Fréttablaðið - 02.09.2017, Side 41

Fréttablaðið - 02.09.2017, Side 41
Kynningarblað Framhald á síðu 2 ➛ Sólveig Gísladóttir solveig@365.is Helgin l a U g a r D a g U r 2 . s ep te m be r 20 17 Stúlkurnar í Tógó fóru alla leið í túlkun sinni, spiluðu sungu og dönsuðu. MynD/alDa lóa leifSDóTTir Stelpur rokka! eru sjálfboða-liðarekin samtök sem starfa af femínískri hugsjón við að efla ungar stelpur og transkrakka í gegnum tónlistarsköpun. Kjarninn í starfinu eru rokksumarbúðir, þar sem þátttakendur læra á hljóð- færi, spila saman í hljómsveit, kynnast farsælum tónlistarkonum, fræðast um ýmsar hliðar tónlistar og jafnréttisbaráttu og koma fram á lokatónleikum. „Upphafskona þessa verkefnis hér á landi er Áslaug Einarsdóttir en hún bjó um tíma í Bandaríkjunum þar sem hún kynntist svona rokkbúðum,“ segir Íris en fyrstu búðirnar voru haldnar sumarið 2013. Síðan þá hafa 400 stelpur, konur, trans og kynsegin einstaklingar tekið þátt í rokk- búðum Stelpur rokka! og myndað yfir 80 hljómsveitir. Íris hefur verið með í verkefninu frá upphafi en fjölmargir sjálfboða- liðar koma að starfinu. „Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel. Fyrsta sumarið voru einar rokkbúðir fyrir 12 til 16 ára stelpur, en í ár voru haldnar sex búðir á Íslandi auk vinnusmiðja í haust.“ Öðlast sjálfstæði og sjálfstraust Rokkbúðirnar eru alþjóðlegt fyrir- brigði sem hefur verið til í um 15 ár, og finnast því slíkar búðir víða um veröld. Hróður verkefnisins berst víða, til dæmis vakti verkefnið áhuga Mirlindu Kuakuvi frá Tógó sem ákvað að efna til rokkbúða þar í landi í fyrsta sinn í fyrrasumar. „Mig langaði til að gefa stúlkum frá Tógó tækifæri til að upplifa slíkar búðir því ég tel að með þeim geti þær öðlast aukið sjálfstraust, frum- kvæði og þor,“ segir Mirlinda sem kom til Íslands í sumar til að taka þátt og upplifa íslenskar rokkbúðir. „Mig langaði að safna reynslu og fá hugmyndir frá kennurunum hér á Íslandi sem ég gæti nýtt úti. Í raun er ekki mikill munur á búðunum hér og í Tógó, en þó eru stelpurnar í Tógó kannski örlítið kraftmeiri,“ segir Mirlinda sem stefnir ótrauð á að halda fleiri rokkbúðir þar á landi í framtíðinni. „Ég tel að þær geti haft veruleg áhrif í Tógó.“ Söfnuðu 500 kílóum af hljóðfærum Nokkuð hefur verið um samstarf á milli rokkbúða í ólíkum löndum. „Fólk reynir að hjálpast að og sér í lagi styðja þá sem eru að byrja,“ lýsir Íris. Þar sem nokkur reynsla hefur safnast upp hjá sjálfboðalið- unum íslensku eru þeir nú farnir að veita stuðning út fyrir landsteinana. Þannig komst til dæmis á samstarf milli íslensku búðanna og þeirra sem Mirlinda stofnaði í Tógó. „Þar sem erfiðlega gekk að útvega hljóðfæri þar í landi var ákveðið að safna þeim hér á landi og flytja út,“ segir Íris og gekk átakið ótrúlega vel. Stelpur Rokka! í samstarfið við Sól í Tógó, samtök sem hafa stutt Stelpur rokka í Tógó rokksumarbúðir stelpur rokka! hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi. margir sjálfboðaliðar starfa í búðunum og hafa safnað dágóðri reynslu sem þeir nýta nú til að breiða út boðskapinn í öðrum löndum. Þær Íris ellenberger og Auður Viðarsdóttir héldu í rokkbúðir til tógó í Afríku í sumar. Nú er rétti tíminn til að huga að garð- inum fyrir veturinn. helgin ➛6 0 2 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 1 2 0 s _ P 0 8 1 K _ N Y .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D A 6 -2 2 2 0 1 D A 6 -2 0 E 4 1 D A 6 -1 F A 8 1 D A 6 -1 E 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 0 s _ 1 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.