Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Síða 6
6 Páskablað 11. apríl 2017fréttir
Austur vegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir // Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
Jötunn kynnir
Goes Iron og
Goes Cobalt
• Lengd: 2.130 mm
• Þyngd: 371 kg
• Vél: Vatnskæld fjórgengis SOHC
• Drif: 2x4 / 4x4 / 4x4 LOCK
• Driflæsing 100% læsanleg framan og aftan
• Stillanlegir demparar, sjálfstæð afturfjöðrun
• Rafléttistýri (EPS)
• Diskabremsur framan og aftan
• Bensíntankur 18 L
• Bein innspýting (EFI)
• Götuskráð
• Dekk framan 25x8x12
• Dekk aftan 25x10x12
með vsk
IRON 450 Kr. 1.259.000
• Lengd: 2.330 mm
• Þyngd: 383 kg
• Vél: Vatnskæld fjórgengis SOHC
• Drif: 2x4 / 4x4 / 4x4 LOCK
• Driflæsing 100% læsanleg framan og aftan
• Stillanlegir demparar, sjálfstæð afturfjöðrun
• Rafléttistýri (EPS)
• Diskabremsur framan og aftan
• Bensíntankur 18 L
• Bein innspýting (EFI)
• Götuskráð
• Dekk framan 25x8x12
• Dekk aftan 25x10x12
með vsk
Kr. 1.499.000COBALT MAX 550
• Lengd: 2.330 mm
• Þyngd: 383 kg
• Vél: Vatnskæld fjórgengis SOHC
• Drif: 2x4 / 4x4 / 4x4 LOCK
• Driflæsing 100% læsanleg framan og aftan
• Stillanlegir demparar, sjálfstæð afturfjöðrun
• Rafléttistýri (EPS)
• Diskabremsur framan og aftan
• Bensíntankur 18 L
• Bein innspýting (EFI)
• Götuskráð
• Dekk framan 25x8x12
• Dekk aftan 25x10x12
með vsk
Kr. 1.299.000IRON MAX 450
M
agnús Jónsson, fyrrver-
andi forstjóri Atorku,
hefur beðið Þorstein Vil-
helmsson opinberlega
afsökunar vegna um-
mæla sem hann lét falla á Face-
book. Þorsteinn hefur verið um-
svifamikill í íslensku viðskiptalífi og
átti stóran hlut í Samherja. Hann
var einnig stærsti eigandi Atorku.
Vísir greindi frá því í byrjun árs að
Atorku hefði verið formlega slitið
þann 9. desember 2016 og lauk þá
26 ára sögu félags sem var lengi
eitt umsvifamesta fjárfestingarfé-
lag landsins. Magnús er fyrrverandi
tengdasonur Þorsteins.
Biður Þorstein afsökunar
Magnús Jónsson hefur áður beðist
afsökunar á ummælum sem hann
hefur látið falla á Facebook. Í byrj-
un árs greindi Vísir frá því að Magn-
ús hefði dregið til baka ummæli um
hæstaréttardómarana Benedikt
Bogason og Karl Axelsson. Einka-
mál tengt Magnúsi og fyrrverandi
konu hans hafði farið fyrir dóm og
var Magnús ósáttur við niðurstöð-
una. Eftir að Magnús baðst afsök-
unar létu dómararnir málin niður
falla. Þorsteinn ákvað svo að leita
réttar síns eftir að Magnús tjáði sig
um hann á Facebook-síðu sinni.
Magnús skrifaði í júlí 2016:
„… Eða stálu þessu frá föður
sínum í formi skipstjórakvóta líkt
og Þorsteinn Vilhelmsson „fjár-
festingasnillingur“ gerði þegar hann
stal kvótanum undan Vilhelmi föð-
ur sínum framkvæmdastjóra Út-
gerðarfélags Akureyrar.“
Tilæfulausar ásakanir
Fannst Þorsteini vegið að æru sinni
og starfsheiðri. Var Magnúsi gefið
að birta afsökunarbeiðni á Face-
book. Magnús hefur nú beðið Þor-
stein afsökunar. Magnús segir:
„Þann 23. júlí, birti ég færslu hér
á Facebook, þar sem ég dróttaðist
að æru Þorsteins Vihelmssonar. Sú
háttsemi sem ég lýsti í færslunni átti
sér aldrei stað og því voru umrædd-
ar ásakanir með öllu tilhæfulausar.
Ég bið hér með Þorstein Vilhelms-
son afsökunar á hinum tilhæfu-
lausu ásökunum. Ég vil jafnframt
biðja þá sem deildu færslunni með
hinum tilhæfulausu ásökunum að
deila jafnframt þessari afsökunar-
beiðni.“
Magnús var forstjóri Atorku allt
þar til í september 2009 en þá hafði
fyrirtækið hlotið áframhaldandi
heimild til greiðslustöðvunar. Með-
al helstu eigna fyrirtækisins á þeim
tíma var ráðandi eignarhlutur í
Promens sem var ein stærsta plast-
verksmiðja heims. Atorka Group
hafði tapað verulegum fjármunum
í hruninu, en tapið árin 2008 og
2009 nam 56,4 milljörðum króna. n
ritstjorn@dv.is
Magnús biður Þorstein afsökunar
n Biðst aftur afsökunar á Facebook n Biður fólk að deila færslunni
Magnús Jónsson
Hefur beðið Þorstein
Vilhelmsson afsökunar
á ummælum sem hann
lét falla.
Þorsteinn
Vilhelmsson
Var stærsti eigandi
Atorku. Mynd 365
Útgáfa DV
DV gefur í dag út veglegt páskablað sem
dreift er inn á hvert heimili í landinu. Út-
gáfu DV verður þannig háttað eftir páska
að næsta blað kemur til áskrifenda
föstudaginn 21. apríl. Öflug fréttaþjón-
usta verður venju samkvæmt á DV.is yfir
páskana. DV óskar lesendum, sem og
landsmönnum öllum, gleðilegra páska.