Fréttablaðið - 02.09.2017, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 02.09.2017, Blaðsíða 76
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hóf leik á fimmtudaginn á Eurobas-ket en liðið leikur í geysisterkum A-riðli sem fer fram í Helsinki. Þetta er í annað skiptið sem liðið kemst í lokaúrslit en síðast kepptu íslensku strákarnir í sannkölluðum dauðariðli í Berlín árið 2015. Stemningin þar meðal stuðningsmanna var einstök enda stóð liðið sig frábærlega þrátt fyrir að hafa tapað öllum leikjunum. Fjöldi Íslendinga er mættur til Finn- lands til að fylgjast með liðinu og fram undan eru fjórir leikir, fyrst gegn Póllandi í dag, Frakklandi á morgun og Slóveníu og Finnlandi eftir helgi. Fyrsti leikurinn gegn sterku liði Grikkja tapaðist á fimmtudag. Einn gallharðra stuðningsmanna íslenska liðsins er Emil Örn Sigurðs- son sem að sjálfsögðu er staddur úti í Helsinki. Körfuboltinn hefur fylgt honum lengi en hann hóf að æfa körfubolta níu ára gamall og hefur síðan verið viðloðandi íþróttina, ýmist sem leikmaður, þjálfari eða stjórnarmaður. Erfið bið Emil var ekki í Berlín fyrir tveimur árum og segist ekki hafa ætlað að missa af þessu tækifæri. „Ég tók ákvörðun um að fara til Helsinki strax og ljóst var að liðið væri búið að tryggja sig á Eurobasket. Þetta var því ekki spurning um hvort heldur hve- nær maður myndi fljúga til Helsinki. Það verður að viðurkennast að þetta hafa verið erfiðir ellefu mánuðir hvað biðina varðar en nú er maður loksins mættur á staðinn ásamt fjölskyldu og vinum.“ Emil segist vilja sjá liðið vinna að minnsta kosti einn leik í Finnlandi. „Við erum komin á Eurobasket í annað sinn og verðum að gera kröfu um sigur að mínu mati. Síðast vorum við að þreifa fyrir okkur en núna erum við búin að stimpla okkur inn á meðal bestu þjóða Evrópu og eðlileg þróun að ætlast til sigurs.“ Hann segist mjög spenntur fyrir því að sjá hinn 2,16 metra háa Tryggva Snæ Hlinason leika en þetta mót er fyrsta stóra mót hans með A- landsliðinu. „Tryggvi hefur sýnt ótrú- legar framfarir síðasta árið. Þótt eldri leikmenn á borð við Jón Arnór og Hlyn Bærings standi alltaf fyrir sínu eru menn eins og Tryggvi, Haukur, Martin og Kristófer einfaldlega að taka yfir og munu leiða þetta lið á komandi árum.“ Margir góðir leikmenn Fyrir mótið segist hann hafa verið spenntastur að sjá hinn 22 ára gamla gríska Giannis Antetokounmpo sem leikur með Milwaukee Bucks í NBA-deildinni. Giannis þykir einn efnilegasti leikmaður heims en hann dró sig út úr hópnum á síðustu stundu vegna meiðsla. „Af öðrum má nefna Finnann Lauri Markkanen sem er svakalega efnilegur og svo má ekki gleyma Nando De Colo, Diaw og Fournier hjá Frökkum sem eru flottir leikmenn. Ég er spenntastur fyrir því að sjá Frakka og Finna spila en tel möguleika Íslands vera gegn Póllandi í dag.“ Körfuknattleikssamband Íslands og finnska körfuknattleikssam- bandið standa fyrir veglegu stuðn- ingsmannasvæði eða svokölluðu „Fanzone“ fyrir alla stuðningsmenn sína og að sjálfsögðu var Emil mættur þangað fyrir fyrsta leik ásamt ferða- félögum sínum. „Stemningin var flott þar og á held ég eftir að verða betri þegar líður á mótið. Einnig var Starri Freyr Jónsson starri@365.is Haukur Helgi var besti maður liðsins með 21 stig og 4 fráköst. Íslensku stuðnings- mennirnir vöktu mikla athygli í Berlín 2015. Þeir eru mættir aftur í stúkuna í Helsinki þar sem A-riðill í Euro- basket 2017 fer fram. Fram undan eru fjórir erfiðir leikir. MYNDir/ErNir Frábær stemning í stúkunni Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er aftur mætt til leiks á Eurobasket 2017 en A-riðill er leikinn í Helsinki í Finnlandi. Fjöldi Íslendinga fylgir liðinu til Finnlands og er stemningin í hópnum frábær. stemningin í stúkunni góð á fyrsta leik og gaman var að sjá hversu margir eru mættir til að styðja liðið.“ Margt jákvætt Þrátt fyrir 29 stiga tap í fyrsta leik var margt jákvætt við leikinn að sögn Emils. „Leikurinn var fínn og sér í lagi annar leikhluti. Haukur Helgi bar af og Kristófer Acox átti flotta innkomu sem var að mínu mati kveikjan að þessum flotta kafla. Það hefði verið gaman að sjá strákana fylgja þessum kafla eftir í seinni hálfleik en Grikkir eru bara drulluerfiðir.“ Fyrir utan þá fjóra leiki sem eftir eru hjá Íslandi er Emil ekki enn búinn að ákveða hvaða aðra leiki hann ætlar að sjá. „Ég hef ekki tekið ákvörðun um það ennþá. Svo er auðvitað landsleikur Finnlands og Íslands í fótbolta í dag sem við ætlum að sjálfsögðu ekki að sleppa. Svo er bara að njóta borgarinnar, en ég hef aldrei áður komið hingað. Einnig er planið að nýta tækifærið fyrst maður er svona nálægt Eistlandi og kíkja til Tallinn, höfuðborgar landsins.“ Levi ś Kringlunni – Levi ś Smáralind – Levi ś Glerártorgi Vörunúmer: 24875-0005 Danmörk kr 15.240* Svíþjóð kr. 13.249* *Skv. levi.com og gengiskrán. Isl.banka 30.08.17 12.990 ExtrEmE SKInny 8 KYNNiNGArBLAÐ FÓLK 2 . s E p t E M B E r 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 0 2 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 1 2 0 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D A 5 -F A A 0 1 D A 5 -F 9 6 4 1 D A 5 -F 8 2 8 1 D A 5 -F 6 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 0 s _ 1 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.