Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Qupperneq 4
4 Páskablað 11. apríl 2017fréttir Rekstrarkostnaður sjóðsins rauk upp um 36% milli ára n „Þetta eru svakalegar tölur,“ segir formaður VR sem vill launaþak á stjórann R ekstrarkostnaður Lífeyris- sjóðs verzlunarmanna nam ríflega 2,3 milljörðum króna árið 2016 og hefur hækkað um ríflega 45 prósent frá ár- inu 2014. Launakostnaður sjóðsins hefur hækkað um rúmlega 40 prósent frá árinu 2013, en stöðugildum hefur fjölgað um 8. Fimm æðstu stjórnend- ur sjóðsins fengu tæpar 135 milljónir í laun í fyrra. Formaður VR segir laun stjórnenda ekki í neinu siðferðilegu sambandi við hlutverk sjóðanna og það sem þeir greiði út til lífeyrisþega og segir rekstrarkostnaðinn svaka- legan. Hann hyggst beita sér fyrir launaþaki á framkvæmdastjórann. Lífeyrissjóður verzlunarmanna birti nýverið ársreikning sinn fyrir árið 2016. DV tók saman þróun rekstrar- og launakostnaðar sjóðs- ins, eins og hún birtist í ársreikning- um sjóðsins aftur til ársins 2013, þar sem upplýsingar voru fyrirliggjandi. Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn for- maður VR, hefur um árabil gagnrýnt það sem hann hefur kallað glóru- lausan rekstrarkostnað lífeyrissjóð- anna, sem og ofurlaun æðstu stjórn- enda þeirra. Skipta má rekstrarkostnaði Líf- eyrissjóðs verzlunarmanna í tvo liði. Annars vegar skrifstofu- og stjórn- unarkostnað, sem felur meðal annars í sér launakostnað starfsmanna, og hins vegar svokölluð fjárfestingar- gjöld sem eru að langmestu leyti um- sýsluþóknun vegna fjárfestinga í inn- lendum og erlendum verðbréfa- og framtakssjóðum. Eins og sjá má á úttekt DV nam svokallaður skrifstofu- og stjórnunar- kostnaður 824 milljónum króna í fyrra samanborið við 712 milljónir 2015 og 621 milljón árið 2013. Við þann uppgefna rekstrarkostn- að leggjast síðan fjárfestingargjöld, sem er áætluð umsýsluþóknun vegna fjárfestinga sem að mestu er greidd til erlendra verðbréfa- og framtakssjóða, eða 1,1 milljarður af þessum ríflega 1,5 milljörðum sem fjárfestingargjöld ársins 2016 námu. Samantekinn rekstrarkostnaður sjóðsins árið 2016 nam því alls ríflega 2,3 milljörðum króna samanborið við ríflega 1,7 milljarða króna árin tvö á undan. Ekki fundust viðlíka upp- lýsingar um þau gjöld í ársreikningi ársins 2013. Rekstrarkostnaðurinn á tímabilinu nemur ríflega 8,5 millj- örðum á tímabilinu 2013–2016 og er hann þá varlega áætlaður að mati Ragnars. „Svakalegar tölur“ „Fjárfestingargjöld hafa alltaf verið tekin inn sem rekstrarkostnaður í ársreikningum en þeir hafa aldrei sagt nema hálfa söguna og þessi tala, áætlaður einn og hálfur milljarður í fjárfestingargjöld á ári, sem við erum að borga inn í fjármálakerfið til að sýsla með eignir okkar, er bara brot af raunveruleikanum. Það vantar heil- mikið inn í þetta. Þetta er varlega áætlað, en þetta eru svakalegar tölur og þetta er bara einn lífeyrissjóður af 26 virkum hér á landi,“ segir Ragnar í samtali við DV. Sjóðirnir fá ekkert frítt Hann segir engan vafa leika á að þessi fjárfestingargjöld heyri undir rekstrarkostnað, þótt heitið sé þetta. „Ef sjóðirnir tapa þá borga þeir um- sýslugjöld fyrir eignastýringu, ef þeir græða þá borga þeir umsýslugjöld fyrir eignastýringu. Þetta hefur alltaf verið skilgreint sem rekstrarkostnað- ur í ársreikningum, en nú hefur þetta í auknum mæli verið falið inni í sjóð- stýringum. Eftir hrun voru stofnaðir margir framtakssjóðir sem sjóðirnir gerðust aðilar að og settu peninga í. Þetta er ekki tekið fram í bókum sjóðanna en svo sannarlega er þetta kostnaður, það er enginn að vinna frítt fyrir íslenska lífeyrissjóði, ég get lofað þér því.