins og það væri að koma kjarnorkustyrjöld og fólk bara keypti og keypti eins og það væri að fara ofan í jörðina. Núna er þetta alveg eins. Það er eitthvað mikið að í þessu þjóðfélagi. Við lærum aldrei af reynslunni. Það er helst að unga fólkið sé hugsandi og meðvitað um umhverfi sitt og samfélag. Ég bind vonir mínar og drauma við það og allt þetta frábæra listafólk sem við Íslendingar eigum. Gott og heilsteypt listafólk sem fyllir mig bjartsýni á framtíðina þrátt fyrir allt.“ Það kostar að fara í vinnu, Það kostar að halda sér í góðu formi til að geta unnið, og svo á maður að borga með sér fyrir að fá að vinna. Þetta er galið. ég get ekki farið á fjóra fætur. Margrét Helga segir að við séum að verða soldið rotin sem þjóðfélag og að hér sé alltaf talað um peninga en aldrei um velferð eða mannúð. FréttabLaðið/SteFán 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r28 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 0 2 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 1 2 0 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D A 5 -C 4 5 0 1 D A 5 -C 3 1 4 1 D A 5 -C 1 D 8 1 D A 5 -C 0 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 2 0 s _ 1 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.