Fréttablaðið - 02.09.2017, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 02.09.2017, Blaðsíða 30
Dr. Ólafur Ævarsson g e ðlæknir segir mikil vægt að áður en lagst er í skipu-lagningu á daglegu lífi þurfi fólk að greina álagsþætti í sínu lífi. „Stund- um er álag ekki endilega tengt tíma- pressu. Álagspunktarnir geta verið lúmskir og jafnvel tengst einhverju sem er jákvætt. Fólk þarf bara að auka meðvitund um eigin líðan. Hvernig okkur líður og hvernig við bregðumst við. Sumir fresta öllu. Sumir taka allt að sér. Sumum finnst þeir ekki eiga að leita sér stuðnings og sumir hafa áhyggjur af hlutum sem þeir geta ekki breytt. Öll höfum við ákveðið hegðunarmynstur sem við þurfum að greina hjá okkur til þess að verja okkur streitu,“ segir Ólafur. Hann minnir á að streita sé eðli- legt viðbragð en fólk þurfi að varast Rútínan er skollin á með tilheyrandi púslu- spili. Húsverkin bíða eftir langan vinnudag, nemendur kikna undan álagi, skutlið er eilíf bölvun sem hvílir á barnafjölskyldum og hvenær á eiginlega að fara í ræktina?  Ráð í eldamennsku frá Röggu nagla l Hentu haug af krydduðum eða marineruðum kjúlla, svíni, nauti, kalkún á grillið, á pönnuna eða í ofn. Þá áttu tilbúið kjötmeti fyrir snarholla máltíð sem má skreyta með alls konar gúmmulaði með- læti. Eins má frysta eldað kjöt og snara út um morguninn fyrir kvöldmatinn. l Steikja og krydda 1-2 pakka af mögru nautahakki. Þá þarf bara að steikja grænmeti, slurka tóm- atpúrru og gómsætt bol ognese er klárt. Eða elda heilan pott af gómsætri hakkgrýtu. Hvort tveggja hentar vel til frystingar. l Hægelda 1-2 kg af nautainnralæri og þú átt roast beef í bunkum. l Ef þú ert grænkeri geturðu eldað stóran pott af gómsætum bauna- eða grænmetisrétti til að eiga fyrir næstu daga. Eins er Oumph! sojakjöt fljótlegast í heimi. 1-2 mínútur á pönnu og máltíðin klár. l Sjóða haug af hrísgrjónum, kínóa, byggi, cous cous og geyma í ísskáp. Til dæmis villt hrísgrjónablanda frá Himneskri hollustu. Þá hendirðu einfald- lega grjónum á disk, inn í örra og málið er dautt. Má einnig frysta. l Baka, sjóða eða grilla haug af kartöflum/sætum kartöflum í einu. Geymast í 3-4 daga í ísskáp. Eru fínar kaldar eða upphitaðar. Má krydda eftir „smag og behag“. l Enga stund tekur að búa til tún- fisksalat sem má svo geyma í Sist ema nestisboxi í vinnunni. Svo slurkarðu vænum skammti ofan á hrökkbrauð, hrísköku, gróft brauð og voila, fín millimál- tíð með prótínum og kolvetnum. l Eyddu tveimur mínútum á kvöldin í að setja haframjöl í pott ásamt salti, kanil, ávöxtum, hnetum, sírópi, bragðdropum og öllu sem kitlar pinnann. Svo slurk arðu bara vatni út í morguninn eftir og grautur er klár á 5 mínútum. l Ertu tímabundnari en kanslari Þýskalands? Eldaðu grautinn á kvöldin eða búðu til næturgraut eða grautartriffli. Fjölmargar gómsætar hafragrautar­ uppskriftir á www.ragganagli.com. Það eina sem þú þarft í morgunsárið er að opna ísskápinn vopnaður skeið. sjúklega streitu og þekkja merki hennar. Hafa innsýn í eigin hegð- unarmynstur. Í of háum gír Hann segir marga bregðast við streitu með því að gera óþarflega mikið. „Þá fer fólk í ofvirkni, í ein- hvern dugnað sem því er ekki holl- ur. Gerir of mikið í ræktinni, tekur að sér of mörg verkefni, drekkur of mikið. Allt í of háum gír,“ segir Ólaf- ur og tekur dæmi af tveimur ólíkum einstaklingum. „Hann Gunnar getur ekki klofað yfir óreiðuna í forstof- unni án þess að laga til. Eftir það fer hann beint í þvottahúsið og stingur í vél. Verkefnalistinn lengist bara hjá Gunnari og það er löng leiðin fyrir hann að hvílast. En svo er það hún Sigga sem klofar yfir óreiðuna, kveikir á kerti og dimmir ljósin.