Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Side 8
8 Páskablað 11. apríl 2017fréttir K ri ng la n Kr in gl um ýr ar br au t Miklabraut Miklabraut Við erum hér! Stigahlíð 45-47 / Sími 553-8890 Tilb oð 17 10 bitar fyrir 4-5 5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa. Stór af frönskum og 2l. Pepsi. kjúklinga vefjur og borgarar „Ekkert eftirlit“ með munum sem teknir eru úr geymslu lögreglu Vitni varpaði ljósi á vankanta í munavörslu lögreglunnar E kkert eftirlit var með því hvort haldlögðum munum og fíkniefnum væri skilað aftur í munavörslu lögreglunnar eftir að lögreglumenn tóku þá þaðan. Þetta fullyrðir fyrrver- andi starfsmaður munavörslu sem bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur í máli lögreglumannsins Jens Gunnarssonar sem á föstudag hlaut 15 mánaða dóm fyrir brot í starfi og spillingu. Meðal þess sem Jens var sakfelldur fyrir var að hafa varðveitt tvær loftskammbyssur í skrifborðs- skúffu sinni í vinnunni, byssur sem átti að varðveita í geymslu fyrir hald- lagða muni. Að auki varðveitti hann fíkniefni í skúffunni og braut þannig reglur um haldlagningu, skráningu, meðferð og eyðingu fíkniefna og annarra haldlagðra efna. Mikil verðmæti hurfu eftir húsleit DV fjallaði nýverið um hvernig um- talsverðir fjármunir og önnur verð- mæti, sem haldlögð voru við húsleit í tengslum við rannsókn á kampavíns- klúbbnum Strawberries, hurfu spor- laust úr munavörslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Eigandi staðarins, sem átti um- rædd verðmæti sem lögmaður hans segir að nemi milljónum, kærði þjófnaðinn til héraðssaksóknara síðast liðið haust. Ólafur Þór Hauks- son héraðssaksóknari staðfesti í sam- tali við DV á dögunum að málið væri þar enn til rannsóknar. Að sögn Ólafs komst upp um hinn meinta þjófnað þegar embættið kallaði eftir munun- um frá lögreglu til að láta verðmeta þá. Greip embættið þá í tómt. Í umfjöllun DV var leitað við- bragða lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu þar sem Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild, kvaðst aðspurður ekki muna eftir því í fljótu bragði að haldlagðir munir hyrfu úr geymslum lögreglu með þessum hætti. Vitni varpar ljósi á eftirlitsleysi Í dómsmálinu yfir Jens Gunnarssyni var kallað til vitni sem fram kemur í dómskjölum að hafi verið starfs- maður í munavörslu lögreglunnar frá október 2006 til ársloka 2007. Var starfsmaðurinn fyrrverandi kallaður til að bera vitni í ákæruliðnum er varðaði loftbyssurnar. Ummælin varpa ljósi á hvernig lögreglumenn gætu hugsanlega komist upp með að láta haldlagða muni hverfa í skjóli eftirlitsleysis. Eftir viðkomandi er haft um starfið í munavörslunni: „Hún kvaðst hafa tekið á móti munum og fíkniefnum frá lög- reglumönnum. Hún kvað lögreglu- menn stundum hafa sótt muni en ekkert eftirlit hefði verið með því hvort mununum hefði verið skilað aftur eða hve lengi þeir hefðu þá. Slíkir munir hefðu stundum legið á borðum lögreglumanna eða annars staðar í deildunum.“ Nokkrar ábendingar hafa borist DV, eftir umfjöllun um hina horfnu muni í Strawberries-málinu, þess efnis að haldlagðir munir hverfi úr geymslum lögreglu, sem gefur til kynna að ekki sé um einsdæmi að ræða. DV hefur þó ekki getað staðfest þær ábendingar. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Kemur og fer Fyrrverandi starfsmaður í munavörslu lögreglunnar upplýsti fyrir dómi að ekkert eftirlit væri með munum sem lögreglu- menn taka stundum starfs síns vegna og hvort þeir skiluðu sér aftur. Mynd Sigtryggur Ari „Hún kvað lögreglu- menn stundum hafa sótt muni en ekkert eftirlit hefði verið með því hvort mununum hefði verið skilað aftur eða hve lengi þeir hefðu þá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.