Fréttablaðið - 30.09.2017, Blaðsíða 46
Umbun hefur
mikið að segja og
fólk þarf að finna að það
sem það gerir sé metið að
verðleikum.
Ragnheiður
Tryggvadóttir
heida@365.is
10 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . S E P T E M B E R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U RFYRIRTÆKJAGJAFIR
Marteinn Steinar Jónsson sálfræð-
ingur segir yfirmenn þurfa að vera
vakandi fyrir líðan starfsfólks.
Það er hlutverk yfirmanna að vera vakandi fyrir vellíðan starfsfólks á vinnustaðnum.
Eitt af grundvallaratriðunum er
að unnið sé strax með þau mál
sem koma upp. Oft hamlar átaka-
fælni því að þetta sé gert, sem er
miður. Átök eru góð ef þau leiða til
úrvinnslu,“ segir Marteinn Steinar
Jónsson sálfræðingur.
„Það eru auðvitað til alls konar
stjórnendur. Sumir geta verið
harðstjórar, hlusta lítið sem
ekki neitt á starfsmenn og loka á
umræður svo fólk þorir ekki að
tjá sig. Það stuðlar að streitu og
kvíða. En óskrifuðu reglurnar,
það er hvernig við gerum hlutina,
mótar menningu og starfsanda
vinnustaðarins. Oft eru það hinir
duldu áhrifaþættir sem ráða hvort
starfsmönnum líður vel í starfi
eða ekki. Hreinskiptin tjáskipti
eru forsendur þess að hægt sé að
taka á málum og finna sanngjarnar
lausnir.
Stjórnendur mega ekki hygla
einum á kostnað annars. Þeir þurfa
að gæta þess að starfsálagið sé ekki
íþyngjandi og einhverjir séu til
dæmis undir meira álagi en aðrir.
Hvatakerfi geta verið vandmeð-
farin. Til dæmis þar sem enginn
má vera dragbítur á sameiginlega
frammistöðu er hætta á að þeir
starfsmenn innan starfshópsins
sem ekki standa sig nógu vel verði
fyrir þrýstingi og aðkasti. Hvata-
kerfi geta, ef ekki er staðið rétt að
málum, verið mikill streituvaldur.
Stjórnendur þurfa að vera vakandi
fyrir því hvort einhverjum ein-
staklingi líði illa og skulu vekja
aðra til meðvitundar um það
sama.“
Skiptir máli að umbuna
starfsfólki?
„Ég held að það sé alltaf til góðs að
gera vel við fólk,“ segir Marteinn.
„Umbun hefur mikið að segja og
fólk þarf að finna að það sem það
gerir sé metið að verðleikum. Fólk
hefur mikla þörf fyrir hvata í starfi.
Umbunin getur verið í formi þess
að stjórnandinn hrósi starfs-
mönnum, veiti kaupauka þegar
starfsmenn ná tilteknum árangri
en gæta verður þess að starfsmenn
fái ekki bágt fyrir ef þeir mæta ekki
væntingum.
Hægt er að umbuna starfsmönn-
um með ýmsum hætti, gefa þeim
leikhúsmiða eða annað í þeim
dúr. Mörg fyrirtæki niðurgreiða til
dæmis heilsurækt og er það beggja
hagur. Það er svo margt sem hægt
er að gera. Grunnatriði er að hlusta
vel eftir hvað það er sem starfs-
fólkið sækist eftir, að auk jólagjafa
sé til dæmis munað eftir afmælis-
dögum og svo framvegis.“
Marteinn segir daglegt vinnuum-
hverfi skipta miklu máli, vinnuað-
stöðu og hljóðvist. „Notaleg
kaffiaðstaða er mikilvæg og að
ekki sé hávaði, truflun eða þrengsli
í vinnurýminu. Góðir stólar eru
nauðsyn og að hitastigið í vinnu-
rýminu sé þægilegt. Huga þarf
að öllum streituvöldum. Lélegt
upplýsingaflæði er ætíð uppspretta
streitu og álags og slæmt skipulag er
dragbítur á árangur. Óskýrar starfs-
lýsingar orsaka misskilning og allt
slíkt stuðlar að kvíða. Ef kerfið er
þannig skipulagt að það ýtir undir
streituálag þarf að laga kerfið fyrst,
síðan skal sinna einstaklingunum,“
segir Marteinn.
Fólk hefur þörf fyrir umbun
Marteinn Steinar Jónsson sálfræðingur segir vellíðan á vinnustað að miklu leyti á ábyrgð
stjórnenda. Bregðast þarf skjótt við vandamálum og umbuna starfsfólki fyrir vel unnin störf.
3
0
-0
9
-2
0
1
7
0
4
:2
0
F
B
1
3
6
s
_
P
0
9
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
8
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
E
1
-E
9
E
8
1
D
E
1
-E
8
A
C
1
D
E
1
-E
7
7
0
1
D
E
1
-E
6
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
1
3
6
s
_
2
9
_
9
_
2
0
1
7
C
M
Y
K