“ Að klofa yfir draslið Ef við hvílum okkur ekki, klofum ekki yfir draslið stundum, þá lend- um við í óheppilegum mynstrum, bendir Ólafur á. „Fólk þarf að hvíl- ast. Ef fólk fær ekki hvíld þá hættir heilinn að starfa rétt. Þá hættir fólk að geta einbeitt sér, verður dapurt, kvíðið og skapvont. Besta leiðin er að venja sig á að liggja í leti, gæta þess að fá nægan svefn. Fólk getur tekið fleiri pásur yfir daginn í vinnu. En svo er reyndar góð hvíld í því að hreyfa sig og gera eitthvað skemmti- legt,“ segir Ólafur og bendir á að hvíld sé bæði líkama og huga nauð- synleg. Það þurfi fólk að taka með í reikninginn þegar það skipuleggur rútínu vetrarins. Allt smálegt afgreitt strax Snorri Stefánsson lögfræðingur er fjögurra barna faðir, unnusta hans er Líf Magneudóttir, forseti borgar- stjórnar. Þau búa í Vesturbænum og skipta gróft á milli sín verkefnum og ábyrgð. „Það eina sem er virkilega fast er þrifin og eldamennskan. Við þrífum alltaf á sunnudagsmorgn- um klukkan 10 og ég elda nánast öll kvöld. Annars er byggt á grófri skiptingu verkefna og ábyrgðar. Mér finnst skipta máli að fram- kvæma allt smálegt strax. Það gerir allt annað einfaldara,“ segir Snorri. Skutlið hefur ekki yfirtekið líf fjöl- skyldunnar þar sem starfsfólk frí- stundaheimilisins fylgir börnunum í KR í íþróttir. „Enn sem komið er dugar það frekar vel,“ segir Snorri. Öll börnin eru í fæði í skólanum svo nestisundirbúningur er í lág- marki. Það reynir helst á skipulags- gáfuna að hafa til fatnað á leikskóla í byrjun viku en um tíma voru þrjú börn þeirra öll á sama tíma í leik- skóla.  „Það var frekar óskemmtilegt að vera með þrjú börn á leikskóla, það kallaði á heilmikla fataflutninga sem þurftu að útfærast á sunnudags- kvöldum. Iðulega gleymdist eitt- hvað. Nú er skólinn svo stutt frá að þetta gengur yfirleitt mjög vel.“ Snorra finnst betra að sjá alfarið Leyndarmál hinna skipulögðu Mundir þú eftir að bursta og skola í morgun? GUM eru hágæða tannvörur tannlæk nar mæla m eð GUM tannvör um ... fæst í næsta apóteki og helstu stórmörkuðum allar upplýsingar á www.icecare.is KOMDU Í – dásamleg deild samfélagsins OPIÐ UM HELGAR FRÁ KL. 11 – 17 K V IK A um eldamennskuna. Það einfaldi málin. „Það er betra að hafa þetta á einni hendi svo innkaupin og skipu- lagið fari ekki í rugl. Mér finnst best að elda yfir sexfréttunum svo ég þurfi ekki að horfa á sjónvarps- fréttir.“ Fer snemma í ræktina Snorra reynist vel að stunda lík- amsrækt snemma á morgnana til þess að missa ekki úr. „Ég fer hálf- sjö tvisvar í viku. Það truflar engan nema mig sem þarf að fara aðeins fyrr að sofa. Mér finnst aðalmálið vera að hafa fastan tíma og gefa sér aldrei frí. Svo reyni ég að stela hálf- tíma eða svo eftir vinnu eða um helgar til þess að fara út að hlaupa. Það er nú samt eiginlega fyrst þegar börnin eru hætt að vera smábörn sem ég hef átt möguleika á að ná árangri í ræktinni. Ef árangur skyldi kalla.