Fréttablaðið - 02.09.2017, Blaðsíða 116
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is,
Hafsteinn Hafsteinsson hafsteinn@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI
512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Ólafur H. Hákonarson olafurh@365.is, FÓLK OG
SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Lífið í
vikunni
27.08.17-
2.09.17
Ungfrú ÍsLand
fór tiL fLórÍda
Ungfrú Ísland-keppnin fór fram
seinustu helgi og það var Ólafía
Ósk Finnsdóttir sem hreppti
titilinn. Þegar blaðamaður
Lífsins náði tali af henni var
hún á leiðinni til Flórída til að
slaka á eftir mikla vinnutörn
sem fylgdi því að keppa í Ung-
frú Ísland. „ Það verður gott
að komast í sólina og slaka
á eftir törnina undanfarnar
vikur.“
BrosmiLdUstU
ÍsLendingarnir
Fólk er eins mis-
glaðlegt og það
er margt, þannig
er nú það, en
Lífið í Frétta-
blaðinu tók saman
í vikunni lista yfir
nokkra glaðlegustu og brosmild-
ustu landsmennina. Ellefu þekktir
Íslendingar náðu á listann og voru
Ari Eldjárn, Sólmundur Hólm, Dorrit
og Marta María Jónasdóttir meðal
þeirra sem náðu á lista enda eru
þau öll með eindæmum hress.
Berir rassar
ekki vandamáLið
Myndbandið
við lagið Reppa
heiminn með
Reykjavíkur-
dætrum og rapp-
aranum Röggu
Holm vakti mikla
athygli nýverið en það var tekið úr
birtingu á YouTube skömmu eftir
frumsýningu. „Við fengum víst
ekki leyfi fyrir einum tökustað og
þurftum því að taka myndbandið
út af netinu,“ sagði Ragga.
ekkert Um
þyngd Í samningUm
Í kjölfar Ungfrú
Ísland-keppninnar
um seinustu helgi
spratt upp um-
ræða um hvort
keppendur í yfir-
þyngd ættu mögu-
leika á að sigra vegna
staðla sem Miss World-keppnin
setur. Hafdís Jónsdóttir, einn eigenda
Ungfrú Ísland, segir alla keppendur
hafa haft jafna möguleika, óháð
þyngd. „Það er ekkert í samningum
Miss World við Ungfrú Ísland um
hæð eða þyngd,“ sagði Hafdís.
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
Vorum að taka upp nýja sendingu af spennandi
vörum frá Calvin Klein, Boss og Kenzo.
KOMDU OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!
RÚMFÖT,
BAÐSLOPPAR
OG HANDKL ÆÐI
Fyrst og fremst einblíni ég á að hanna og framleiða föt í tak-mörkuðu í upplagi. Það geri
ég nokkrum sinnum á ári og opna
svo svona pop up-verslanir, líkt og
þá sem ég er með á Eiðistorgi núna,“
útskýrir fatahönnuðurinn Birna
Karen Einarsdóttir sem opnaði
verslun á fimmtudaginn og verður
hún opin til 10. september.
„Öll föt sem ég geri eru búin til úr
prufumetrum og restum sem ég fæ
í vefnaðarvöruverksmiðjum. Ég fer
bara í verksmiðjuna og kaupi það
sem verður afgangs. Þannig að ég
nýti allt vel. Ég læt ekki framleiða
neitt efni fyrir mig.“
Býr til eigin föt og verslar á flóa-
mörkuðum
Birna segir ekki koma til greina að
vinna á annan hátt en þann sem
hún notast við. „Það er til svo mikið
af drasli, það er svo mikið magn
framleitt og allt er eins. Sjálf kaupi
ég eiginlega aldrei föt í fatabúðum,
ég náttúrulega bý til mín eigin föt
og svo kaupi ég annað á flóamörk-
uðum.“
„Ég vil frekar kaupa vandaðar
flíkur einstaka sinnum og eiga þær
svo bara. Ég er ekkert að eltast við
það sem er í tísku. Mér er líka alveg
sama hvort ég sé í einhverju nýju
eða gömlu, svo lengi sem ég fíla
flíkina.“
Birnu þykir gaman að hanna og
selja einstök föt í takmörkuðu upp-
lagi því sjálf vill hún alls ekki klæð-
ast því sem margir aðrir eiga. „Mér
þykir mikilvægt að geta klæðst því
sem enginn eða fáir aðrir eiga. Mér
líður bara illa ef það eru einhver
hundruð annarra í sama kjól og ég.
Ég hef verið þannig alveg frá því að
ég var krakki.“
Eins og áður sagði verslar Birna
töluvert á flóamörkuðum og hún
kveðst vera orðin vör við að fólk sé
farið að stunda það í auknum mæli.
„Fólk kaupir alveg rosalega mikið
magn af fötum nú til dags en „re-
shop“ er samt held ég að verða vin-
sælla. Það er skrýtið að fólk sé að
framleiða og búa til eitthvað sem
engin þörf er á þegar það er vel hægt
að endurnýta,“ segir Birna að lokum.
gudnyhronn@365.is
kaupir nánast
aldrei
föt í fatabúðum
Fatahönnuðurinn Birna karen einarsdóttir hannar og framleiðir föt
undir merkinu birna og selur þau í svokölluðum pop up-verslunum,
bæði á Íslandi og í Danmörku þar sem hún er búsett. Birna reynir að
notast við umhverfisvænar aðferðir í hönnun sinni.
Hönnuðurinn Birna Karen vill alls ekki ganga í fjöldaframleiddum fatnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
það er tiL svo mikið
af drasLi, það er
svo mikið magn framLeitt
og aLLt er eins.
2 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r64 L í f i ð ∙ f r É t t A b L A ð i ð
0
2
-0
9
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
A
5
-B
A
7
0
1
D
A
5
-B
9
3
4
1
D
A
5
-B
7
F
8
1
D
A
5
-B
6
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
2
0
s
_
1
_
9
_
2
0
1
7
C
M
Y
K