Fréttablaðið - 02.09.2017, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 02.09.2017, Blaðsíða 46
Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@365.is Unga kynslóðin getur látið til sín taka við haustverkin í garðinum. MYND/GETTY Núna er einmitt rétti tíminn til að setja haustlaukana niður því það er enn hlýtt í veðri og þá ná þeir að róta sig vel. Þeir ná því ekki þegar komið er frost í jörðu. Laukarnir blómstra svo snemma í vor. Vetrargosar koma upp í mars-apríl en túlíp- anar aðeins seinna,“ segir Ágústa Erlingsdóttir, skrúðgarðyrkju- meistari og námsbrautarstjóri skrúðgarðyrkju við Landbún- aðarháskóla Íslands. Auðvelt er að gróðursetja haustlauka en reglan er sú að dýptin í moldinni samsvari tvisvar til þrisvar sinnum þykkt lauksins en þeir geta verið mis- stórir eftir tegundum. Bilið á milli þeirra á að vera svipað og betra er að planta þeim saman í litlar grúppur í stað þess að setja einn og einn á víð og dreif um garðinn. Ágústa segir þennan árstíma einnig tilvalinn til að planta út og gróðursetja runna og tré. „Yfirleitt er rakt í veðri og trén fá því ágætistíma til að róta sig fyrir veturinn. Ekki þarf að hafa miklar áhyggjur af vökvun, nema það komi óvænt þurrkatímabil.“ Laufin falla Á næstu dögum og vikum fara laufin að falla af trjánum og dreifast yfir gróður og grasflatir. Ágústa mælir með að raka laufin af grasflötinni svo hún komi vel undan vetri. „Laufin má gjarnan raka saman, mylja niður og setja í beðin því þau brotna hratt niður og þau eru góður áburður. Það má líka nota þau til að hlífa viðkvæmum gróðri. Grasflötina Haustverkin í garðinum Á haustin er að ýmsu að huga fyrir veturinn og garðurinn er þar engin undantekning. Ágústa Erlingsdóttir garðyrkjufræðingur mælir með að setja niður haustlaukana og raka lauf af gras­ flötinni. Hún segir að ekki eigi að klippa tré fyrr en eftir áramótin. Þessa dagana freistast margir til að snyrta trjágróður svo limgerðin séu bein og falleg fyrir veturinn. Það ætti hins vegar ekki að gera. Ástæðan er sú að á þessum árstíma er yfir- leitt rakt í veðri og sveppagró og ýmis óværa á ferðinni og meiri líkur eru á smiti ef trén eru nýklippt. Ágústa segir að núna sé ekki rétti tíminn til að klippa runna og tré því sveppagró og önnur óværa sé á ferðinni og auknar líkur á smiti. MYND/EYÞÓR á mosa,“ segir hún og bætir við að mosi vaxi vel þar sem jarðvegur er blautur eða rakur. „Mosinn er eilífðarverkefni og sandurinn eyðir honum ekki en frískar vel upp á grasflötina.“ Ekki klippa trén Ágústa segir að ekki eigi að klippa trjágróður á þessum árstíma heldur bíða með það fram yfir áramótin. „Þessa dagana freistast margir til að snyrta trjágróður svo limgerðin séu bein og falleg fyrir veturinn. Það ætti hins vegar ekki að gera. Ástæðan er sú að á þessum árstíma er yfirleitt rakt í veðri og sveppagró og ýmis óværa á ferðinni og meiri líkur eru á smiti ef trén eru nýklippt. Lim- gerði og runna á ekki að klippa fyrr en búið er að frysta, til dæmis eftir áramótin eða snemma næsta vor, fyrir laufgun. Stærri runna og tré er svo best að klippa snemm- sumars, eftir laufgun og fram undir miðjan júlí.“ Ef fólk er með einhverjar sér- stakar eða viðkvæmar plöntur sem eru mögulega á mörkum þess að þrífast hér á landi er skynsam- legt að skýla þeim til að milda áhrif frosts og vinda í vetur, að sögn Ágústu. „Ýmis útbúnaður til að skýla plöntum fæst í helstu garðyrkjuverslunum landsins og er þá helst notast við litla staura og striga til að tjalda umhverfis plönturnar sem á að skýla. Þetta getur gert gæfumuninn hvað varðar heilbrigði og vöxt við- kvæmari tegunda í görðum.“ Áburður að vori Þar sem uppskerutíminn stendur nú sem hæst segir Ágústa að gott sé að skilja kálblöð og stöngla eftir í matjurtabeðum. „Það er fínt að tæta þetta saman við jarð- veginn og láta liggja yfir veturinn. Nema þá helst ef einhverjir sjúkdómar hafa gert vart við sig í kálplöntunum í sumar. Rabar- barablöð má einnig smækka því þau eru svo stór og blanda saman við jarðveginn.“ En er gott að bera áburð á til dæmis rabarbara fyrir veturinn? „Nei, það er ekki sniðugt að bera áburð á neinn gróður fyrir veturinn. Í rauninni eru gróður- inn byrjaður að undirbúa sig fyrir dvala í vetur. Um leið og við setjum áburð á gróður erum við að hvetja hann áfram í að vaxa og það viljum við ekki.“ Loks nefnir Ágústa að hægt sé að nota síðustu þurrkadaga haustsins til að bera á pallinn, hafi það gleymst í sumar. „Palla- olían þarf að ná að þorna vel. Það stefnir í ágætishita um helgina og fínt að rumpa því af fyrir veturinn.“ sjálfa er gott að slá fyrir veturinn en þó ekki of snöggt, heldur skilja eftir 4-8 cm gras. Ef ætlunin er að ráðast gegn mosa í grasflötinni er ágætt að dreifa þunni lagi af sandi yfir hana, hvort sem er að hausti til eða vori. Sandurinn síast niður í jarðveginn og þá kemur meira loft í hann sem minnkar líkurnar HAUST TÍSKAN Ú T S Ö L U L O K 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 . s E p T E M B E R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 0 2 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 1 2 0 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D A 5 -F 5 B 0 1 D A 5 -F 4 7 4 1 D A 5 -F 3 3 8 1 D A 5 -F 1 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 2 0 s _ 1 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.