Fréttablaðið - 02.09.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.09.2017, Blaðsíða 4
EFTIR HVERJU ERTU AÐ BÍÐA? 6 stöðvar · 3 sundlaugar · reebokfitness.is 6.540 KR. ENGIN BINDING Á MÁNUÐI Reykjavík „Það stóð ekkert annað til en að byggja bara mjög gott hús,“ segir Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykja­ víkur (OR), um ástandið á höfuð­ stöðvum fyrirtækisins í dag. Hið hripleka vesturhús fyrirtækisins er ónothæft og heilsuspillandi vegna rakaskemmda og myglu og ljóst er að það mun kosta á annan milljarð að gera nauðsynlegar úrbætur líkt og fjallað hefur verið um. Alfreð hefur í gegnum tíðina verið einhvers konar samnefnari fyrir hinar umdeildu höfuðstöðvar enda leiddi hann sameiningu Orku­ veitunnar í eitt fyrirtæki og bygg­ ingu höfuðstöðvanna sem stjórnar­ formaður um árabil. Alfreð gegndi stöðunni til ársins 2006. „Mér finnst athyglisvert að menn rýni ekki betur í það, þegar ljóst er fyrir mörgum árum að það var ein­ hver galli þarna, að menn skuli ekki hafa grafist almennilega fyrir um það og húsið látið grotna svona niður. Það er auðvitað alveg skelfilegt.“ Vísar Alfreð þarna í ummæli Guð­ mundar Þóroddssonar, fyrrverandi forstjóra OR, sem sagði í samtali við RÚV að rekja mætti ástand hússins til skorts á viðhaldi vegna sparnaðar­ aðgerða eftir hrun. Guðmundur full­ yrti að menn hefðu vitað að húsið lak árið 2009 og þá hefði verið farið strax í að þétta það að einhverju leyti. En ekkert fé hafi verið til, til að halda því verki áfram. Alfreð segir líkt og Guðmundur að aldrei hafi staðið annað til en að byggja gott hús. Farið hafi verið eftir öllum reglum, allt boðið út og lands­ lið verkfræðinga og hönnuða fengist við það. Alfreð kveðst að öðru leyti ekki ætla að tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun á næsta borgarstjórnarfundi leggja til að fram fari opinber rannsókn á tjóni höfuð­ stöðvanna. Vill Kjartan að rannsak­ aðir verði allir þættir, allt frá aðdrag­ anda til byggingar, framúrkeyrslu í kostnaði og viðhalds frá upphafi. „Mikilvægt er að fjallað verði um pólitíska ábyrgð í málinu, til dæmis með hvaða hætti ákvarðanir voru teknar um bygginguna á sínum tíma og hvernig staðið var að framkvæmd­ um. Ljóst er að sú ábyrgð liggur hjá þáverandi borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Eini borgarfull­ trúinn úr þeim meirihluta sem enn situr í borgarstjórn er Dagur B. Egg­ ertsson borgarstjóri. Meðan á bygg­ ingu Orkuveituhússins stóð gekk Dagur fram fyrir skjöldu til að verja þau vinnubrögð, sem áttu sér stað hjá Orkuveitunni, og hélt því meðal annars fram að skuldir fyrirtækisins væru ,,einhverjar eftirsóttustu skuldir landsins“,“ segir Kjartan. mikael@frettabladid.is Skelfilegt að höfuðstöðvar OR hafi verið látnar grotna niður Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, segir að það verði að grafast al- mennilega fyrir um hvers vegna höfuðstöðvarnar hafi fengið að liggja undir skemmdum um árabil. Borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill opinbera rannsókn þar sem allt ferlið frá upphafi verði gegnumlýst. Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi borgarfulltrúi og stjórnarformaður OR til ársins 2006. FRéttAblAðið/VAlli Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir þingmaður Sjálf- stæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamála- nefndar auglýsti eftir slóð á ólöglegt streymi af bardaga McGregors og May weath ers í hnefaleikum. Það gerði hún í tísti á Twitter. Undir nefndina heyra meðal annars mál­ efni fjölmiðla og starfsumhverfi þeirra. Stöð 2 Sport hafði keypt réttinn að bardaganum. Síminn seldi jafnframt aðgang að honum. Bergur Þór Ingólfsson faðir stúlku sem Robert Downey braut gegn kom fyrir alls­ herjar­ og mennta­ málanefnd á opnum fundi um uppreist æru. „Okkur finnst eins og hann hafi sannað sakleysi sitt með upp­ reist æru,“ sagði Bergur meðal ann­ ars. Á fundinum gerði dómsmála­ ráðherra grein fyrir fyrirhuguðu brottfalli ákvæða um uppreist æru úr almennum hegningarlögum. Lilja Alfreðsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins sagði nauðsyn­ legt að ráðast í heildar­ endurskoðun laga á sviði eignarréttar og afnotaréttar fasteigna til að takmarka eignarhald erlendra aðila á landi hérlendis. Kínverskir fjárfestar hafa augastað á jörðinni Neðri­Dal í Biskupstungum. Þrjú í fréttum Box, æra og eignarréttur TöluR vikunnaR 27.08.2017 Til 02.09.2017 er lækkun úrvalsvísitölu Kauphallarinnar frá því í byrjun maí. 1,2 milljarðar króna er ásett verð á 1.200 hektara jörð í Biskupstungum sem kínverskir fjár- festar hafa sýnt áhuga. eftirlitsmyndavélum hefur verið komið fyrir á 31 stað í miðborg Reykjavíkur. Í janúar voru mynda- vélar á 15 stöðum í miðborginni. 466.100 voru gistinætur á hótelum í júlí sem er 2% aukning miðað við júlí 2016. Um 53% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæð- inu, eða 246.600. aukning hefur orðið á veltu bíl- greina á sjö árum. 80% Íslendinga eru hlynnt því að settar verði frekari skorð- ur við kaupum út- lendinga á jörðum hér á landi. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi 12 ,7 % 40 206% 2 . s e p T e m b e R 2 0 1 7 l a u G a R D a G u R4 f R é T T i R ∙ f R é T T a b l a ð i ð 0 2 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 1 2 0 s _ P 1 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D A 5 -A B A 0 1 D A 5 -A A 6 4 1 D A 5 -A 9 2 8 1 D A 5 -A 7 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 0 s _ 1 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.