Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Page 46
46 sport Páskablað 11. apríl 2017 M atthías Vilhjálmsson er þrítugur knattspyrnu- maður sem sleit barns- skónum á Vesturlandi áður en hann hélt ungur á höfuðborgarsvæðið og gekk í rað- ir FH. Matthías var einn allra besti leikmaðurinn sem Pepsi-deildin hefur fengið að fylgjast með en árið 2012 hélt hann svo til Noregs og lék með Start til ársins 2015. Þá fór hann til Rosenborg sem er sögufrægasta lið Noregs og nú, eftir tvö tímabil þar, hefur Matthías unnið deildina í bæði skiptin. Þrátt fyrir að spila með besta liði Norðurlandanna og gera það vel fær Matthías ekki nein tækifæri með ís- lenska landsliðinu. Í þessu viðtali ræðir hann lífið í Noregi og hvernig hann tekur mótlætinu. „Við erum búnir að fara vel af stað á þessu tímabili og það var sterkt að gefa tóninn strax í fyrsta leik um meistara meistaranna gegn Brann og klára það. Deildin hefur svo farið vel af stað, vonandi eigum við bara eftir að gefa vel í. Við misstum auð- vitað mjög mikilvæga leikmenn úr liðinu eins og Hólmar og norskan landsliðsmann sem var bakvörður hjá okkur. VIð fengum fimm eða sex nýja leikmenn og erum að púsla þessu enn betur saman. Þetta lítur vel út en það er of snemmt að segja núna, við erum réttri leið,“ segir Matthías. Erfitt að byrja ekki alla leiki Hjá Rosenborg er gríðarleg samkeppni um stöður og breiddin í liðinu er afar mikil. Sökum þess er þjálfarinn, Kåre Ingebrigtsen, mikið fyrir það að spila ekki alltaf sama liðinu fram. Matthías var til að mynda á bekknum í fyrsta leik og kom ekkert við sögu, en í öðrum leiknum byrjaði hann og skoraði. Hann segir að svona geti pirrað menn „Ég var virkilega pirraður að fá ekkert að spila í fyrsta leiknum en þjálfarinn er með þá hugmynda- fræði að dreifa álaginu á milli leik- manna. Hann er voðalega hrifinn af þessu, við leikum marga leiki og hann vill hafa menn ferska. Það var gott fyrir mig að koma inn og gera vel, við spilum marga leiki ef þú tek- ur saman deildina og bikarinn og svo vonandi mun okkur vegna vel Í Evrópu. Þetta gætu því orðið allt að 50 leikir og maður skilur vel að hann vilji hafa alla ferska. Það er ekkert sérstakt fyrir andlegu hliðina að vera leikmaður í svona kerfi eins og þjálfarinn vill hafa. Maður á kannski mjög góðan leik og þá er pirrandi að vera settur á bekkinn. Það er ekkert sem maður getur gert í þessu, við erum með mjög góðan hóp. Þetta eru 18–20 leikmenn sem geta allir byrjað leiki og það er for- skot sem við höfum á hin liðin. Við erum með mikla breidd sem skilar vonandi sínu.“ Rosenborg er eins og Liverpool Rosenborg er sögufrægt félag og hér á árum áður átti liðið öruggt sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, félagið stefnir þangað aftur og Matthías finnur fyr- ir þeirri pressu. „Markmið okkar er að vinna deildina og bikar eins og síðustu ár, aðalmarkmið allra er samt að komast í riðlakeppni Evrópu. Það er helsta markmiðið og til að stuðningsmennirnir telji þetta gott tímabil þá þurfum við að fara í riðlakeppni í Evrópu. Við vorum svo nálægt því í fyrra að fara lengra í Evrópu og það er stefnan í ár. Fyrsta markmiðið er að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en til vara er það Evrópudeildin. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur, þar koma fleiri leikir og menn fá að spila meira. Ég finn það að hérna var Meistaradeildin á hverju ári í gamla daga því það er það eina sem stuðningsmennir tala um þegar maður hittir þá. Rosenborg er svip- að Liverpool, menn tala bara um fortíðina. Ég þekki það sem harður stuðningsmaður Liverpool en fót- boltinn í dag lifir ekki á því. Í dag er miklu meiri samkeppni í fótboltan- um, það eru komin inn miklu fleiri lönd sem hafa miklu meira fjár- magn. Það er erfiðara að ná árangri í Evrópu.