Fréttablaðið - 02.09.2017, Blaðsíða 18
Helgin
Laugardagur:
08.55 F1: Æfing Sport
11.50 F1: Tímataka Sport
15.50 Georgía - Írland Sport
15.50 Albanía - Liechten. Sport 3
15.50 Serbía - Moldóva Sport 2
18.35 Úkraína - Tyrkland Sport 2
18.35 Króatía - Kósóvó Sport 3
18.35 Spánn - Ítalía Sport
19.00 UFC Fight Night Sport 4
19.00 Dell Championsh. Golfst.
20.45 HM markasyrpa Sport
22.00 Finnland - Ísland Sport
22.30 Cambia Classic Golfst.
Sunnudagur:
11.30 F1: Keppni Sport
15.50 Færeyjar - Andorra Sport 3
15.50 H-Rússland - Svíþjóð Sport 2
15.50 Holland - Búlgaría Sport
17.00 Dell Championsh. Golfst.
18.35 Ungverjal. - Portúgal Sport 2
18.35 Grikkland - Belgía Sport 3
18.35 Frakkland - Lúxemb. Sport
20.45 HM markasyrpa Sport
21.00 Cambia Classic Golfst.
Gaman að fá smjörþefinn
Tryggvi Snær Hlinason hefur slegið í gegn í sumar og margir eru á því að forráðamenn Valencia hafi heldur
betur dottið í lukkupottinn þegar þeir treystu góðum ráðum frá Jóni Arnóri Stefánssyni og sömdu við ís-
lenska sveitastrákinn fyrir þetta sumar. Jón Arnór er efnilegur umboðsmaður að mati Tryggva.
Tryggvi Snær Hlinason með Jóni Arnóri Stefánssyni sem átti hvað stærstan þátt í að koma Bárðdælingnum til Valencia á Spáni. FRéTTABLAðið/eRNiR
Úrslit
C-riðill
Spánn - Svartfjallal. 99-60
Rúmenía - Tékkland 68-83
Ungverjal. - Króatía 58-67
D-riðill
Belgía - Bretland 103-90
Serbía - Lettland 92-82
Tyrkland - Rússland 73-76
EM í körfubolta
Spánverjar hófu titilvörnina á EM
með því að rústa Svartfellingum,
99-60 í C-riðli. Willy Hernangomez
var atkvæðamestur Spánverja með
18 stig og níu fráköst og Gasol-
bræðurnir, Pau og Marc, skoruðu
samtals 19 stig. Spænska liðið var
með lygilega þriggja stiga nýtingu í
leiknum í gær, eða 64,7%.
Körfubolti Miðherjinn Tryggvi
Snær Hlinason hefur vakið heims-
athygli fyrir frammistöðu sína með
íslensku landsliðunum í sumar.
Hann var meðal annars valinn í
úrvalslið EM 20 ára liða í júlí og
skoraði 19 stig á móti NBA-mið-
herja Litháens í ágúst. Miðherjinn
efnilegi er kominn inn á borð NBA-
njósnara og spekúlanta sem sjá
hann margir fyrir sér í NBA-deild-
inni í framtíðinni.
Það er gott að eiga góða að
þegar þú ert að stíga fyrstu skrefin
í atvinnumennsku og Jón Arnór
Stefánsson gefur ekki bara stoð-
sendingar á Tryggva inni á vellinum.
Hann átti eina frábæra stoðsend-
ingu á Bárðdælinginn þegar hann
kom honum inn á borð hjá spænska
stórliðinu Valencia.
„Hann var tæknilega séð auglýs-
ingin mín. Hann kom með nafnið
mitt þangað inn á borðið, vann í
þessu ferli og svo var ég allt í einu
kominn þangað,“ segir Tryggvi. Eftir
frábært sumar hefur áhugi á strákn-
um aukist og Valencia-menn gætu
ekki verið ánægðari með samning-
inn við Tryggva.
„Þeir eru mjög sáttir við sumarið
hjá mér og að sjá hvað ég er búinn
að breytast mikið síðustu mánuði.
Það er geggjað að fá athyglina. Ég var
að tala við þá fyrir tveimur dögum
og þá voru þeir að segja til hamingju
með allt sumarið og hvað er búið að
ganga vel,“ segir Tryggvi.
Umboðsmaðurinn Jón Arnór
Jón Arnór Stefánsson fékk nefnilega
aðeins að kynnast mögulegu fram-
tíðarstarfi sínu í sumar þegar hann
hafði milligöngu um að efnilegasti
körfuboltamaður landsins endaði
í spænska úrvalsdeildarliðinu Val-
encia.
„Þeir eru mjög spenntir að fá
hann, ég veit það. Þeir fylgjast rosa-
lega vel með honum og ég fæ reglu-
lega símtöl og skilaboð um hann,“
segir Jón Arnór sem ætti að geta
gefið Tryggva dýrmæt ráð.
