Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Qupperneq 72

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Qupperneq 72
Páskablað 11. apríl 2017 28. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 785 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Greip úlpuþjóf á barnum n Berglind „Festival“ Péturs- dóttir, sem fer á kostum í Vik- unni með Gísla Marteini á föstu- dagskvöldum á RÚV lenti í því leiðindaatviki að úlpunni hennar var stolið á skemmtistað í Reykja- vík um helgina. Berglind var þó heppin því hún fann þjófinn aftur. Þá stóð hann, klæddur í úlpuna að reyna að kaupa sér bjór á barnum með kortinu hennar. Að sögn Berglindar var maðurinn í mjög annarlegu ástandi. Hún náði að stöðva bjórkaup úlpuþjófsins og bað viðkomandi um að hunsk- ast úr úlpunni. Vinir hins sauð- drukkna manns vildu ólmir bæta Berglindi óþægindin með bjór á barnum, en að sögn Berglindar létu þeir sig hverfa af vettvangi áður en til þess kom. -20% Allar heimilis- og iðnaðarryksugur Til 13. apríl 10-40% AFSLÁTTUR AF VINNUFATNAÐI Til 13. apríl ÖLL KERTI Til 13. apríl -25% -25% ÖLL KAFFI- OG MATARSTELL Til 13. apríl Q3200 2 ryðfríir brennarar, samtals 6,35 kW/h. Grillflötur er 63 x 45 cm. Glerungshúðaðar grillgrindur úr pottjárni. Hitamælir í loki. Rafstýrður uppkveikjurofi, ljós í handfangi, grátt lok. 72.995kr. 50650021 SPRING 300 3 ryðfríir brennarar, samtals 11,4 kW/h. Grillflötur er 3 x (21 x 43) cm. Emileraðar grillgrindur trygg ja endingu. Rafstýrður uppkveikju- rofi, svart eða kremað lok. 39.995kr. 50686930-1 Almennt verð: 49.995 kr. -20% GARÐAHÖNNUN Byrjaðu að plana sumarið PANTAÐU RÁÐGJÖF VIÐ Í sumar mun Björn Jóhannsson, landslagsarkitekt, veita viðskiptavinum ráðgjöf vegna framkvæmda í garðinum. Skráning á netfangið gardurinn@byko.is Nánari upplýsingar á byko.is 3D MYNDIR AF GARÐINUM AUÐVELT AÐ VERSLA Á BYKO.IS SENDUM ÚT UM ALLT LAND Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl. Tilboð gilda til 13. apríl. SJÁ OPNUNARTÍMA UM PÁSKA Á BYKO.IS Portúgal, douze points! Guðni ánægður með Skálmöld n Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur unnið hug og hjörtu þjóðarinnar frá því að hann tók við embættinu. Al- þýðleg framkoma hans, hlýja og húmor hafa einfaldlega slegið í gegn. Guðna er því fyrirgefið þó að skoðanir hans í einstökum málum séu umdeildar. Til dæm- is varð sú ámælisverða skoðun hans að ananas ætti ekki heima á flatbökum að alþjóðlegu fréttamáli. Á dögunum lýsti Guðni því yfir að hann hefði far- ið á tónleika með hljómsveitinni Skálmöld og skemmt sér dável. Hann klykkti síðan út með eftirfarandi setningu: „Ekki fer ég heldur ofan af því að Kvaðning er eitt besta rokklag allra tíma.“ Egill heldur með Portúgal n Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason hefur tröllatrú á lagi Portúgala í Eurovision-söngva- keppninni í ár. „Hér hafa gerst undur og stórmerki. Komið er fram Eurovisjón lag sem gæti faktíst lifað í mörg ár eftir keppnina,“ segir Egill á blogg- síðu sinni. Lagið er flutt af Salvador Sobral og samið af systur hans, Luísu Sobral, og fer flutningurinn fram á portú- gölsku. „Þetta er fjarri iðnaðar- poppinu sem svo oft glymur í Evróvisjón,“ segir Egill og bætir við að lagið hljóti að vinna. G unnar Jakobsson, dæmdur barnaníðingur sem á dögun- um hlaut dóm fyrir vörslu gríðarlegs magns af barna- níðsefni, hefur í hyggju að flýja land á ný. Eftir að Gunnar lauk afplánun vegna dóms sem hann hlaut fyrir að misnota sex ungar stúlkur á tíunda áratugnum flúði hann land og bjó nokkur ár í Danmörku og starfaði þar sem au-pair. Hann upplýsti í samtali við ritstjóra DV að stefnan væri sett á Svíþjóð, þangað hyggist flytja ásamt hundinum Tona. Ástæðan væri að hann væri búinn að missa leiguhúsnæði sitt á Stokks- eyri. Sá sem keypti húsið vill losna við hinn alræmda leigjanda undir eins. Þessi frásögn Gunnars af hús- næðismissinum og hugsanlegum landflutningum sínum í samtali við DV kemur heim og saman við um- ræðuþráð sem Gunnar stofnaði til á spjallborði bland.is undir dulnefn- inu Dísagella, en DV fjallar ítarlega um tvöfalt líf Gunnars sem kona á spjallborðum Barnalands, síðar er. is og nú bland.is, í blaðinu í dag. Þar kemur einmitt fram að hann sé að missa ódýrt leiguhúsnæði sem hann hafi búið í lengi og hann hugsi til útlanda. Gunnar er málshefjandi í þræðinum undir yfirskriftinni „Hvar er gott að lifa?“ en í öðru innleggi við umræðuna talar hann einmitt um Svíþjóð. Kveðst hann eiga góða vini í Svíþjóð sem hafi boðið hon- um í vikuheimsókn til sjá hvernig hann kynni við sig og í framhaldinu flytja til þeirra ef honum litist vel á. Í heimsókninni hafi hins vegar komið babb í bátinn þar sem hann hafi verið bitinn af moskítóflugum, hann hafi fengið svæsin ofnæmis- viðbrögð og endað á bráðamóttöku, þrútinn og þungt haldinn. n Gunnar Jakobsson hyggst flýja land á ný n Stefnan sett á Svíþjóð í maí n Búinn að missa húsið Á leið úr landi? Gunnar Jakobsson lýsti því í samtali við DV í síðustu viku að hann ætlaði sér að flytja út til Svíþjóðar. Hann væri að missa húsið sem hann hefur leigt á Stokkseyri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.