Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Blaðsíða 24
24 Páskablað 11. apríl 2017fréttir B irna Kristel, sem ólst upp í Keflavík, tók sinn fyrsta sopa af áfengum drykk í Fram- haldsskólann á Laugum. Þetta kvöld drakk hún einn bjór en fékk svo mikið samviskubit að hún hringdi undir eins og móður sína til að segja henni sannleikann. „Mamma sagði: „Þú veist þú get- ur endað sem alkóhólisti, en þetta er þitt líf“,“ segir Birna. Varnarorð móður hennar höfðu lítið að segja. Birna var í áhættuhópi varðandi misnotkun áfengis vegna sjúkdóms föður og bróður síns, en hún gerði sér ekki grein fyrir hættunni. „Ég hélt bara áfram að drekka og þetta stoppaði mig ekki.“ Birna hafði engar áhyggjur. Hún drakk aðeins um helgar, en síð- an urðu helgarnar lengri og hún drakk frá fimmtudegi til sunnudags. Bjórarnir tíu til fimmtán í hvert sinn. Alkar í fjölskyldunni Félagsskapurinn lék stórt hlutverk þegar Birna tók þá ákvörðun að byrja að drekka áfengi. Hún vildi vera með og var einnig forvitin um áhrif áfengis. Bæði faðir hennar og bróðir hafa glímt við sjúkdóminn. Bróðir hennar er edrú í dag en faðir hennar er virkur alkóhólisti. Þrátt fyrir það styður hann Birnu í einu og öllu. „Ég hef alltaf getað leitað til hans. Kannski ekki þegar ég var lítil en hann reyndi sitt besta. Ég hef sætt mig við að hann sé alkóhólisti. Ég get ekki breytt lífi hans, þetta er hans val,“ segir Birna. Ofbeldi á heimilinu Bróðir Birnu var djúpt sokkinn í neyslu þegar hún var yngri og því fylgdi mikið ofbeldi. „Hann var eins og alkóhólistar og fíklar eru oft. Þeir virða ekki nein mörk og vilja oft að fólk tipli á tánum í kringum þá því þeir eiga svo bágt. Það er ekkert að hjá þeim, heldur eru allir aðrir asnar. Þannig hugsaði ég og geri ráð fyrir að bróðir minn hafi gert það líka.“ Birna segist hafa þurft að vera afar varkár í kringum bróður sinn og var oft hrædd við að koma heim. „Ef ég gerði ekki eitthvað sem hann vildi, eða sagði eitthvað sem stuðaði hann, þá lamdi hann mig, til dæmis með ryksugu, þá sló hann mig og henti mér niður stiga.“ Bróðir Birnu var í hennar huga birtingar- mynd fíkils. Þegar hún horfði á hann fannst henni ekkert vera að sér. Hennar áfengis- og fíkniefnaneysla var ekki vandamál þegar hún miðaði sig við bróður sinn og hún hélt því sinni neyslu ótrauð áfram. Í umsjá barnaverndar Birna gafst upp á fram- haldsskólanum á Laug- um og dvaldi á Hraun- bergi í tvær vikur. Hraunberg er úrræði á vegum Reykjavíkur- borgar þar sem börn og ungmenni eru vistuð á vegum barnaverndar. Hún fór á Hraunberg eft- ir að hafa fengið reiði- kast á Laugum. Hún kveðst hafa verið áreitt kynferðislega af öðrum nemendum og í kjölfar- ið misst stjórn á skapi sínu. Hún skar sig og rústaði herberginu sínu. Þegar heim var komið fékk móðir hennar að kenna á vanlíðan Birnu og var hún þá send á Hraunberg og vistuð þar. Á sama tíma var Birna einnig í Fjöl- smiðjunni, vinnusetri fyrir ungt fólk. Á þessum tíma kynntist hún ung- mennum sem notuðu örvandi efni, eins og kókaín, amfetamín og e-töfl- ur. Hún þorði þó ekki að prófa þessi efni af hræðslu við að enda eins og bróðir hennar og faðir. Birna ákvað að fara aftur í skóla og skráði sig í Flensborg í Hafnar- firði en hætti þar 17 ára og hóf nám í Kvikmyndaskólanum. Til þessa hafði hún aðeins neytt áfengis. Í skólanum kynntist hún bæði fólki sem reykti gras og notaði örvandi efni. Í kjölfarið byrjaði hún að reykja og nota amfetamín. „Ég man ekki hversu oft ég reykti gras á þessum tíma, en það var ekki dag- lega samt.