„Það eru spennandi tímar fram
undan hjá honum en mikil og hörð
vinna líka, fyrst og fremst sem hann
þarf að tileinka sér til að ná langt í
þessu. Þetta er bara byrjunin á þessu
öllu saman og hann þarf að vera
duglegur,“ segir Jón Arnór. En er
hann sjálfur að detta inn í umboðs-
mannastarfið á næstunni?
„Þú þarft að vera mjög óeigin-
gjarn til að taka að þér svoleiðis
starf. Ég er ennþá bara að spila en
ég hefði alveg áhuga á því að stíga
skrefið í átt að einhvers konar
umboðsmennsku eftir að ferlinum
lýkur,“ segir Jón Arnór en það gæti
leynst umboðsmaður í honum.
„Það var gaman að fá smjörþef-
inn af því með Tryggva. Ég hjálpaði
honum og kom honum í samband
við mína umboðsmenn á stórri
umboðsskrifstofu í þessum bransa,
sem er mikilvægt að hafa. Þetta er
ákvörðunartaka allan tímann og þú
tekur annaðhvort réttar eða rangar
ákvarðanir og það getur mótað það
algjörlega hvert þú ferð og hvernig
ferillinn mun líta út,“ segir Jón.
ég var lánsamur
Jón Arnór á að baki flottan atvinnu-
mannsferil en er nú kominn heim
og spilar með KR. Á hans síðasta
tímabili úti í Evrópu spilaði hann
með Valencia veturinn 2015-16. Síð-
asta tímabilið var hans fjórtánda í
annaðhvort Evrópu eða NBA og alls
lék hann í fimm löndum á þessum
tíma.
„Ég var lánsamur að taka réttar
ákvarðanir og það væri æðislegt að
geta hjálpað einhverjum öðrum að
gera slíkt hið sama,“ segir Jón.
Tryggvi hefur trú á því að Jón
geti fundið sig vel í þessu umboðs-
mannastarfi í framtíðinni. „Ég
myndi segja að hann væri besti
Íslendingurinn í það í dag. Ég þekki
umboðsheiminn samt svo lítið að
ég þori ekki að gefa neina almenni-
lega skýrslu um það. Hann er með
mjög flottan og stígandi feril eins og
maður vill hafa. Ferill hans hefur líka
verið frekar stöðugur,“ segir Tryggvi.
Ísland mætir Póllandi í dag og
Frakklandi á morgun á Evrópumót-
inu í Helsinki. Þetta eru mjög sterkir
mótherjar en fyrir fram eygja menn
aðeins meiri möguleika á móti Pól-
landi í dag. ooj@frettabladid.is
Ætlum að reyna að sækja hratt á þá
Baráttuhundurinn
Hlynur Bæringsson er
klár í leikinn gegn
Pólverjum í dag
og löngu búinn
að hrista af sér
vonbrigðin gegn
Grikkjum.
„Pólverjarnir eru
með öðruvísi lið.
Ekki eins sterkt lið og
Grikkir þó svo þeir séu
mjög góðir. Við ætlum að
reyna að sækja hratt á þá. Koma
sumum leikmönnum þeirra í
vandræði með því að keyra upp
hraðann,“ segir Hlynur en
að sama skapi verður
íslenska liðið að
þétta varnarleik-
inn.
„Við megum alls
ekki fá mikið af
stigum á okkur úr
hraðaupphlaupum.
Við verðum að passa
það. Þetta pólska lið
hentar okkur ágætlega.
Þetta eru miklir íþróttamenn
í bland við hæga stóra menn. Við
förum nokkuð brattir í þennan
leik og fullir sjálfstrausts.“
Hann kom með
nafnið mitt þangað
inn á borðið, vann í þessu
ferli og svo var ég allt í einu
kominn þangað.
Tryggvi Snær Hlinason
óLAFÍA KoMST ÁFRAM
ólafía Þórunn Kristinsdóttir
komst í gegnum niðurskurðinn á
Camb ia Port land Classic-mót inu
sem er hluti af LPGA-mótaröðinni.
ólafía lék annan hringinn á pari
vallarins en hún var á tveimur
höggum undir pari eftir fyrsta
daginn. ólafía
byrjaði ekki vel og
fékk skramba á
4. holu. Hún var
hins vegar fljót
að rétta sig af
með þremur
fuglum í
röð. ólafía
fékk alls
fjóra fugla,
tvo skolla,
einn skramba
og 11 pör á
hringnum í
gær. Keppni
heldur áfram
á morgun.
2 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 l A u G A r D A G u r18 s p o r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð
sport
0
2
-0
9
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
A
5
-A
1
C
0
1
D
A
5
-A
0
8
4
1
D
A
5
-9
F
4
8
1
D
A
5
-9
E
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
1
2
0
s
_
1
_
9
_
2
0
1
7
C
M
Y
K