Fréttablaðið - 02.09.2017, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 02.09.2017, Blaðsíða 26
Fyrir nokkrum árum byrj-aði ég að horfa á fótbolta og heillaðist af heildinni. Af þessu kerfi og samspili þar sem hver hlekkur í keðjunni er jafn mikil- vægur og sá næsti og þó svo sá sem skorar markið sé hetjan þá er hann ekkert án meðspilara sinna. Þetta er leikur heildarinnar og samspilsins alveg eins og leikhúsið,“ segir Margét Helga Jóhannsdóttir leikkona sem á að baki magnaðan feril í íslensku leikhúsi og kvikmyndum um ára- tuga skeið. Þessi áhugi Margrétar Helgu á fótbolta og samanburðurinn við leikhúsið lýsir líka vel bæði henni og hugmyndum hennar um listina, enda minnir hún blaðamanninn á eitt atriði að viðtalinu loknu: „Þú verður bara að gæta þess að það sé ekkert sjálfhól í þessu, ég þoli ekki slíkt. Það hafa margir miklu betri leikarar en ég komið og farið úr leik- húsinu án þess að fá sanngjörn tæki- færi. Ég hef verið heppin og þetta hefur komið til mín þó svo að fyrstu árin hafi þetta ekki átt að verða.“ Hrakfallabálkur Margrét Helga byrjaði að leika strax í barnaskóla og þá þótti henni skrýtið hvað hún var alltaf stressuð að leika fyrir framan fólk andstætt hinum krökkunum. Seinna lá leiðin í Leik- félag Mosfellsbæjar þar sem hún lék þrjú stór hlutverk á jafn mörgum árum og í framhaldinu ákvað hún að þreyta inntökupróf í Þjóðleik- hússkólann. „Þegar ég var búin að undirbúa mig fyrir það þá datt ég niður stiga og braut hitt og þetta, ég er nefni- lega hrakfallabálkur, þannig að það stoppaði mig af. En svo fór ég inn tveimur árum seinna en þá varð ég ófrísk og hætti í sex ár. Þannig að ég átti aldrei að verða leikari. Enda ætl- aði ég að hætta á þessum tíma þegar ég var heima með börnin og ég er bara þannig að ég var mjög upptekin af hreiðurgerðinni. Á þeim tíma ætl- aði ég að fara að verða eins og annað fólk en það hefur nú alltaf mistekist í hvert skipti sem ég hef reynt það. En þarna var ég búin með fyrsta bekk í skólanum og svo fór ég í píanótíma og eins í útvarpið og var þar að velja lög í þátt sem hét Þetta vil ég heyra. Þá sá ég á göngunum fullt af þessum krökkum sem voru í skólanum, þau voru að leika í útvarpsleikriti, og þá bara hugsaði ég með mér: Þau eru ekkert betri en ég. Þannig að ég keyrði beint út á Mela til Guðlaugs Rósinkranz og spurði hvort það væri möguleiki að þreyta próf upp í þriðja bekk því í milli- tíðinni var búið að lengja þetta um eitt ár. Hann var svo ljúfur og það var haldinn fundur með kennurunum og ég hafði svo sem heilmikið þroskast á þessum tíma og var búin að fást við ýmislegt. En Guðlaugur gerði þetta fyrir mig og ég kom inn með nýjum hóp sem var hörkuduglegur. Þannig var þetta, það komu alltaf einhverjar girðingar en ég hélt áfram. Átti samt aldrei von á því að ég fengi eitthvað að gera enda var ég orðin 27 ára þriggja barna móðir þegar ég útskrifaðist og alltaf var ég nervus við að fara á svið. Það breyttist ekkert. Ég gat bara ekki hugsað mér að segja þessa setningu sem ég hafði heyrt svo marga segja: Ef ég hefði klárað þetta. Ef ég hefði gert þetta. Og svo finnst jafnvel börnum þessara einstaklinga að þau beri ábyrgð á því að hafa stoppað ferilinn eða eitthvað slíkt og það vildi ég ekki. Þannig að Markvisst niðurbrot á fólki Margrét Helga Jóhannsdóttir á að baki glæstan feril í leikhúsi og kvikmyndum. Hún segist hafa verið hrakfalla- bálkur alla tíð, að henni hafi tæpast verið ætlað verða leikkona og nú sé svo komið að henni sé meinað að vinna. Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona segir að ef ekki hefði orðið af leiklistar- ferlinum hefði hún viljað starfa við umönnunar- störf því að hún vilji fara í vinnu til þess að gera eitt- hvert gagn og sjá árangur. Fréttablaðið/ SteFán númer eitt var að klára þetta og ég fékk strax eitthvað að gera sem kom mér satt best að segja á óvart. En svo ætlaði ég að hætta fjórum árum seinna, var þá uppi í Þjóð- leikhúsi og andinn þannig þá að ég varð fyrir vonbrigðum, svo ég var búin að skrá mig í sjúkraliðann. En þá hringdi Sveinn Einarsson í mig og bauð mér Uglu í Atómstöðinni. Ég hafði lesið þessa bók þegar hún kom út, þá var ég átta ára, og mundi enn eftir kápunni. Mér fannst ég hafa fengið Ólympíuverðlaun, að fá að leika Uglu. Þá hvarf allt annað.“ Horfir alltaf fram á við Margrét Helga segir að í framhaldinu hafi hún verið áfram niðri í Iðnó en það hafi þó liðið einhver ár áður en hún fékk samning. „Ég þurfti því alltaf að fá mér vinnu á sumrin og svo var þetta mjög illa launað á þessum tíma. Það rifjast nú stundum upp fyrir mér þegar unga fólkið er að kvarta undan því hvað það er þreytt að þegar maður var búinn að leika á kvöldin fór maður á næturvakt og hugsaði um lamað fólk og svaf svo á meðan börnin voru í skólanum. En um helgar var stokkið á stað eftir leiksýningar og brunað í Austur- bæjarbíó til þess að leika miðnætur- sýningarnar sem við stóðum fyrir til þess að safna fyrir nýju leikhúsi. Stundum var tæpt að ná á milli og ég man sérstaklega eftir einni sýn- ingu en þá sat ég aftur í leigubílnum á leiðinni en Soffía Jakobsdóttir í fram- sætinu og ég sá um að festa á hana hárkolluna. Þannig að það gekk oft mikið á en maður var alsæll. Fékk að vera í leikhúsinu með þessu stórkost- lega fólki enda ofboðslega heppin með fólkið sem tók á móti mér í Iðnó og ég vann með þar í mörg ár.“ Margét Helga segir að hún hafi aldrei horft mikið um öxl eftir þetta eða séð eftir því að hafa helgað starfs- ævi sína leikhúsinu. „Nei, ekki frekar en öðrum misviturlegum ákvörð- unum sem ég hef tekið í lífinu,“ segir Margrét Helga og skellihlær og bætir við: „Það sem er búið, það er búið. Mér fannst ég hafa fengið ÓlyMpíu- verðlaun, að fá að leika uglu. Þá hvarf allt annað. ég gat bara ekki hugs- að Mér að segja Þessa setningu seM ég hafði heyrt svo Marga segja: ef ég hefði klárað Þetta. Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ↣ 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r26 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 0 2 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 1 2 0 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D A 5 -D 8 1 0 1 D A 5 -D 6 D 4 1 D A 5 -D 5 9 8 1 D A 5 -D 4 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 2 0 s _ 1 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.