Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Blaðsíða 48
48 sakamál Páskablað 11. apríl 2017
Arkitektinn sem myrti
flugumferðArstjórAnn
n Ótrúleg saga af hefnd n Schwarzenegger leikur í kvikmynd um málið
Á
fallegum sumardegi þann 1.
júlí árið 2002 kollvarpaðist
veröld rússneska arkitekts
ins Vitaly Kaloyev. Þennan
dag missti hann eiginkonu
sína, Svetlönu, soninn Konstantin,
10 ára, og dótturina Diönu, 4 ára,
í hörmulegu flugslysi yfir Þýska
landi. Tvær flugvélar rákust saman
þegar þær voru á flugi skammt frá
bænum Uberlingen; vöruflutn
ingavél frá DHL og farþegaflugvél
frá rússneska flugfélaginu Bash
kirian Airlines. Afleiðingarnar urðu
þær að 69 manns létust.
Misvísandi upplýsingar
Vél Bashkirian Airlines var á leið til
Barcelona á Spáni þegar slysið varð
og beið Vitaly eftir fjölskyldu sinni á
flugvellinum. Fjölskyldan hafði ætl
að að koma sér fyrir á Spáni og var
Vitaly að vinna við byggingu húss
undir fjölskylduna í Barcelona.
Þýsk rannsóknarnefnd komst
að þeirri niðurstöðu að misvísandi
upplýsingar frá flugumferðar
stjóra í Sviss, sem var í samskipt
um við vélarnar, hefðu valdið slys
inu. Þá hefði öryggisbúnaður um
borð í vélunum, sem áttu að láta
flugmennina vita af yfirvofandi
árekstri, ekki virkað sem skyldi.
Var einn á vaktinni
Á vakt í flugturninum í Sviss þenn
an örlagaríka dag var danskur flug
umferðarstjóri, Peter Nielsen að
nafni. Peter var sýknaður í málinu;
réttarrannsókn sem fram fór leiddi
ekkert athugavert við störf hans í
ljós og sitt sýndist hverjum um það.
Þar sem Peter var eini flugumferð
arstjórinn á vakt þennan daginn
var áfallið mikið fyrir hann. Eftir að
rannsókn lauk hætti hann störfum
sem flugumferðarstjóri og vonaðist
til þess að geta eytt æviárunum í
faðmi fjölskyldu sinnar í bænum
Kloten í Sviss þar sem hann hafði
búið í tæp tuttugu ár.
Þjakaður af reiði og sorg
Vitaly bar þá von í brjósti að ein
hver yrði dreginn til ábyrgðar
vegna dauða eiginkonu sinnar og
barna. Sú von varð að engu þegar
ákveðið var að draga Nielsen ekki
til ábyrgðar í málinu. Þjakaður af
reiði og sorg ákvað Vitaly að leita
Nielsen uppi og það tókst honum í
febrúar árið 2004 með aðstoð rúss
nesks einkaspæjara. Vitaly mætti
heim til Nielsens í Kloten í Sviss og
lagði til hans með hníf. Þann 24.
febrúar árið 2004 hafði Vitaly tek
ist að hefna, ef svo má segja, fyrir
dauða eiginkonu sinnar og barna.
Sleppt eftir tvö ár í fangelsi
Vitaly var að sjálfsögðu handtek
inn fyrir morðið á Nielsen. Fyrir
dómi sagði hann að líf hans hefði
endað daginn sem hann missti
fjölskyldu sína. „Mitt annað heim
ili undanfarin tvö ár hefur verið í
kirkjugarðinum þar sem þau hvíla,“
sagði hann. Hann neitaði að hafa
heimsótt Nielsen með það í huga
að myrða hann. Hann hafi ætlað
að ræða við hann um dauða barna
sinn en Nielsen hefði tekið fálega
í það. Kaloyev gat þó ekki útskýrt
hvers vegna hann tók með sér hníf í
þetta rólega hverfi.
Þann 26. október 2005 var
Kaloyev sakfelldur og dæmdur í
átta ára fangelsi fyrir morðið. Hon
um var sleppt úr haldi tæpum
tveimur árum síðar eftir að dómur
inn yfir honum var ógiltur. Að mati
dómsins var ekki tekið nægjanlegt
tillit til geðheilsu Kaloyev og var
honum því sleppt úr haldi. Kaloyev
sneri heim til Rússlands í kjölfar
ið, til heimaborgar
sinnar í NorðurOsse
tíu, Vladikavkaz. Við
komuna til heima
borgar sinnar fékk
hann höfðinglegar
móttökur og var
hampað sem hetju.
Kaloyev býr enn í
Rússlandi og er hann
í dag embættismað
ur í Alaniahéraði í
NorðurOssetíu.
Kvikmynd um
málið
Á dögunum var
frumsýnd kvikmyndin
Aftermath með Arnold
Schwarzenegger í aðal
hlutverki. Myndin er byggð
á þessari óvenjulegu sögu
og fer Schwarzenegger
með hlutverk Kaloyevs í
myndinni. Kaloyev hefur
ekki tjáð sig um myndina
að öðru leyti en því að
framleiðendur myndar
innar hafi ekki haft sam
band við hann áður en tök
ur hófust. n
„Mitt annað heimili
undanfarin tvö ár
hefur verið í kirkjugarðin-
um þar sem þau hvíla.
Með dóttur sinni Vitaly sést hér með dóttur sinni Diönu sem var fjögurra ára þegar hún lést.
Minnisvarði Hér sést Vitaly við minnisvarða um fjölskyldu sína.
Falleg systkin Konstantin
og Diana saman á góðri stund.
Aftermath Myndin byggir á sögu Vitalys og
leikur Arnold Schwarzenegger aðalhlutverkið.
Þitt er valið
Þú velur að kaupa innréttinguna í
ósamsettum einingum, eða lætur okkur um
samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við
líka uppsetningu og endanlegan frágang.
Fullkomin þjónusta, eigið verkstæði.
Fjölbreytt úrval aF hurðum, Framhliðum,
klæðningum og einingum
ELDHÚSINNRÉTTINGAR
styrkur - ending - gæði
HÁGÆða DaNSKar
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is
Opið:
Mán. til föstudaga kl. 09 til 18
Laugardaga kl. 11 til 15