Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Qupperneq 16
16 Páskablað 11. apríl 2017fréttir
Wise lausnir ehf. » Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri
sími: 545 3200 » wise@wise.is » wise.is
Bókhaldskerfi
í áskrift
Microsoft Dynamics NAV er eitt
mest selda bókhaldskerfi landsins
og fæst í mánaðarlegri áskrift.
kr. 9.900 pr. mán.án vsk.
Bjóðum einnig Oce 365 í áskrift.
Þú færð fullbúna viðskiptalausn, hýsingu
og afritun í Azure ásamt vottuðum
sérkerfum Wise á navaskrift.is
Reynt að bjarga þjóðargersemum
Listgluggar Gerðar Helgadóttur og altarismynd Nínu Tryggvadóttur liggja undir skemmdum
M
iðað við fjölda þeirra sem
leitað hefur verið til er
óhætt að segja að söfn-
unin hafi í heild gengið
frekar treglega til þessa,“
segir Kristján Valur Ingólfsson,
vígslubiskup í Skálholti. Verndar-
sjóður Skálholtsdómkirkju hóf ný-
lega að safna framlögum til viðgerða
á listgluggum Gerðar Helgadóttur
sem liggja undir skemmdum og
altarismynd Nínu Tryggvadóttur.
Leitað hefur verið eftir fjárfram-
lögum bæði hjá einstaklingum og
fyrir tækjum, en einnig var sótt um
styrk í Húsafriðunarsjóð. Kristján
Valur segir að svar við umsókn-
inni í Húsafriðunarsjóð sé væntan-
legt innan skamms. „Við munum
ekki leggja af stað með viðgerð fyrr
en séð verður að við náum endum
saman,“ segir hann.
Gæti kostað 70 milljónir
Hann segir kostnaðinn geta orðið
um 70 milljónir króna. Spurður
hvar viðgerðir muni fara fram segir
hann: „Bæði listgluggar Gerðar og
altarismynd Nínu eru frá Oidtmann
fyrirtækinu í Linnich í Þýskalandi
(Dr. H. Oidtmann & Cie.). Fulltrúi
þeirra, dr. Stefan Oidtmann, var
kallaður til ráðgjafar og úttektar á
ástandi glugganna fyrst árið 2010
og skilaði þá mjög ítarlegri skýrslu
og kom síðan aftur árið 2014,
þegar ákveðið hafði verið að ráð-
ast í nauðsynlega viðgerð, og gerði
þá nýja úttekt á ástandi glugganna
og á mósaíkmynd Nínu, en í henni
eru sprunguskemmdir sem urðu til
í stóru Suðurlandsskjálftunum. Út-
tektin sýndi að ástand glugganna
hafði verulega versnað milli 2010
og 2014.“
Þarf að taka alla glugga niður
Hversu miklar eru skemmdirnar á
listgluggum Gerðar og hafa þær orðið
á löngum tíma?
„Skemmdirnar eru að stærstum
hluta tilkomnar vegna þess að bilið
milli hlífðarglers og listglers var í
upphafi haft of lítið og án loftunar.
Þess vegna hefur alveg frá upphafi
orðið til raki sem með tímanum
veldur fúa í tréverki og tæringu í blýi
og stuðningsrömmum. Þar að auki
hafa glerflísar brotnað. Til þess að
bregðast við þessu þarf að taka alla
gluggana niður og fara yfir þá í verk-
stæðinu í Linnich, gera nýja ramma
og setja þá upp að nýju með góðri
loftun.“
Ef ekki tekst að safna nægu fé
hvað þá?
„Það er ekki í boði. Þetta eru
þjóðargersemar.“ n
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Listgluggar Gerðar Helgadóttur
Gersemar í Skálholtsdómkirkju.
Kristján Valur „Þetta eru þjóðargersemar.“ MyNd SiGTryGGur Ari