Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Side 32
32 Páskablað 11. apríl 2017fréttir - erlent U m leið og hann sér aðsteðj- andi hættu frá Bandaríkj- unum mun hann beita kjarnorkuvopnum sínum með langdrægum eldflaug- um.“ Þetta sagði Thae Yong-ho, fyrr- verandi sendiherra Norður-Kóreu í Lundúnum, í viðtali við Lester Holt hjá NBC á dögunum. Viðtalið hefur vakið talsverða athygli enda var Thae mjög náinn æðstu embættismönn- um í Pyongyang í Norður-Kóreu þegar hann lét sig hverfa í fyrrahaust og fór í útlegð til Suður-Kóreu. Fágæt innsýn Ekki hefur hærra settur embættis- maður farið í útlegð frá Norður-Kóreu síðastliðin tuttugu ár eða svo og er Thae sagður geta gefið fágæta innsýn í þankagang yfirvalda í Norður- Kóreu. Thae var búsettur í London og gegndi stöðu sendiherra Norður- Kóreu í Bretlandi þegar hann, ásamt fjölskyldu sinni, ákvað að snúa baki við heimalandi sínu. Áður hafði hann gegnt embætti erindreka Norður-Kóreu í Dan- mörku. Óvíst með tækniþekkingu Tilraunir Norður-Kóreumanna með kjarnavopn hafa vakið mikla athygli á undanförnum árum. Alþjóðasamfélagið, sem vill að Norður-Kóreumenn hætti tilraun- um sínum, hefur talað fyrir dauf- um eyrum yfirvalda í Norður- Kóreu sem virðast tvíeflast í hvert skipti sem þau eru gagnrýnd. Thae tók ekki beinan þátt í vopnaáætlun Norður-Kóreu- manna en segist engu að síður telja að Norður-Kóreumenn séu komnir mjög langt á veg með þróun langdrægra eldflauga sem geta borið kjarnorku- vopn. Fullyrt hefur verið að yfirvöld í Norður-Kóreu búi yfir átta kjarn- orkusprengjum en ekki virðist liggja ljóst fyrir hvort þeir búi yfir þeirri tækniþekkingu sem þarf til að koma sprengjunum fyrir á langdrægum flaugum. NBC greindi frá því í janúar – og hafði eftir sérfræðingi í Norður- Kóreu – að yfirvöld væru tilbúin að gera tilraunir með langdrægar eld- flaugar „á hverri stundu og hvar sem er“. Þá hefur verið fullyrt að Norður- Kóreumenn hafi gert tilraunir á vél fyrir langdræga skotflaug með góð- um árangri en með henni væri hægt að gera kjarnavopnaárás á Bandaríkin eða bandamenn þeirra. Bandaríkjamenn áhyggjufullir Í umfjöllun NBC News var rætt við Scott Swift, yfirmann Kyrrahafsflota Bandaríkjahers, sem sagði að Banda- ríkjamenn hefðu áhyggjur af þróun mála á Kóreuskaga. „Þeir hafa getuna til að framleiða kjarnavopn – þeir hafa sýnt það. Áhyggjurnar beinast að því hvort þeir geti skotið kjarnorku- sprengjum með langdrægum flaug- um.“ Það var síðast í liðinni viku, að kvöldi þriðjudags, sem Norður-Kóreu- menn skutu eldflaug á loft en hún fór um 60 kílómetra áður en hún hrapaði í Japanshaf. Sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreumanna og Bandaríkj- anna hafa staðið yfir undan ströndum Suður-Kóreu og þær fara illa í Norður- Kóreumenn sem telja sér ógnað. Útiloka ekki aðgerðir Svo virðist sem spennan fari vaxandi dag frá degi milli Norður-Kóreu- manna og annarra þjóða. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kall- að eftir því að Kínverjar, sem hingað til hafa verið bandamenn yfirvalda í Norður-Kóreu, beiti sér í meira mæli gegn auknum vígbúnaði Norður- Kóreumanna. Áður hefur James Matt- is, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, sagt að „það þurfi að stöðva“ Norður-Kóreumenn og Rex Tillerson, utanríkisráðherra landsins, hefur ekki útilokað að gripið verði til hernaðar- aðgerða gegn Norður-Kóreu. „Staðan í dag er eldfim af þremur ástæðum: Í fyrsta lagi ber að nefna til- viljanakennda hegðun Kim Jong-un sem leiðtoga Norður-Kóreu, í öðru lagi óstöðugleikann í Suður-Kóreu. Forseti landsins var handtekinn og settur í fangelsi fyrir skemmstu. Og í þriðja lagi ber að nefna nýja og árásar- gjarnari utanríkisstefnu Bandaríkj- anna,“ segir James Stavridis, sér- fræðingur NBC og deildarforseti við Tufts University í Massachusetts. Vill ekki enda eins og Gaddafi og Saddam Hussein Sérfræðingar hafa varað við afleiðing- um þess að gripið verði til hernaðar- íhlutunar gegn Norður-Kóreu. Slíkt gæti haft ófyrirséðar afleiðingar í för með sér. Í því samhengi er bent á að Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, er skammt frá landamærum Norður- Kóreu. Thae sagði í viðtalinu við NBC News að Bandaríkin og bandamenn þeirra þurfi að vera tilbúnir. „Ef Kim Jong-un býr yfir kjarnorkuvopnum og langdrægum eldflaugum er hann til alls vís. Heimsbyggðin þarf að vera til- búin að takast á við slíkan einstakling.