Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Blaðsíða 8
8 Páskablað 11. apríl 2017fréttir K ri ng la n Kr in gl um ýr ar br au t Miklabraut Miklabraut Við erum hér! Stigahlíð 45-47 / Sími 553-8890 Tilb oð 17 10 bitar fyrir 4-5 5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa. Stór af frönskum og 2l. Pepsi. kjúklinga vefjur og borgarar „Ekkert eftirlit“ með munum sem teknir eru úr geymslu lögreglu Vitni varpaði ljósi á vankanta í munavörslu lögreglunnar E kkert eftirlit var með því hvort haldlögðum munum og fíkniefnum væri skilað aftur í munavörslu lögreglunnar eftir að lögreglumenn tóku þá þaðan. Þetta fullyrðir fyrrver- andi starfsmaður munavörslu sem bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur í máli lögreglumannsins Jens Gunnarssonar sem á föstudag hlaut 15 mánaða dóm fyrir brot í starfi og spillingu. Meðal þess sem Jens var sakfelldur fyrir var að hafa varðveitt tvær loftskammbyssur í skrifborðs- skúffu sinni í vinnunni, byssur sem átti að varðveita í geymslu fyrir hald- lagða muni. Að auki varðveitti hann fíkniefni í skúffunni og braut þannig reglur um haldlagningu, skráningu, meðferð og eyðingu fíkniefna og annarra haldlagðra efna. Mikil verðmæti hurfu eftir húsleit DV fjallaði nýverið um hvernig um- talsverðir fjármunir og önnur verð- mæti, sem haldlögð voru við húsleit í tengslum við rannsókn á kampavíns- klúbbnum Strawberries, hurfu spor- laust úr munavörslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Eigandi staðarins, sem átti um- rædd verðmæti sem lögmaður hans segir að nemi milljónum, kærði þjófnaðinn til héraðssaksóknara síðast liðið haust. Ólafur Þór Hauks- son héraðssaksóknari staðfesti í sam- tali við DV á dögunum að málið væri þar enn til rannsóknar. Að sögn Ólafs komst upp um hinn meinta þjófnað þegar embættið kallaði eftir munun- um frá lögreglu til að láta verðmeta þá. Greip embættið þá í tómt. Í umfjöllun DV var leitað við- bragða lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu þar sem Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild, kvaðst aðspurður ekki muna eftir því í fljótu bragði að haldlagðir munir hyrfu úr geymslum lögreglu með þessum hætti. Vitni varpar ljósi á eftirlitsleysi Í dómsmálinu yfir Jens Gunnarssyni var kallað til vitni sem fram kemur í dómskjölum að hafi verið starfs- maður í munavörslu lögreglunnar frá október 2006 til ársloka 2007. Var starfsmaðurinn fyrrverandi kallaður til að bera vitni í ákæruliðnum er varðaði loftbyssurnar. Ummælin varpa ljósi á hvernig lögreglumenn gætu hugsanlega komist upp með að láta haldlagða muni hverfa í skjóli eftirlitsleysis. Eftir viðkomandi er haft um starfið í munavörslunni: „Hún kvaðst hafa tekið á móti munum og fíkniefnum frá lög- reglumönnum. Hún kvað lögreglu- menn stundum hafa sótt muni en ekkert eftirlit hefði verið með því hvort mununum hefði verið skilað aftur eða hve lengi þeir hefðu þá. Slíkir munir hefðu stundum legið á borðum lögreglumanna eða annars staðar í deildunum.“ Nokkrar ábendingar hafa borist DV, eftir umfjöllun um hina horfnu muni í Strawberries-málinu, þess efnis að haldlagðir munir hverfi úr geymslum lögreglu, sem gefur til kynna að ekki sé um einsdæmi að ræða. DV hefur þó ekki getað staðfest þær ábendingar. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Kemur og fer Fyrrverandi starfsmaður í munavörslu lögreglunnar upplýsti fyrir dómi að ekkert eftirlit væri með munum sem lögreglu- menn taka stundum starfs síns vegna og hvort þeir skiluðu sér aftur. Mynd Sigtryggur Ari „Hún kvað lögreglu- menn stundum hafa sótt muni en ekkert eftirlit hefði verið með því hvort mununum hefði verið skilað aftur eða hve lengi þeir hefðu þá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.