Fréttablaðið - 02.09.2017, Blaðsíða 41
Kynningarblað
Framhald á síðu 2 ➛
Sólveig
Gísladóttir
solveig@365.is
Helgin
l
a
U
g
a
r
D
a
g
U
r
2
. s
ep
te
m
be
r
20
17
Stúlkurnar í Tógó fóru alla leið í túlkun sinni, spiluðu sungu og dönsuðu. MynD/alDa lóa leifSDóTTir
Stelpur rokka! eru sjálfboða-liðarekin samtök sem starfa af femínískri hugsjón við að
efla ungar stelpur og transkrakka í
gegnum tónlistarsköpun. Kjarninn
í starfinu eru rokksumarbúðir, þar
sem þátttakendur læra á hljóð-
færi, spila saman í hljómsveit,
kynnast farsælum tónlistarkonum,
fræðast um ýmsar hliðar tónlistar
og jafnréttisbaráttu og koma fram
á lokatónleikum. „Upphafskona
þessa verkefnis hér á landi er Áslaug
Einarsdóttir en hún bjó um tíma
í Bandaríkjunum þar sem hún
kynntist svona rokkbúðum,“ segir
Íris en fyrstu búðirnar voru haldnar
sumarið 2013. Síðan þá hafa 400
stelpur, konur, trans og kynsegin
einstaklingar tekið þátt í rokk-
búðum Stelpur rokka! og myndað
yfir 80 hljómsveitir.
Íris hefur verið með í verkefninu
frá upphafi en fjölmargir sjálfboða-
liðar koma að starfinu. „Þetta hefur
gengið alveg ótrúlega vel. Fyrsta
sumarið voru einar rokkbúðir fyrir
12 til 16 ára stelpur, en í ár voru
haldnar sex búðir á Íslandi auk
vinnusmiðja í haust.“
Öðlast sjálfstæði
og sjálfstraust
Rokkbúðirnar eru alþjóðlegt fyrir-
brigði sem hefur verið til í um 15
ár, og finnast því slíkar búðir víða
um veröld. Hróður verkefnisins
berst víða, til dæmis vakti verkefnið
áhuga Mirlindu Kuakuvi frá Tógó
sem ákvað að efna til rokkbúða þar
í landi í fyrsta sinn í fyrrasumar.
„Mig langaði til að gefa stúlkum frá
Tógó tækifæri til að upplifa slíkar
búðir því ég tel að með þeim geti
þær öðlast aukið sjálfstraust, frum-
kvæði og þor,“ segir Mirlinda sem
kom til Íslands í sumar til að taka
þátt og upplifa íslenskar rokkbúðir.
„Mig langaði að safna reynslu og fá
hugmyndir frá kennurunum hér á
Íslandi sem ég gæti nýtt úti. Í raun
er ekki mikill munur á búðunum
hér og í Tógó, en þó eru stelpurnar
í Tógó kannski örlítið kraftmeiri,“
segir Mirlinda sem stefnir ótrauð á
að halda fleiri rokkbúðir þar á landi
í framtíðinni. „Ég tel að þær geti haft
veruleg áhrif í Tógó.“
Söfnuðu 500 kílóum
af hljóðfærum
Nokkuð hefur verið um samstarf á
milli rokkbúða í ólíkum löndum.
„Fólk reynir að hjálpast að og sér
í lagi styðja þá sem eru að byrja,“
lýsir Íris. Þar sem nokkur reynsla
hefur safnast upp hjá sjálfboðalið-
unum íslensku eru þeir nú farnir að
veita stuðning út fyrir landsteinana.
Þannig komst til dæmis á samstarf
milli íslensku búðanna og þeirra
sem Mirlinda stofnaði í Tógó.
„Þar sem erfiðlega gekk að útvega
hljóðfæri þar í landi var ákveðið að
safna þeim hér á landi og flytja út,“
segir Íris og gekk átakið ótrúlega
vel. Stelpur Rokka! í samstarfið við
Sól í Tógó, samtök sem hafa stutt
Stelpur rokka í Tógó
rokksumarbúðir stelpur rokka! hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi. margir
sjálfboðaliðar starfa í búðunum og hafa safnað dágóðri reynslu sem þeir
nýta nú til að breiða út boðskapinn í öðrum löndum. Þær Íris ellenberger og
Auður Viðarsdóttir héldu í rokkbúðir til tógó í Afríku í sumar.
Nú er rétti tíminn
til að huga að garð-
inum fyrir veturinn.
helgin ➛6
0
2
-0
9
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
1
K
_
N
Y
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
A
6
-2
2
2
0
1
D
A
6
-2
0
E
4
1
D
A
6
-1
F
A
8
1
D
A
6
-1
E
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
1
2
0
s
_
1
_
9
_
2
0
1
7
C
M
Y
K