Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Page 54

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Page 54
54 lífsstíll Páskablað 11. apríl 2017 Sjö merki um meðfæddar gáfur Þ eir sem jafnan stóðu sig best í skóla eru ekki endilega þeir gáfuðustu. Gáfur geta verið af ýmsu tagi og er engin ákveðin skilgreining til á þeim. Til að mynda búa margir yfir gríðarlegum námsgáfum og góðu minni en skortir samskiptahæfni og skilning á tilfinningum. Greind er margþætt Oft er litið svo á að greind eigi aðeins við um bóklegan lærdóm, en góð rök má færa fyrir því að allt frá listrænu eðli, tilfinninganæmi og þrautseigju til göngulags, talsmáta og skaplyndis sé form af greind. Sumir fá hæfileika á borð við talnaskilning og minni í vöggugjöf og geta reiknað lygilegar summur í huganum á svipstundu, á með- an aðrir verða gífurlega góðir í ein- hverju vegna áhuga eða þjálfunar. Hæfileikar geta því bæði verið áunnir og meðfæddir allt eftir að- stæðum. En eru þeir sem fæddust með „gáfnaskeið“ í munnunum heppnari en hinir? Stutta svarið er: nei! Þú getur allt Hver og einn hefur sína styrk- og veikleika og þótt einstaklingur þurfi að leggja mikið á sig til að verða góð- ur í einhverju, er það ekki merki um lægri greindarvísitölu – og ekki held- ur seinheppni. Margir kannast við gömlu klisj- una: allt er hægt ef viljinn ef fyrir hendi. Stundum áttar maður sig ekki fyllilega á því hve mik- ið er til í þeim boð- skap. Ef tölur eru teknar sem dæmi, er aug- ljóst að sá sem fæðist einfald- lega sem ungbarn en ekki undrabarn getur náð jafngóðum tökum tölum – hafi hann æft sig vel á slíku. Eins og að bera saman epli og appelsínur Sömu sögu má segja um tungumál. Hægt er að ímynda sér tvær mis- munandi mann- eskjur sem báðar eru látnar læra sama erlenda tungu- málið. Önnur er afskaplega „gáfuð“ í hinni sígildu merkingu hugtaks- ins, á meðan hin virðist „venjuleg“ við fyrstu sýn. Þegar þessar tvær manneskjur hefjast loks handa er það bókað mál að ýmiss konar hulin hæfni kemur upp á yfirborðið hjá þeirri „venjulegu“ – sú hæfni er líka form af greind. Ákveðið langur tími er nú liðinn og báðar mann- eskjurnar eru látnar spreyta sig á götum erlendr- ar borgar og beita þeirri þekkingu sem þær hafa aflað sér á tungumálinu. Sú „gáfaða“ er komin með ótrú- lega góðan orða- forða og er búin að leggja á minnið allt mögulegt. Það kem- ur henni býsna langt, enda er hægur leikur að panta mat á erlendu veitingahúsi ef maður er búinn að leggja á minnið blaðsíðu 97 í frasa- bókinni, ekki satt? Gott minni er vissulega mikið þarfaþing, en stendur fyrri mann- eskjan betur að vígi en sú seinni bara vegna þess að hún getur kallað fram orð og setningar úr minni sínu eftir að hafa séð þær aðeins einu sinni? – athugum málin nánar. Seinni manneskjan er miður sín vegna þess að hún er að spyrja til vegar og man ómögulega hvert orðið fyrir „stoppistöð“ er. En í stað þess að gefast upp nær hún léttilega að umorða spurninguna og koma henni skilmerkilega áleiðis. Henni er nefnilega orðið ljóst að þó að hún hafi ekki sambærilegar gáfur og fyrri manneskjan, þá á hún mjög gott með að koma fyrir sig orði. Hún getur tjáð sig með góðu flæði, án þess að hika. Hún getur umorðað hlutina á augabragði og nær að nýta orðaforða sinn afar vel – þótt umfang hans sé minna en hinnar manneskjunnar. Svo hvor stóð sig betur? Svarið er einfaldlega að báðar manneskjurn- ar náðu að bjarga sér afbragðsvel á nýja málinu, með því að nýta ólíkar gáfur sínar. Dæmisagan hér að ofan skýrir hvað greind getur verið breytileg. Ef þú átt gott með að gera ákveðna hluti en ekki aðra, þá er samt um greind að ræða í meirihluta tilvika – jafnvel þótt hæfileikasvið þitt falli ekki inn í hina hefðbundnu skýr- ingu á greind. n Býr þá falið undra- barn í mér eftir allt? Svona getur þú gengið úr skugga um hvort þú ert fæddur með náttúrulegar gáfur: 1 Þú liggur í leti Samkvæmt nýlegri könnun, eins og greint er frá á vef Independent, unir afburðagreint fólk sér best eitt. Það eyðir meiri tíma í að hugleiða og velta vöngum yfir hinu og þessu og er því ekki eins líkamlegt virkt fyrir vikið. 2 Þú lærir af mistökum þínum Gáfað fólk sættir sig jafnan betur við mistök sín og er reiðubúið til að læra af þeim. 3 Þú blótar mikið Fólk með sorakjaft sem bölvar og hreytir út úr sér fúkyrðum í annarri hverri setningu kann að vera með greindarvísitölu vel yfir meðallagi. 4 Þú ferð seint í háttinn Gáfuð börn eru líklegri til þess að þróa með sér öðruvísi svefnvenjur. Samkvæmt rannsókn sem birtist í blaðinu Psychology Today er líklegt að greind börn verði með tímanum meiri nátthrafnar en aðrir. 5 Þú ert lestrarhestur Lestur eykur vissulega við þekkingu þína á ýmsum sviðum, en samkvæmt nýjustu rannsóknum bætir hann líka samskiptafærni, minni og einbeitingu! 6 Svartur húmor Þeir sem kútveltast af hlátri yfir skrýtlum um t.d. hernað, sjúkdóma, óhöpp og slys gætu verið greindari en aðrir. 7 Ólifnaður og regluleysi Breskir vísindamenn komust að því árið 2012 að tenging væri á milli hárrar greindarvísitölu í æsku og notkun ólöglegra vímuefna síðar á lífsleiðinni. Börn og unglingar sem fengu hærri einkunn á greindarprófum en aðrir eru því líklegri til að þróa með sér áfengis- og vímuefnavandamál á fullorðinsárunum. Lestur Lestur er ekki aðeins fræðandi, sýnt hefur verið fram á að hann skerpi ein- beitinguna og efli minnið. Drykkja og gáfnafar Öl er böl, ekki satt? Kannski ekki. Það hefur verið sýnt fram á að drykkfelldir einstaklingar, hafi staðið sig hlutfallslega betur á greindar- prófum í æsku – sama gildir um neytendur vímuefna. MynD ShuttErStock Guðmundur Bjartur Einisson ritstjorn@dv.is Skapsveiflur Þeir sem blóta mikið eru ekki endilega tómir í kollinum – þvert í mót hafa rannsóknir sannað að tengsl eru á milli bræðiskasta og hárrar greindarvísitölu. Greind er dularfullt fyrirbrigði Færð hafa verið rök fyrir því að þeir sem hafa eitt eða fleiri af þessum sjö einkennum séu greindari en aðrir. Það gæti búið meira í þér en þú heldur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.