“ Launin ekki í neinu jarðsambandi Ragnar hefur verið mjög gagnrýninn á laun forsvarsmanna lífeyrissjóðanna en Guðmundur Þ. Þórhallsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verzlunar- manna, ber þar höfuð og herðar yfir aðra kollega sína með tæpar 39,7 millj- ónir í laun árið 2016. Hann og fjórir aðrir lykilstjórnendur sjóðsins fengu alls 135 milljónir í sinn hlut í fyrra. „Launakostnaðurinn er ekki í neinu siðferðilegu sambandi við hlutverk sjóðanna og það sem þeir eru að greiða út til lífeyrisþega. Þetta er sjálftaka og ég mun beita mér fyrir því að sett verði launa- þak á framkvæmdastjóra sjóðs- ins. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra framkvæmdastjóra lífeyrissjóð- anna og það er búið að samþykkja innan stjórnar VR og stendur til að beina því til stjórnar lífeyrissjóðsins að launakjör framkvæmdastjórans verði endurskoðuð. Ég mun fylgja því mjög fast eftir. Þetta er til háborinnar skammar,“ segir Ragnar Þór. Fari þeir þá í bankana Lífeyrissjóðurinn hefur ítrekað, þegar laun framkvæmdastjórans hefur bor- ið á góma á umliðnum árum, bent á að þau séu samkeppnishæf við það sem gengur og gerist innan annarra fjármálafyrirtækja. Samanburðurinn virðist því vera viðskiptabankarnir, ekki endilega aðrir lífeyrissjóðir. Um þær skýringar talar Ragnar tæpitungu- laust: „Þá segi ég við þessa menn, far- ið þá bara og fáið ykkur vinnu þar og verði ykkur að góðu. Ég get fullyrt að það er til fjöldi strangheiðarlegs fólks sem er tilbúið að vinna fyrir sanngjörn laun. Það er nóg framboð af svoleið- is fólki, þannig fólk viljum við inn en ekki fólk sem heltekið er af græðgi og eigin ágæti sem er síðan oft takmark- að þegar upp er staðið.“ En því verður ekki að neitað að líf- eyrissjóðirnir eru stórir, umsvif þeirra mikil og Lífeyrissjóður verzlunar- manna með þeim stærstu. Er þessi mikli rekstrarkostnaður óþarfi, eða er svigrúm til að hagræða þar í þágu sjóðfélaga? „Þetta er einn lífeyrissjóð- ur, og í 330 þúsund manna samfélagi getum við spurt okkur hvort við þurf- um alla þessa yfirbyggingu? Af hverju er sjóðurinn að láta eigna- og sjóð- stýra fyrir sig nánast öllum eignun- um ef við erum með alla þessa yfir- byggingu í sjóðnum sjálfum?“ n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Laun- og launatengd gjöld Ár Kostnaður í millj. kr. Stöðugildi 2016 601,9 41 2015 499,7 35,1 2014 451,6 32,7 2013 429 32,9 Breytingar 2013-2016 40,3% hækkun Fjölgun stöðugilda: 8,1 Árlegur launakostnaður hefur hækkað um 179,8 milljónir á tímabilinu, þó stöðugildum hafi aðeins fjölgað um 8 að meðaltali. Laun lykilstjórnenda Heildarlaun, hlunnindi og þóknanir til stjórnar, endurskoðunarnefndar og stjórnenda auk viðbótarframlags til lífeyrissparnaðar til stjórnenda Ár Laun, hlunnindi og þóknanir í millj.kr. 2016 156,3 2015 147,4 2014 142,7 Hækkun 9,5% hækkun Þak verði sett á toppinn Formaður VR heitir því að ganga mjög fast á eftir því að launaþak verði sett á Guðmund Þ. Þórhalls- son, fram- kvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verzlunar- manna. Rekstrarkostnaður sjóðsins Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður og fjárfestingargjöld Ár Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður Fjárfestingargjöld (1) Alls 2016 824 1.514 2.338 2015 712 998,3 1.710** 2014 663 1.042,9 1.705** 2013 621 Ekki uppgefið X Hækkun 32,7% 45,3% ('14–'16) Samtals: 5.7 milljarðar Árlegur skrifstofu- og stjórnunarkostnaður hefur hækkað um 203 milljónir á tímabilinu 2013–2016. Fjárfestingargjöld hafa á sama tíma hækkað um 633 milljónir.* (1) Samanlögð heildarþóknun vegna fjárfestinga í innlendum og erlendum verðbréfa- og framtakssjóðum. Umsýsluþóknun sjóðsins er innifalin í gengi viðkomandi sjóða og greidd skv. reikningi frá fjárvörsluaðilum sjóðsins. Samanlögð heildarþóknun vegna þessara fjárfestinga er áætluð 1.514 miljónir á árinu 2016. Upplýsingar um áætlaða heildarþóknun vegna fjárfestinganna var ekki að finna í ársreikningi ársins 2013. Ný Góu páskaegg með bragðgóðum marsipandýrum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.