Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Síða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Síða 62
62 menning Páskablað 11. apríl 2017 Allt fyrir veisluna Veislusalir • Fundarsalir • Sýningarsalir • Íþróttasalir • Veisluþjónusta • Veitingastaðir Skemmtikraftar - Tækjaleigur - Veislustjórar - Veislutjöld - Tónlistarmenn - Dúkaleiga - Blóm og skreytingar - Veislubakkar - Barnaafmæli Aska hins borgaralega leikhúss Ragnar Kjartansson sýnir sviðsverkið Raw Salon í Volksbühne-leikhúsinu í Berlín É g er alveg í skýjunum,“ segir Ragnar Kjartansson myndlistar maður sem er ný- vaknaður morguninn eftir frumsýningu á nýjasta sviðs- verki sínu Raw Salon: Ein Rohspiel, sem hann bæði leikstýrir og leikur í. Verkið var sýnt þrisvar sinnum um helgina í Volksbühne-leikhúsinu í Berlín, sem hefur markað sér stöðu sem eitt framsæknasta og ágengasta sviðslistahús Evrópu á undanförn- um 25 árum undir stjórn leikhús- stjórans Franks Castorf. „Hugmyndin var að búa til skúlptúrískt verk með því að „lúppa“ eitt atriði. Ég hugsaði að það væri skondið að setja upp mjög hljóðlátt verk í þessu sturlaða leikhúsi sem Volksbühne er, verk sem væri nánast bara eins og hvítt suð í rafmagnstæki. Þetta átti að vera stofudrama en án alls drama – kannski bara stofuleik- hús. Sama atriðið stöðugt endurtek- ið á svipaðan hátt þannig að áhorf- endur áttu að geta séð að þetta væri bara skúlptúr, og vita að þeir þyrftu í raun ekkert að horfa lengi á þetta,“ segir Ragnar en verkið stóð yfir í meira en fimm klukkustundir. Drykkir, samlokur og borgarastríð í Síerra Leóne Tíu mínútna langa atriðið sem er endurtekið í sífellu í Raw Salon er skrifað af kanadíska ljóðskáldinu og fornfræðingnum Anne Carson. „Ég var svo heppinn að eftirlætis núlifandi ljóðskáldið mitt var til í að skrifa þetta leikrit fyrir verkið. Það mætti segja að þetta sé Anne Car- son-ljóð í leikritaformi. Svo fengum við þessa svakalegu leikara, Kathr- inu Angerer og Bernhard Schütz, goðsagnakennda Volksbühne-leik- ara, til að leika það aftur og aftur,“ segir Ragnar. Atriðið er leikið í ofur-týpískri leikhússviðsmynd sem minnir blaðamann á heimili vel stæðrar og listelskrar aðalsmanneskju um miðja 20. öldina. „Í atriðinu eru tvær persónur, Lord Lesley Updown og Lavinia Molson-Beck, saman í stofusetti að spjalla um eitthvert boð sem þau eru að fara í. Þau spjalla um drykki og samlokur, aðeins um borgara- stríð í Síerra Leóne og „fitness-stúd- íó“. Svo kemur persónan sem ég leik, John James Jellico III., inn. Þá er spjallað aðeins um einhverja skyrtu sem hann er í og borðsiði frönsku leikkonunnar Isabelle Huppert. Því næst sest hann við píanóið og spilar lag, sem er samið af Kjartani Sveins- syni við texta Carson. Svo byrja þau aftur á atriðinu. Þetta er síðan endurtekið aftur og aftur.“ Leikararnir tóku völdin „Alla vikuna var ég að reyna að sann- færa leikarana um að þetta ætti bara að vera eins og aska hins borgara- lega leikhúss – það ætti aldrei að vera neinn eldur. Mig langaði að taka „banalität“ leikhússins og eima það í alkóhól,“ segir Ragnar en viðurkenn- ir að verkið hafi endað allt öðruvísi en hann hefði ætlað. „Atriðið átti bara að vera eins og „myndbandslúppa,“ alltaf endurtekið á mjög svipaðan hátt, en á frumsýn- ingunni fóru leikararnir að breyta því, gera endalaust úrval mismunandi af- brigða, taka aðstæðurnar og