Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Qupperneq 40
40 Páskablað 11. apríl 2017fréttir S óknarpresturinn Saurbæjar­ kirkju óskaði eftir því við tvenn brúðhjón að þau leit­ uðu annað vegna þess að bókaðir voru tónleikar í kirkjunni á sama tíma. Um var að ræða tónleika með Megasi þar sem hann flutti Passíusálmana. Síðast­ liðin laugardag gengu brúðhjónin í hjónaband, annars vegar í Akranes­ kirkju og hins vegar Seltjarnarnes­ kirkju, og eru bæði alsæl með hvernig til tókst. „Við vorum löngu búin að boða gesti og gera allar ráð­ stafanir í tengslum við brúðkaupið. Okkur var einfaldlega úthýst og sagt að við þyrftum sjálf að redda þessu, án þess að vera boðin nokkur að­ stoð. Það fannst okkur eiginlega sárast og tilfinningin sú að prestur­ inn hafi aðeins verið að hugsa um að bjarga eigin skinni,“ segir Ásdís Hauksdóttir, önnur nývígðu brúð­ anna. „Það er bæði rosalega skrítið og óforskammað að svona skuli ger­ ast hjá kirkjunni. Biskupsstofa var mjög hissa á þessu en prófasturinn í héraðinu gerði ekkert fyrir okkur. Þarna þurftum við að gjalda mis­ taka annarra og okkur fannst dáldið súrt að vera beðin um að víkja. Það var stórmál og hefði getað endað mjög illa, sem betur fer náðum við að bjarga þessu sjálf.“ Á ekki að gerast Ása Einarsdóttir, hin nývígða brúð­ urin, tekur undir og segir það hafa komið henni á óvart að hafa ekki fengið aðstoð við að gera aðrar ráðstafanir. Hún segir brúðkaups­ daginn hafa verið yndislegan. „Auðvitað kom þetta sér illa fyrir okkur. Við fengum aðra kirkju en þurftum sjálf að standa í öllum reddingum. Brúðkaupsdagurinn var hins vegar alveg frábær og mað­ ur er alveg á bleiku skýi,“ segir Ása Einarsdóttir. Eðvarð Ingólfsson, prestur í Akraneskirkju, undrast að þessi tilvik hafi komið upp því mikilvægt sé að kirkjulegar athafn­ ir standist að fullu. Hann segir al­ mennar vinnureglur kirkna þær að tvíbókanir eigi ekki að geta átt sér stað. „Maður gætir þess vel og vandlega að tvíbóka aldrei og þetta á ekki að geta gerst. Það er mjög eðlilegt að kirkjulega athafnir, líkt og gifting, gangi fyrir öðrum at­ burðum því þetta eru svo stórir at­ burðir í lífi fólks. Hvað mig varðar þá mætir maður jafnvel með fjörtíu stiga hita til þess að láta allt stand­ ast,“ segir Eðvarð Ingólfsson. Farsæl lausn Kristinn Jens Sigurþórsson, sóknar­ prestur Hallgrímskirkju í Saurbæ, segir engum hafa verið vísað frá heldur hafi einfaldasta lausnin ver­ ið að spyrja brúðhjónin. Aðspurður segir hann tónleikana hafa verið bókaða síðar en giftingarnar. „Þetta var bara klaufaskapur að kirkjan hafi verið tvíbókuð og í fyrsta sinn sem þetta kemur fyrir hjá mér. Búið var að leggja mikla vinnu í tónleik­ ana og því einfaldast að spyrja brúð­ hjónin hvort þau væru tilbúin til að færa sig. Þau voru til í það og þannig leystist málið,“ segir Kristinn Jens. „Það var engum vísað frá, ég bara spurði brúðhjónin hvort þau væru til í þessa leið. Þau voru tilbúin til að leysa þetta með okkur og fyrir það erum við ákaflega þakklát. Sem bet­ ur fer leystist þetta farsællega og í sameiningu allra aðila,“ segir Krist­ inn Jens. n PreStur bað brúðhjón að giftaSt í annarri kirkju Hætt var við tvö brúðkaup í Saurbæjarkirkju í Hvalfirði vegna tónleika Megasar 11. apríl 11. apríl er 101. dagur ársins (102. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 264 dagar eru eftir af árinu. Atburðir: 1700 - Hvergi var messað á landinu þó páskadagur væri vegna mikillar snjókomu á norðan. Veturinn var því kallaður páskavetur. 1912 - Mánaðarlöngu verkfalli kvenna í fiskverkun í Hafnarfirði lauk með samningum. Þetta var fyrsta verkfall kvenna á Íslandi og jafnvel fyrsta skipulagða verkfallið. 1915 - Flækingurinn með Charlie Chaplin var frumsýnd. 1959 - Rannveig Þorsteinsdóttir fékk rétt til þess að flytja mál fyrir Hæstarétti fyrst kvenna. 1970 - Minkarækt hófst að nýju á Íslandi. Dáin 1165 - Stefán 4., konungur Ungverja- lands (f. um 1133). 1778 - Miklabæjar-Solveig, vinnukona á Miklabæ í Blönduhlíð (fyrirfór sér). 2007 - Kurt Vonnegut, bandarískur rithöfundur (f. 1922). 11. apríl 2007: f ranklín Steiner, fimmtugur Hafnfirðingur, var í gær dæmdur í rúmlega tveggja ára fangelsi fyrir að hafa ætlað 252 grömm af amfetamíni og 139 grömm af hassi til sölu í ágóðaskyni en efnin fundust á heimili hans, í húsa­ garði og í bíl hans að kvöldi 13. apríl 1996. Auk langs sakaferils tók dómur­ inn mið af því við refsiákvörðun að Franklín „tafði nokkuð framgang“ refsimálsins. Tafirnar eru ekki nán­ ar skýrðar í dómnum en hins vegar er nákvæmlega tíundað í niðurstöð­ um hans hvernig vitni gaf sig fram í fyrstu réttarhöldum málsins í desem­ ber síðastliðnum – maður sem sagð­ ist eiga þau fíkniefni sem fundust á heimili Franklíns. Eftir þetta þurfti að fara fram ítarleg sérrannsókn. Niður­ staða ríkissaksóknara og nú dómsins hefur síðan orðið á þá leið að fram­ burður vitnisins er metin sem „mark­ leysa og ekki byggt á honum í mál­ inu“, eins og dómurinn segir. Eins og fram hefur komið í DV viðurkenndi Franklín við fyrstu yfirheyrslur í apríl '96 að hann ætti efnin eða öllu held­ ur að hann „tæki þetta á sig“. Við rétt­ arhöld í desember kvaðst hann síðan ekki eiga efnin. Hann kvaddi síðan til vitni sem sagðist eiga meirihluta. Rannsókn RLR leiddi í ljós fjölda augljósra atriða sem þóttu sýna fram á að framburður vitnisins stangaðist verulega á við staðreyndir málsins, s.s. felustað, tímasetningar, umbúðir fíkniefnanna og fleira. Franklín Stein­ er mætti ekki í dómsuppsögu í gær. Þegar dómurinn var kveðinn upp lýsti Hilmar Ingimundarson, verjandi hans, því yfir að skjólstæðingur hans hefði ekki verið boðaður. Dómur­ inn tekur ekki gildi strax enda hef­ ur ákvörðun ekki verið tekin um það hvort dómnum verður unað eða hon­ um verður áfrýjað. Guðmundur L. Jóhannesson kvað upp dóminn. Í málinu var Franklín einnig ákærður fyrir brot á sérlögum með því að hafa haft 17 skotvopn á heimili sínu og 10 bit­ eða eggvopn, s.s. byssustingi og sverð. Niðurstað­ an varð sú að aðeins eitt skotvopn­ anna væri sannanlega virkt og því var Franklín sakfelldur fyrir vörslu á því svo og að hafa ekki haft margfrægt skotvopnaleyfi sem til þarf. Hin skot­ vopnin 16 voru ekki dæmd upptæk og mun eigandinn því væntanlega halda þeim. Hann telst hins vegar hafa gerst brotlegur við refsiákvæði vegna allra framangreindra bitvopna. n franklín Steiner fær 25 mánaða fangelsi Refsiþyngjandi að hann er talinn hafa tafið málið með „marklausu vitni“ Megas Tvenn brúðhjón voru beðin um að flytja brúðkaup sitt vegna tónleika Megasar. Réttarhöld Frá réttarhöldunum í máli Franklíns Steiners. Franklin mætti ekki í dómsuppkvaðninguna. 11. apríl 1997:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.