“ Gæði eru betri en magn í  námi Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lög- fræðingur starfar hjá Rétti lögfræði- stofu og lærði í Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. „Ég held það skipti mestu máli að setja sér raun- hæf markmið og ekki ætla sér að læra allan sólarhringinn. Gæði eru betri en magn í mínum huga þegar kemur að lærdómi, þótt auðvitað taki mislangan tíma að meðtaka efni sem er útgangspunkturinn. Maður græðir voða takmarkað á því að sitja tímunum saman og stara á bækurnar ef einbeitingin er ekki til staðar. Þá er betra að sinna áhuga- málum og leyfa sér að hugsa ekkert um lærdóm á meðan og mæta svo af fullum hug í lærdóminn þess á milli. Síðan, þegar vel liggur á manni þarf að nýta þann tíma til hins ýtrasta og vinna sér í haginn. Og umfram allt ef planið gengur ekki eftir; þá þarf að aðlaga það!“ Ekki lært utanbókar í Harvard Sigrún Ingibjörg segir að í Harvard hafi verið minna um utanbókarlær- dóm. Það hafi verið hvetjandi. „Þess í stað skipti öllu máli að skilja efnið og geta rökrætt það frá mörgum hliðum. Það vill enginn gera sig að fífli í tíma svo ég fór ósjálfrátt að lesa efnið öðruvísi, hugsa út í hverja staðhæfingu og velta fyrir mér hvort ég væri sammála henni, hver rökin væru gegn henni og svo framvegis, ekki bara „læra hana“ utan að eins og ég hafði ef til vill gert of mikið af áður. Síðan komst maður ekki hjá því að ræða efnið í þaula í tímum og fyrir vikið skildi ég efnið betur og mundi það til lengri tíma,“ segir Sigrún Ingibjörg. Gott að fækka skrefunum Ragnheiður Þórðardóttir, sál- fræðingur og líkamsræktarþjálfari, lumar á mörgum þjóðþrifaráðum þegar kemur að því að skipuleggja hollan lífsstíl. Eins og Ólafur Ævars- son nefnir þá er mikilvægt að sleppa ekki hreyfingunni. Ráð Ragnhildar, eða Röggu nagla eins og hún er jafn- an kölluð, miða að því að auðvelda holla hætti í hreyfingu og mataræði. „Þegar við erum stressuð, pirruð og þreytt í hungurörvæntingu eftir langan vinnudag er viljinn til að útbúa hollan snæðing frá grunni langt niðri í tojlettinu. Þú gerir það sem er auðveldast sem oftar en ekki er teikavei eða örbylgjupizza. Hannaðu umhverfið þitt þannig að heilsuhegðun verði aðgengileg og fljótleg. Byrjaðu á að fækka skref- unum í átt að góðum venjum eins og hollri máltíð,“ segir Ragga og segir best að elda mikið magn tvisvar í viku. „Eldaðu mikið magn á sunnu- dögum og aftur á miðvikudögum og heilsumelurinn innra með þér verður þér ævinlega þakklátur eftir langan vinnudag.“ kristjanabjorg@frettabladid.is Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lög- fræðingur lærði í Harvard. Snorri Stefánsson segir þrif og eldamennsku í föstum skorðum. Ólafur Ævarsson geðlæknir segir fólk þurfa að greina vel álagsþætti. 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r30 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 0 2 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 1 2 0 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D A 5 -B 0 9 0 1 D A 5 -A F 5 4 1 D A 5 -A E 1 8 1 D A 5 -A C D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 2 0 s _ 1 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.