Fréttablaðið - 02.09.2017, Qupperneq 4
EFTIR HVERJU ERTU AÐ BÍÐA?
6 stöðvar · 3 sundlaugar · reebokfitness.is
6.540 KR.
ENGIN BINDING
Á MÁNUÐI
Reykjavík „Það stóð ekkert annað
til en að byggja bara mjög gott hús,“
segir Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi
stjórnarformaður Orkuveitu Reykja
víkur (OR), um ástandið á höfuð
stöðvum fyrirtækisins í dag. Hið
hripleka vesturhús fyrirtækisins er
ónothæft og heilsuspillandi vegna
rakaskemmda og myglu og ljóst er
að það mun kosta á annan milljarð
að gera nauðsynlegar úrbætur líkt og
fjallað hefur verið um.
Alfreð hefur í gegnum tíðina
verið einhvers konar samnefnari
fyrir hinar umdeildu höfuðstöðvar
enda leiddi hann sameiningu Orku
veitunnar í eitt fyrirtæki og bygg
ingu höfuðstöðvanna sem stjórnar
formaður um árabil. Alfreð gegndi
stöðunni til ársins 2006.
„Mér finnst athyglisvert að menn
rýni ekki betur í það, þegar ljóst er
fyrir mörgum árum að það var ein
hver galli þarna, að menn skuli ekki
hafa grafist almennilega fyrir um það
og húsið látið grotna svona niður.
Það er auðvitað alveg skelfilegt.“
Vísar Alfreð þarna í ummæli Guð
mundar Þóroddssonar, fyrrverandi
forstjóra OR, sem sagði í samtali við
RÚV að rekja mætti ástand hússins
til skorts á viðhaldi vegna sparnaðar
aðgerða eftir hrun. Guðmundur full
yrti að menn hefðu vitað að húsið lak
árið 2009 og þá hefði verið farið strax
í að þétta það að einhverju leyti. En
ekkert fé hafi verið til, til að halda því
verki áfram.
Alfreð segir líkt og Guðmundur
að aldrei hafi staðið annað til en að
byggja gott hús. Farið hafi verið eftir
öllum reglum, allt boðið út og lands
lið verkfræðinga og hönnuða fengist
við það. Alfreð kveðst að öðru leyti
ekki ætla að tjá sig frekar um málið
að svo stöddu.
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins, mun á næsta
borgarstjórnarfundi leggja til að fram
fari opinber rannsókn á tjóni höfuð
stöðvanna. Vill Kjartan að rannsak
aðir verði allir þættir, allt frá aðdrag
anda til byggingar, framúrkeyrslu í
kostnaði og viðhalds frá upphafi.
„Mikilvægt er að fjallað verði um
pólitíska ábyrgð í málinu, til dæmis
með hvaða hætti ákvarðanir voru
teknar um bygginguna á sínum tíma
og hvernig staðið var að framkvæmd
um. Ljóst er að sú ábyrgð liggur hjá
þáverandi borgarstjórnarmeirihluta
Samfylkingar, Framsóknarflokks
og Vinstri grænna. Eini borgarfull
trúinn úr þeim meirihluta sem enn
situr í borgarstjórn er Dagur B. Egg
ertsson borgarstjóri. Meðan á bygg
ingu Orkuveituhússins stóð gekk
Dagur fram fyrir skjöldu til að verja
þau vinnubrögð, sem áttu sér stað
hjá Orkuveitunni, og hélt því meðal
annars fram að skuldir fyrirtækisins
væru ,,einhverjar eftirsóttustu skuldir
landsins“,“ segir Kjartan.
mikael@frettabladid.is
Skelfilegt að höfuðstöðvar OR
hafi verið látnar grotna niður
Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, segir að það verði að grafast al-
mennilega fyrir um hvers vegna höfuðstöðvarnar hafi fengið að liggja undir skemmdum um árabil. Borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill opinbera rannsókn þar sem allt ferlið frá upphafi verði gegnumlýst.
Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi borgarfulltrúi og stjórnarformaður OR til ársins 2006. FRéttAblAðið/VAlli
Áslaug Arna Sigurbjörns-
dóttir
þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins
og formaður
allsherjar- og
menntamála-
nefndar
auglýsti eftir
slóð á ólöglegt
streymi af bardaga McGregors og
May weath ers í hnefaleikum. Það
gerði hún í tísti á Twitter. Undir
nefndina heyra meðal annars mál
efni fjölmiðla og starfsumhverfi
þeirra. Stöð 2 Sport hafði keypt
réttinn að bardaganum. Síminn
seldi jafnframt aðgang að honum.
Bergur Þór Ingólfsson
faðir stúlku sem Robert Downey
braut gegn
kom fyrir alls
herjar og
mennta
málanefnd á
opnum fundi
um uppreist
æru. „Okkur
finnst eins og hann
hafi sannað sakleysi sitt með upp
reist æru,“ sagði Bergur meðal ann
ars. Á fundinum gerði dómsmála
ráðherra grein fyrir fyrirhuguðu
brottfalli ákvæða um uppreist æru
úr almennum hegningarlögum.
Lilja Alfreðsdóttir
þingmaður Framsóknarflokksins
sagði nauðsyn
legt að ráðast
í heildar
endurskoðun
laga á sviði
eignarréttar
og afnotaréttar
fasteigna til að
takmarka eignarhald erlendra
aðila á landi hérlendis. Kínverskir
fjárfestar hafa augastað á jörðinni
NeðriDal í Biskupstungum.
Þrjú í fréttum
Box, æra og
eignarréttur
TöluR vikunnaR 27.08.2017 Til 02.09.2017
er lækkun úrvalsvísitölu
Kauphallarinnar frá því í byrjun maí.
1,2 milljarðar
króna er ásett verð á
1.200 hektara jörð í
Biskupstungum sem kínverskir fjár-
festar hafa sýnt áhuga.
eftirlitsmyndavélum hefur verið
komið fyrir á 31 stað í miðborg
Reykjavíkur. Í janúar voru mynda-
vélar á 15 stöðum í miðborginni.
466.100
voru gistinætur á
hótelum í júlí sem er
2% aukning miðað
við júlí 2016. Um 53%
allra gistinátta voru
á höfuðborgarsvæð-
inu, eða 246.600.
aukning hefur orðið á veltu bíl-
greina á sjö árum.
80%
Íslendinga eru
hlynnt því að settar
verði frekari skorð-
ur við kaupum út-
lendinga á jörðum
hér á landi.
Kjartan
Magnússon,
borgarfulltrúi
12
,7
%
40
206%
2 . s e p T e m b e R 2 0 1 7 l a u G a R D a G u R4 f R é T T i R ∙ f R é T T a b l a ð i ð
0
2
-0
9
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
A
5
-A
B
A
0
1
D
A
5
-A
A
6
4
1
D
A
5
-A
9
2
8
1
D
A
5
-A
7
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
2
0
s
_
1
_
9
_
2
0
1
7
C
M
Y
K