“ Flutti til Keflavíkur Birna var í Kvikmyndaskólanum í eitt og hálft ár. Þá flutti hún aftur til Keflavíkur þar sem hún komst í enn verri félagsskap en áður. Hún átti heimili hjá móður sinni en dvaldi sjaldan þar. „Ég var mikið á flakkinu, alltaf að redda mér gistingu eða partíi,“ segir Birna. Þannig liðu þrjú ár, hún flakk- aði um, leitaði að partíi og neyslan ágerðist. Kynferðislegt ofbeldi Þegar Birna hugsar til baka telur hún að kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir yfir nokkurra ára tímabil eigi sinn þátt í neyslunni. Það hafi haft gríðarleg sálræn áhrif. Hún var fjórtán ára þegar hún fór inn á Barna- og ung- lingageðdeild. Það gerði hún eftir að hafa stigið fram og sagt frá ofbeldinu. „Ofbeldið stóð yfir í fjög- ur ár, þegar ég var ellefu til fjórtán ára,“ segir Birna og bætir við að hún hafi ekki fyrirgefið honum ofbeldið sem hann beitti hana en hún hef- ur engu að síður fundið eigin frið. Sá sem beitti Birnu ofbeldi var jafn- aldri hennar, sonur konu sem tók Birnu að sér eina helgi í mánuði sem stuðningsbarn því faðir hennar var ekki í stakk búinn til að hugsa um hana á þeim árum. Birna segir kon- una hafa verið yndislega og ber góð- ar tilfinningar til hennar í dag. „Þetta byrjaði þannig að hann var hrifinn af mér, en ég vissi ekki neitt um kynlíf enda ellefu ára. Hann fikraði sig bara áfram, káfaði á mér og misnotaði mig þær helgar sem ég var hjá þeim. Ég sagði eng- um frá í fjögur ár.“ Upp komst um misnotkunina eftir sumarbústaðarferð sem Birna fór í með konunni og stráknum. „Það besta sem mamma gerði fyrir mig var að henda mér út“ Birtir myndir í forvarnarskyni Birna með áfengiseitrun eftir að hafa drukkið of mikið. Hún man ekki mikið eftir kvöldinu sökum ölvunar og það eina sem hún man er að hún drakk viskí beint úr flöskunni. Næsta sem hún man er þegar hún kom til meðvitundar í sjúkrabíl. „Ég skyrpti á læknana og sagði þeim að fokka sér og hélt fram að mér hefði verið byrlað og ég myndi aldrei drekka svona mik-ið. Það fannst ekkert í blóðinu, ég hafði bara drukkið svona mikið.“ „Ég er bara ég og er að reyna að sættast við sjálfa mig. Ég er á hár- réttri leið. Full af lífi og tilfinningum Birna er þakklát á hverjum einasta degi fyrir að vakna edrú. „Það er ekki sjálfsagt að lifa.“ Mynd Sigtryggur Ari Ef þú leyfir barni að búa heima hjá þér á meðan það er í neyslu, þá ertu að gefa grænt ljós. Alkóhólistar lofa öllu en svíkja allt. Barnið verður að reka sig sjálft á. Það er bara mín skoðun en eflaust margir ósam- mála mér.“ Þetta segir Birna Kristel, tvítug kona sem hefur játað sig sigraða af áfengi og fíkniefnum. Hún er alkóhólisti sem hefur farið niður í dýpsta myrkur og oft verið hætt komin en með hjálp góðra vina og fjölskyldu rataði hún aftur heim. Birna settist niður með blaðamanni og opnaði sig um áfengisfíkn og kynferðismisnotkun og svo litlu sigrana og leiðina til baka sem var þyrnum stráð. Í dag hefur hún verið án áfengis í níu mánuði. guðrún Ósk guðjónsdóttir gudrun@bleikt.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.