gera þær virkilega áhugaverðar. Þetta virkaði mjög vel og varð dáldið svakalegt. Skáldskapur Carson kom mjög flottur í gegn og á sama tíma varð þetta nán- ast eins og portrett af þessum tveim- ur mögnuðu leikurum, leikurum sem eru orðnir miðaldra og ráðsett- ir en búa yfir þessari sturluðu Cas- torf-Volksbühne pönktækni sem þau beita af mikilli snilld. Ég ætlaði að láta þetta vera skúlp- túr en þau gerðu þetta hins vegar að mikilli skemmtun. Fólk yfirgaf ekki salinn eins og ég hafði búist við heldur fannst þetta reglulega gaman. Dómarnir í þýsku blöðunum voru dá- samlegir. Þannig að það mætti segja að sýningin hafi tekist vel, en verkið hafi misheppnast …“ segir Ragnar og hlær innilega. „Nei, þetta var alls ekki misheppn- að – bara allt öðruvísi en ég hafði séð þetta fyrir mér! Þetta er náttúrlega það sem er svo skemmtilegt við að vinna hér. Þetta er ein síðasta „pro- duction-in“ undir gamla leikhússtjór- anum sem hefur verið í fararbroddi fyrir þetta sturlaða þýska leikhús svo lengi. Þetta varð því nánast eins og gjörningur um svona leikhús,“ segir Ragnar og ítrekar ást sína á þeirri til- raunamennsku sem hefur farið fram í Volksbühne undanfarin 25 ár. Handritið í aðalhlutverki Raw Salon er þriðja sviðsverkið sem Ragnar vinnur fyrir Volksbühne á jafn mörgum árum. Í fyrsta verkinu Der Klang der Offenbarungen des Gött- lichen (í. Kraftbirtíngarhljómur guð- dómsins) var öll áherslan á sviðs- myndina sem stóð í allri sinni dýrð, ein og leikaralaus á sviðinu. Í öðru verkinu Krieg (í. Stríð) stóð einn leik- ari á sviðinu og lék hægan og lang- dreginn dauðdaga á ýktan og yfir- gengilegan hátt í klukkustund. Hing- að til hefur hann því tekið einn af- markaðan hluta leikritsins og dreg- ið hann sérstaklega fram í sviðsljós- ið. Þá liggur bein- ast við að spyrja hvort að í þessu tilviki sé það ekki texti leikskáldsins, handritið sjálft, sem sé helsta við- fangsefnið í Raw Salon, enda er text- inn endurtekinn aftur og aftur. „Já, þetta er rétt hjá þér. Asskot- inn já, trílógía um leikhúsið. Þá verð- ur þetta að vera mitt síðasta leik- húsverk. Já, þarna er ég vinna með leikritið sjálft, grunneðli handritsins. Anne Carson skildi þetta mjög vel og gerði handrit sem á yfirborðinu virkar eins og það sé ekki neitt, bara eitt- hvað innihaldslaust tal um hvítvín, samlokur og fitness-stúdíó. En það er samt svo ótrúlega margt í því og það birtist manni með endurtekningunni.“ Aftur og aftur not- ar þú endurtekn- inguna sem stílbragð í verkum þínum. Veistu alltaf hvað þú ert með í höndunum og hvað muni gerast, hættir endurtekn- ingin aldrei að vera spennandi eða koma þér á óvart? „Satt best að segja hefur endurtekn- ingin aldrei komið mér á óvart. Ég hef bara unnið með hana eins og hvert annað form í myndlist ef ég er að beita henni, mér finnst ég alltaf hafa haft stjórn á henni. Ég veit að ef ég ákveð að endurtaka eitthvað per- formatíft aftur og aftur verður það að skúlptúr eða málverki. En þetta í gær kom mér reyndar mjög mikið á óvart. Þetta varð ekkert að skúlptúr, varð bara geðveikt sjóv. Ég var bæði brjál- aður og glaður um leið!“ segir Ragnar og hlær. n Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Sýnt þrisvar um helgina Um er að ræða þriðja sviðsverkið sem Ragnar vinnur fyrir Volksbühne á þremur árum. MynDiR THoMaS auRin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.