“ Í viðtalinu sagði Thae einnig að Kim Jong-un væri í raun heltekinn af því að fullkomna kjarnorkuáætlun sína. Ástæðan sé sú að hann sá hvað gerðist í Líbíu undir stjórn Moammar Gadhafi og í Írak undir stjórn Saddam Hussein. Báðar þjóðir sögðu skilið við kjarnorkuáætlun sína en ekki leið á löngu þar til leiðtogar beggja land- anna voru hraktir frá völdum fyrir til- stilli vestrænna ríkja. Skýrendur sem NBC ræddi við eru sammála um að sú ógn, að búa yfir kjarnorkuvopnum, sé því eins konar trygging fyrir því að slíkt gerist ekki í Norður-Kóreu. „Þess vegna telur hann [Kim Jong-un] að aðeins kjarnorkuvopn geti tryggt valdasetu hans í landinu.“ Tilbúinn að ryðja öllum úr vegi Thae bendir á að Kim sé til alls vís. Gjörðir hans hingað til hafi sýnt það. Fullyrt hefur verið að Kim beri ábyrgð á hreinsunum og aftökum á hátt sett- um embættismönnum landsins og jafnvel einstaklingum úr eigin fjöl- skyldu. Þannig var greint frá því í mars að allt benti til þess að Norður-Kóreu- menn hefðu staðið á bak við morðið á Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong- un, í Malasíu. „Hann er einstaklingur sem hikar ekki við að drepa frænda sinn og bróður. Hann er einstaklingur sem er tilbúinn að ryðja öllum úr vegi til að ná sínu fram.“ Síðan Thae fór í útlegð í fyrrahaust hefur hann verið duglegur að tala gegn yfirvöldum í Pyongyang. Hann sagð- ist í viðtalinu við NBC óttast að hann gæti orðið næstur í röðinni í hreinsun- um stjórnvalda. „Ég er merktur maður. Kim vill ryðja öllum þeim úr vegi sem hann telur ógna sér. Og ég held að ég sé einn af þeim.“ Þegar hann var spurður hvers vegna hann hafi ákveðið að snúa baki við heimalandi sínu sagðist hann hafa gert það að vel ígrunduðu máli. Hann segir að synir hans tveir hafi fengið hann til að hugsa, þeir hafi spurt hvers vegna almenningur í Norður-Kóreu hefði ekki aðgang að netinu, hvers vegna dómskerfi landsins væri í lama- sessi og hvers vegna embættismenn væru teknir af lífi án dóms og laga. Þá hafi skólafélagar sona hans í London gert grín að þeim og uppruna þeirra. Almenningur rís upp Frelsið, ef svo má segja, gæti hafa reynst dýru verði keypt að sögn Thae. Honum tókst að flýja með eiginkonu sína og börn en óttast um öryggi bróð- ur síns og systur sem búsett eru í Norð- ur-Kóreu. „Þegar einhver svíkst undan merkjum og flýr bitnar það iðulega á fjölskyldumeðlimum sem eru sendir í þrælkunarbúðir eða pólitísk fangelsi.“ Norður-Kórea er eitt lokaðasta ríki heims, aðgangur að internetinu er tak- markaður og upplýsingar sem íbúar fá, fréttir til dæmis, eru einhliða og áróðurskenndar. Thae segir að sífellt fleiri Norður-Kóreumenn geti nýtt sér tæknina og horft til dæmis á sjón- varpsstöðvar í Suður-Kóreu. Hægt og bítandi sé gríman að falla. „Ég er handviss um það að þegar almenning- ur verður nægjanlega upplýstur mun hann rísa upp. Norður-Kóreumenn vita að Suður-Kórea er lýðræðisríki með sterkan efnahag.“ Hann bendir á að önnur ríki hafi í raun verið í svipaðri stöðu fyrir nokkrum áratugum og Norður- Kórea er í í dag. „Hvað gerðist í Sovétríkjunum, hvað gerðist í komm- únistaríkjunum í Austur-Evrópu? Þegar fólk í þessum ríkjum vissi að lífsgæðin væru miklu betri í Vestur- Evrópu – lýðræðisríki væru betur heppnuð en kommúnistaríki og ríki með eins flokks kerfi – þá skyndilega reis fólk upp gegn kerfinu. Þetta gæti líka gerst í Norður-Kóreu.“ n Mundi ekki hika við að beita kjarnorkuvopnuM n Thae Yong-ho gefur fágæta innsýn í þankagang Kim Jong-un n Sendiherra sem gerðist liðhlaupi Kim Jong-un Leggur ríka áherslu á að Norður-Kóreu- menn búi yfir fullbúnum kjarnorkuvopn- um. Mynd EPA „Heims- byggðin þarf að vera tilbúin að tak- ast á við slíkan einstakling Gríman fellur „Ég er handviss um það að þegar almenningur verður nægjanlega upplýstur mun hann rísa upp,“ segir Thae Yong-ho, fyrrverandi sendiherra Norður-Kóreu. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is norður-Kórea Er eitt lokaðasta ríki heims. Almenningur fær áróðurskenndar upplýsingar um stöðu mála í heiminum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.