“ Lifir af án samherja frá Íslandi Í vetur seldi Rosenborg tvo ís- lenska samherja Matthíasar og því er hann einn eftir af þeim, Hólmar Örn Eyjólfsson var seldur til Ísrael og Guð- mundur Þórarins- son fór til Svíþjóðar. Þrátt fyrir það líður Matthíasi vel og það er kominn smá Norðmaður í okkar mann. „Það er bara ágætt þrátt fyrir að ég sé einn hérna eftir af þeim, ég var mjög góður vinur Hólmars og Gumma. Maður er ýmsu vanur í fótboltanum, menn koma og fara. Auðvitað væri skemmti- legra að hafa einn Íslending með sér en ég á marga góða félaga og maður nýt- ir bara Skype núna til að heyra í mönn- um. Ég er auðvitað búinn að vera í sex ár í Noregi og það er smá Norðmaður kom- inn í mig, mér líður ótrúlega vel hérna og umhverfið er nota- legt. Innst inni er maður samt alltaf harður Íslendingur.“ Glaumgosi fótboltans nýr liðsfélagi Nicklas Bendnter, framherj- inn frá Dan- mörku, varð liðsfélagi Matthíasar á dögunum en hann er heimsfrægur. Bendtner hefur ótrúlega hæfileika en vesen á honum innan sem utan vallar er ástæða þess að hann spilar nú í Noregi. Matthías ber honum söguna vel og segir hann frábæran leikmann. „Hann er ótrú- lega fínn, algjör toppnáungi í raun. Hann gefur mikið af sér til leik- manna og er mjög skemmtilegur. Hann er með rosaleg gæði og maður sér það bara á æfingum þegar hann sendir boltann, móttaka og hvernig hann skilar honum frá sér er fyrsta flokks. Hann 196 sentimetrar á hæð og er búinn að vera í Arsenal, Juvent- us og Wolfsburg, hann hefur mátt þola gagnrýni á sín- um ferli en ég er bara ánægður með að fá hann hingað og að hann hafi valið Rosenborg. Ég þekki ekki alveg sögu hans úr enskum blöð- um en hann er ákveðin goð- sögn í boltan- um. Eins og einn danskur vinur sagði við mig, hann er bara einn fræg- asta manneskjan í Danmörku. Það er konungsfjölskyldan og svo er það Lord Bendnter, hann var undra- barn og varð strax mjög frægur. Ég er mjög spenntur yfir því að hann hafi valið Rosenborg að hann hafi viljað koma hingað til að koma ferlinum af stað.“ Finnst hann eiga skilið tækifæri með landsliðinu Matthías lék síðast landsleik í upp- hafi árs 2016 en hann á að baki 15 A- landsleiki fyrir Ísland. Aðeins tveir af þeim eru keppnisleikir en hinir hafa verið æfingarleikir. Heimir Hall- grímsson hefur ekki valið Matthías undanfarið og yfir því er Matthías svekktur. „Ég veit í rauninni ekki al- veg hvað ég á að segja, ég er svekkt- ur að hafa ekki verið valinn. Ég held að flestir leikmenn sem telja sig vera að gera góða hluti og að spila vel í sterku liði séu svekktir ef þeir kom- ast ekki í landsliðið. Ef þú ert ekki svekktur með það þá er eitthvað að, það er voðalega lítið sem ég get gert í stöðunni. Ég reyni að standa mig í hverjum leik með Rosenborg en hingað til hefur Heimir talið að aðrir leikmenn séu betri en ég í þær stöður sem hann hefur viljað fá inn menn. Það verður að hafa það, ég hef verið mjög sáttur við mína frammistöðu í Noregi. Ég er í líklega besta liðinu á Norðurlöndunum og við erum alltaf að vinna titla, það er voða lítið meira sem ég get gert en auðvitað er maður svekktur. Án þess að ætla að vera með ein- hverjar yfirlýsingar þá finnst mér ég eiga skilið að fá tækifæri. Ef þjálfar- anum finnst það ekki þá fer það ekk- ert lengra, ég sá að Heimir talaði um að verkefni í upphafi árs eins og í Kína um daginn væru mjög mikilvæg fyrir leikmenn til að sanna sig. Rosenborg gaf mér ekki leyfi til að fara í það verkefni núna, það kom fyrirspurn hingað en Rosen- borg vildi fá mig með í æfingaferð. Ég lýsti yfir áhuga á því að fara en gat ekkert meira gert, við vorum að fara að spila leiki við sterk lið og þjálf- arinn taldi best að ég væri með þar. Það er mjög langt síðan ég var síðast í lands- liðinu en maður á aldrei að gefast upp. Ég reyni bara að halda áfram að standa mig vel og sé svo hvað gerist. Ég tel mig eiga mörg ár eftir í boltanum, ég er ekki leikmaður sem treystir á hraða. Ég hugsa mjög vel um mig og vonandi skilar það sér í mörgum góð- um árum til viðbótar og von- andi kemur kallið í landsliðið einn daginn.“ n Fær ekki tækifæri með landsliðinu en gefst ekki upp Matthías Vilhjálmsson er ánægður með samkeppnina frá Nicklas Bendtner Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is „Rosen- borg er svipað Liver- pool, menn tala bara um fortíðina. Heldur áfram „Ég hugsa mjög vel um mig og vonandi skilar það sér í mörgum góðum árum til viðbótar og vonandi kemur kallið í landsliðið einn daginn,“ segir Matthías.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.