Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Blaðsíða 72
Páskablað 11. apríl 2017
28. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 785 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Greip úlpuþjóf á
barnum
n Berglind „Festival“ Péturs-
dóttir, sem fer á kostum í Vik-
unni með Gísla Marteini á föstu-
dagskvöldum á RÚV lenti í því
leiðindaatviki að úlpunni hennar
var stolið á skemmtistað í Reykja-
vík um helgina.
Berglind var þó heppin því
hún fann þjófinn aftur. Þá stóð
hann, klæddur í úlpuna að reyna
að kaupa sér bjór á barnum
með kortinu hennar. Að sögn
Berglindar var maðurinn í mjög
annarlegu ástandi. Hún náði að
stöðva bjórkaup úlpuþjófsins og
bað viðkomandi um að hunsk-
ast úr úlpunni. Vinir hins sauð-
drukkna manns vildu ólmir bæta
Berglindi óþægindin með bjór á
barnum, en að sögn Berglindar
létu þeir sig hverfa af vettvangi
áður en til þess kom.
-20%
Allar heimilis- og
iðnaðarryksugur
Til 13. apríl
10-40%
AFSLÁTTUR
AF VINNUFATNAÐI
Til 13. apríl
ÖLL KERTI
Til 13. apríl
-25%
-25%
ÖLL KAFFI- OG MATARSTELL
Til 13. apríl
Q3200 2 ryðfríir brennarar, samtals
6,35 kW/h. Grillflötur er 63 x 45 cm.
Glerungshúðaðar grillgrindur úr
pottjárni. Hitamælir í loki.
Rafstýrður uppkveikjurofi, ljós
í handfangi, grátt lok.
72.995kr.
50650021
SPRING 300 3 ryðfríir
brennarar, samtals 11,4 kW/h.
Grillflötur er 3 x (21 x 43) cm.
Emileraðar grillgrindur trygg ja
endingu. Rafstýrður uppkveikju-
rofi, svart eða kremað lok.
39.995kr.
50686930-1
Almennt verð: 49.995 kr.
-20%
GARÐAHÖNNUN
Byrjaðu að plana sumarið
PANTAÐU RÁÐGJÖF VIÐ
Í sumar mun Björn Jóhannsson, landslagsarkitekt,
veita viðskiptavinum ráðgjöf vegna framkvæmda
í garðinum.
Skráning á netfangið gardurinn@byko.is
Nánari upplýsingar á byko.is
3D MYNDIR
AF GARÐINUM
AUÐVELT AÐ VERSLA Á BYKO.IS
SENDUM ÚT UM ALLT LAND
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl. Tilboð gilda til 13. apríl.
SJÁ OPNUNARTÍMA
UM PÁSKA Á BYKO.IS
Portúgal,
douze
points!
Guðni ánægður
með Skálmöld
n Forseti Íslands, Guðni Th.
Jóhannesson, hefur unnið hug
og hjörtu þjóðarinnar frá því
að hann tók við embættinu. Al-
þýðleg framkoma hans, hlýja og
húmor hafa einfaldlega slegið í
gegn. Guðna er því fyrirgefið þó
að skoðanir hans í einstökum
málum séu umdeildar. Til dæm-
is varð sú ámælisverða skoðun
hans að ananas ætti ekki heima
á flatbökum að alþjóðlegu
fréttamáli. Á dögunum lýsti
Guðni því yfir að hann hefði far-
ið á tónleika með hljómsveitinni
Skálmöld og skemmt sér dável.
Hann klykkti síðan
út með eftirfarandi
setningu: „Ekki
fer ég heldur
ofan af því að
Kvaðning er eitt
besta rokklag
allra tíma.“
Egill heldur
með Portúgal
n Fjölmiðlamaðurinn Egill
Helgason hefur tröllatrú á lagi
Portúgala í Eurovision-söngva-
keppninni í ár. „Hér hafa gerst
undur og stórmerki. Komið
er fram Eurovisjón lag sem
gæti faktíst lifað í mörg ár eftir
keppnina,“ segir Egill á blogg-
síðu sinni. Lagið er flutt af
Salvador Sobral og samið af
systur hans, Luísu Sobral, og
fer flutningurinn fram á portú-
gölsku. „Þetta er
fjarri iðnaðar-
poppinu sem
svo oft glymur
í Evróvisjón,“
segir Egill og
bætir við að
lagið hljóti
að vinna.
G
unnar Jakobsson, dæmdur
barnaníðingur sem á dögun-
um hlaut dóm fyrir vörslu
gríðarlegs magns af barna-
níðsefni, hefur í hyggju að flýja land
á ný. Eftir að Gunnar lauk afplánun
vegna dóms sem hann hlaut fyrir að
misnota sex ungar stúlkur á tíunda
áratugnum flúði hann land og bjó
nokkur ár í Danmörku og starfaði
þar sem au-pair. Hann upplýsti í
samtali við ritstjóra DV að stefnan
væri sett á Svíþjóð, þangað hyggist
flytja ásamt hundinum Tona.
Ástæðan væri að hann væri búinn
að missa leiguhúsnæði sitt á Stokks-
eyri. Sá sem keypti húsið vill losna
við hinn alræmda leigjanda undir
eins.
Þessi frásögn Gunnars af hús-
næðismissinum og hugsanlegum
landflutningum sínum í samtali við
DV kemur heim og saman við um-
ræðuþráð sem Gunnar stofnaði til á
spjallborði bland.is undir dulnefn-
inu Dísagella, en DV fjallar ítarlega
um tvöfalt líf Gunnars sem kona á
spjallborðum Barnalands, síðar er.
is og nú bland.is, í blaðinu í dag.
Þar kemur einmitt fram að hann sé
að missa ódýrt leiguhúsnæði sem
hann hafi búið í lengi og hann hugsi
til útlanda.
Gunnar er málshefjandi í
þræðinum undir yfirskriftinni „Hvar
er gott að lifa?“ en í öðru innleggi
við umræðuna talar hann einmitt
um Svíþjóð. Kveðst hann eiga góða
vini í Svíþjóð sem hafi boðið hon-
um í vikuheimsókn til sjá hvernig
hann kynni við sig og í framhaldinu
flytja til þeirra ef honum litist vel
á. Í heimsókninni hafi hins vegar
komið babb í bátinn þar sem hann
hafi verið bitinn af moskítóflugum,
hann hafi fengið svæsin ofnæmis-
viðbrögð og endað á bráðamóttöku,
þrútinn og þungt haldinn. n
Gunnar Jakobsson hyggst flýja land á ný
n Stefnan sett á Svíþjóð í maí n Búinn að missa húsið
Á leið úr landi? Gunnar Jakobsson lýsti því
í samtali við DV í síðustu viku að hann ætlaði
sér að flytja út til Svíþjóðar. Hann væri að
missa húsið sem hann hefur leigt á Stokkseyri.