Fréttablaðið - 02.09.2017, Blaðsíða 102
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
Forsýning í Gallerí Fold alla helgina
laugardag kl. 11–16, sunnudag kl. 12–16, mánudag kl. 10–17
Listmunauppboð
í Gallerí Fold
mánudaginn 4. september, kl. 18
Fyrsta uppboð haustsins
Á uppboðinu verður gott úrval verka
samtímalistamanna ásamt fjölda frábærra
verka gömlu meistaranna.
Svavar G
uðnason
Hátíðin í ár saman-stendur af fastri sýn-ingu út mánuðinn og lifandi dagskrá í Gerðarsafni sem stendur í þrjár vikur.
Í dag verður hér fjölskylduhátíð með
skákmóti, dansi og pylsupartíi,“ segir
Sara Öldudóttir sem er sýningarstjóri
listahátíðarinnar Cycle í Kópavogi,
ásamt Guðnýju Þóru Guðmunds-
dóttur.
Yfirskrift hátíðarinnar er Fullvalda
| Nýlenda í tilefni aldarafmælis full-
veldis Íslands á næsta ári en miðast
við Grænland, Færeyjar og Ísland og
tengsl þeirra við Danmörku í nútíð
og fortíð. „Við nálgumst efnið eftir
mörgum leiðum í því augnamiði að
örva samskiptin milli lista, fræða
og samfélags og styrkja vestnorræn
menningartengsl,“ tekur Sara fram.
Fyrst minnist Sara á nokkur verk-
anna sem verða til sýnis í Gerðar-
safni. Eitt þeirra nefnist Stjórnarskrá
er ferli og er eftir listamennina Libiu
Castro og Ólaf Ólafsson. Þar verða
handrit að fimm íslenskum stjórnar-
skrám til sýnis opinberlega í fyrsta
skipti. „Við erum með nýtt verk eftir
Darra Lorenzen og eldra verk eftir
Ragnar Kjartansson. Svartigaldur
í hvíta húsinu er verk eftir dönsku
listakonuna Jeannette Ehlers og
einnig er áhrifamikið fánaverk eftir
Andrew Ranville sem er byggt á
áhugaverðri rannsókn.“
Sara segir líka verða efnt til sam-
tals um fullveldið. „Markmið okkar
er að fá alla áhugasama um það mál-
efni til leiks, listafólk, fræðafólk og
almenna borgara. Við höfum bæði
haft samband við fólk sem hefur
verið að fást við þetta málefni á
lista- og fræðasviði auk þess sem við
auglýstum eftir tillögum frá listafólki
og fengum góð viðbrögð. Sumt af því
fólki verður inni á gólfi hjá okkur í
samræðunni.“
Hundrað ára afmæli fullveldis
Íslands á næsta ári er stórt tækifæri
til sjálfsskoðunar, rýni og sköpunar
að mati Söru og annarra stjórnenda
Cycle. „Áherslan verður á hug-
myndir um þjóðerni og sjálfsmynd
og hvernig þær mótast á sjálfstæðis-
baráttutímanum. Líka hvernig þær
hugmyndir hafa þróast hér á Íslandi,
hverjar hefur verið haldið í og hversu
vel þær falla að nútímasamfélaginu,“
segir Sara og heldur áfram: „Þar að
auki er okkur mikilvægt að tengja
umræðuna við Grænland og Færeyjar
út frá sameiginlegri sögu, þó að hin
löndin séu á allt öðrum tímapunkti
í sínu sjálfstæðisferli. Það býður upp
á spennandi samræðufleti.“
Sara segir bæði tónlistarmenn og
Fullveldið í orðum,
myndum og
athöfnum
Listahátíðin Cycle hefur rúllað af stað
í Kópavogi þriðja árið í röð. Yfirskrift
hennar er Fullvalda | Nýlenda. Hátíðin
stendur allan september og Gerðarsafn –
Listasafn Kópavogs er heimili hennar.
Darri Lorenzen myndlistarmaður og Sara Öldudóttir sýningarstjóri utan við Gerðarsafn í Kópavogi FréttabLaðið/ViLheLm
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
Cycle út um allt
hjarta hátíðarinnar Cycle hefur
verið í Kópavogi en hún hefur
einnig verið í samstarfi við im
port Projects í berlín.
hún er því að hluta til rekin
frá berlín og hefur verið með
viðburði þar líka, auk þess sem
hún er nýlega komin í tengingu
við menningarstofnanir í hong
Kong og hélt vinnustofur þar á
vordögum.
Það verður samræming á því
samstarfi og þessum nýja fasa
sem er fullveldisafmæli Íslands á
næsta ári.
rannsakendur frá Færeyjum, Græn-
landi og Danmörku verða virka þátt-
takendur í hátíðinni í Gerðarsafni.
„Við lítum á þetta sem upphafspunkt
og viljum rækta frá þessum vettvangi
samstarf sem við ætlum að leiða
áfram,“ segir hún.
Nú langar mig að vita eitthvað um
Söru sjálfa. „Minn bakgrunnur er í
félagsvísindum. Ég hef stundað nám
og rannsóknir við Háskóla Íslands
og í Bretlandi á sviði mannfræði,
stjórnmála alþjóðahagkerfisins og
félagsfræði en þetta er fyrsta list-
verkefnið mitt. Guðný Þóra stofnaði
Cycle ásamt Tinnu Þorsteinsdóttur
og Fjólu Dögg Sverrisdóttur en ég
gekk til liðs við verkefnið í upphafi
þessa árs,“ tekur hún fram og vísar til
þess að þetta er þriðja Cycle hátíðin
á jafn mörgum árum.
„Stundum finnst mér fólk vera ein-
angrað á sínum vettvangi en ég hef
mikinn áhuga á þverfaglegri nálgun
og samræðu milli mismunandi þekk-
ingarheima. Ég hef líka sterka trú á
því að listræn aðferð geti haft mikið
að segja í samfélaginu,“ segir Sara og
bendir á að dagskrá hátíðarinnar sé
á ww.cycle.is
ÁHersLaN verður Á
HuGmYNdir um
þjóðerNi oG sjÁLFsmYNd oG
HverNiG þær mótast Á
sjÁLFstæðisbarÁttutím-
aNum. LíKa HverNiG þær
HuGmYNdir HaFa þróast Hér
Á ísLaNdi, Hverjar HeFur
verið HaLdið í oG Hversu veL
þær FaLLa að Nútímasam-
FéLaGiNu
2 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r50 m e n n i n G ∙ F r É t t A b L A ð i ð
menning
0
2
-0
9
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
A
5
-B
0
9
0
1
D
A
5
-A
F
5
4
1
D
A
5
-A
E
1
8
1
D
A
5
-A
C
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
1
2
0
s
_
1
_
9
_
2
0
1
7
C
M
Y
K